Kominn úr veikindaleyfi

Geir H. Haarde er kominn til starfa sem þingmaður Reykvíkinga eftir stutt veikindafrí.

Það er ástæða til að óska honum góðs bata. Hann hefur verið forsætisráðherra við mjög óvenjulegar  og erfiðar aðstæður í sögu þjóðarinnar. Hann hefur staðið sig vel sem manneskja á þessum erfiða tíma. Um pólitíkina eru hinsvegar deildar meiningar.

Hann taldi að svipur þingsins hefði breyst og nú sætu þeir prúðir Steingrímur og Ögmundur í sætum sínum. Síðan ræddi hann um mannaskipti og varaði við hreinsunum í kerfinu.

Aðalatriðið er lögum um Seðlabankann verður væntanlega breytt og störf bankastjóranna lögð niður. Það var náttúrlega bara kurteisi af Jóhönnu að bjóða bankastjórunum að hætta í friði svo að þeir yrðu ekki fyrir aðkasti, en þeir ákváðu að taka slaginn og eiga sinn lögvarða rétt eins og aðrir opinberir starfsmenn.


mbl.is Geir óttast um bankaráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband