Arð - og atvinnuleysi

Verkalýðshreyfingin er á vitlausum tíma og vitlausum stað með kauphækkanir núna, því miður.

Einstakir atvinnurekendur geta sjálfum sér um kennt hvernig komið er. Þeir voru glámskyggnir og lásu ekki rétt í ástandið í þjóðfélaginu. Þeir áttu að leggja arðgreiðslurnar í bið-eða varasjóð.

Verkalýðurinn og fjármagnseigendur geta báðir orðið atvinnu- og arðlausir á þeim tíma sem upp er nú um stundir. Þess vegna  þýðir ekki að láta allt fara í háaloft núna.

Það er samstaðan og ábyrgðin sem skiptir máli að láta þjóðfélagið ganga. Allir sem einn maður. 

Stjórnmálamenn verða að varast að stigmagna ástandið með ógætilegu orðavali. Það verða allir að vanda sig, svo við getum siglt út úr þessu ástandi.


mbl.is Samningar hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband