Aðalhagfræðingur?

Æ, ég vona bara að það sæki einhver fjárglöggur bóndi um starfið. Bóndi sem væri alltaf með ásetningin í lagi og hefði aldrei orðið heylaus. Sem vissi að það væri aldrei hægt að eyða meiru en aflað væri. Væri snjall að draga fé í réttum og vissi hvert féð ætta að renna og þekkti fjárstreymi. Þekkti lögmál vaxtarins og hefði geymt fé sitt í peningshúsum. Væri félagsvanur og hefði gott lag á fólki.

Ég verð að viðurkenna að ég er með töluverða fordóma gagnvart hagfræðingum þessa dagana, sérstaklega ef þeir eru kallaðir eða hafa verið kallaðir aðalhagfræðingar. Lági mér hver sem vill. Það er kvíði í mér yfir þessu máli því ég hef grun um hvað gerist. Mig hefur dreymt ýmislegt.


mbl.is Embætti seðlabankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband