Sjálfstæðisflokkurinn

Mér hefur alla tíð þótt svolítið til um það að menn væru sjálfstæðismenn, sjálf-stæðis-menn. Þetta er svona tengt landinu eins og Bjartur í Sumarhúsum, eitthvað að lifa af í landinu. Vera úrræðagóðir og treysta á sjálfan sig. Íslendingar búa nú í þjófélagi sem hefur verið byggt upp á 60-70 árum sem í öðrum löndum hefur tekið margar aldir.

Íslendingar hafa byggt upp þjóðfélag og mikil framleiðslutæki og þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu komið ríkt við sögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið sig út fyrir það að fólk ætti að vera ráðdeildarsamt og allir ættu að njóta frelsis til athafna og njóta ávaxta af eigin erfiði og bera ábyrgð á sér og sínum.

Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins mega eiga það að þeir hafa ávallt mælt fyrir því að ríkið skuldaði sem minnst og hafa náð því markmið að ríkissjóður var nánast skuldlaus í upphafi bankahrunsins. Atvinnulíf og einstaklingar hafa aftur á móti stigmagnað skuldir sínar á undanförnum árum. Það má segja að drifkraftur hagkerfisins á undanförnum árum hafi verið skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja.

Maður var farinn að hlakka til að eldast með skuldlausum ríkissjóði. Því gert er ráð fyrir því að sá sem tekur lán og setur sig í skuldir borgi það sjálfur en ætlist ekki til að aðrir borgi það.

Þetta bankahrun er hörmulegt og Sjálfstæðisflokkurinn, til að halda sæmd sinni, ætti að ganga fram fyrir skjöldu og að krefjast þess að fólk sem brást stefnu Sjálfstæðisflokksins og fór út úr þeim ramma sem stefnan markaði, verði gert að sæta ábyrg bæði pólitískt og samkvæmt lögum landsins.


mbl.is Landsfundur settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband