Þjóðlendulögin hafa verið gagnrýnd af nokkrum landeigendum sem krefjast breytinga á þeim. Ekkert tilefni er til þess nú mitt í úrskurðarferli um mörk eignarlanda og þjóðlendna. Það væri eins og markaskránni væri breytt í miðjum réttum þegar ætti að fara að töfludraga.
Setja þarf reglugerð um notkun og nýtingu þjóðlendna. Fram þarf að fara úttekt á hverri þjóðlendu og skrá gögn hennar og gæði, s.s. gróðurfar til að meta hvernig viðskilnaðurinn er við gróðurfar þegar þjóðlenda verður til. Það yrði svona Landnáma önnur útgáfa. Mikilvægt er einnig að kortleggja þær með GPS punktum og gefa hverri þjóðlendu nafn, svo almenningur átti sig á staðháttum og hafi tilfinningu fyrir landsvæðinu.
Vilji forsætisráðuneytið friða þjóðlendu fyrir beit búfjár, þá verður það að semja við viðkomandi bændur um að afsala sér beitarréttinum, tímabundið eða alfarið, væntanlega gegn bótum. Takist það ekki er hægt að taka réttindin eignarnámi. Við fyrstu sýn er þó skynsamlegt að krefjast ítölu í þjóðlendu ef gróður þar er á undanhaldi við yfirtöku. Ítala gæti jafnvel skilað niðurstöðu um að engin beit væri heimil í þjóðlendu og þar af leiðandi þyrfti engar bætur að greiða.
Ég tel óskynsamlegt að ljá máls á því að veita afslátt af þjóðlendulögum. Aftur á móti er það mín skoðun að bændur ættu ekki að þurfi að bera halla af málarekstri. Þá vil ég vekja athygli á að þinglýsing ein og sér ákvarðar ekki um eignarrétt. Heldur skjölin sem að baki henni standa.
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2009 | 22:59 (breytt 4.6.2011 kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á landnámsöld helguðum við Íslendingar okkur landið. Á þeim tíma giltu ákveðnar reglur hvernig menn helguðu sér land til búsetu í byggð og þannig urðu til landamerki bújarða. Reglur um helgun lands til eignar utan hins hefðbundna byggðamynsturs, sem þróaðist voru aldrei settar eftir því sem best er vitað, svo sem um heiðar, almenninga og öræfi. Sú venja skapaðist snemma að bændur ráku fé til heiða til beitar. Þessi lönd voru kölluð ýmist víðlend heimalönd, afréttir eða almenningar.
Með dómi Hæstaréttar frá 28. desember 1981 í máli nr. 199/1978 varðandi Landmannaafrétt, þar sem ríkisvaldið krafðist viðurkenningar á eignarrétti á landi og landsnytjum, var komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti landið en bændur ættu óskoraðan beitarrétt á þessum afrétti og kallast það afréttarnot. Það má segja að Hæstiréttur hafi með dómi þessum kallað eftir lagasetningu um eignarhald á afréttum og almenningum eða eins og segir í dómnum: "Hinsvegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landssvæðis þess sem hér er um að ræða."
Í framhaldi af þessum dómi varð mikil umræða varðandi eignarréttindi á Íslandi. Upp úr þeirri umræðu eru lög nr. 58/1998 um þjóðlendur sett. Í þeim er þjóðlenda skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda sem íslenska ríkið á þó einstaklingar eða lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi. Á okkar tímum er verið að úrskurða um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Þegar því er lokið mætti í raun halda því fram að landnámi sé lokið.
Græðgivæðingin og þjóðlendumál eru ekki skyld mál, nema að því marki að landeigendur eru að reyna að sölsa undir sig hálendið og ýmsar auðlindir svo sem fallorku og jarðvarma sem óvissa ríkir um eignarhald á. Fjármálaráðherra er einungis að fara að lögum varðandi þjóðlendumál sem honum ber skylda til. Því er algerlega vísað á bug að ríkisvaldið hafi ráðist á eignaréttinn eins og sagt er í fréttinni. Landeigendur hafa farið fram með ofstopa nú upp á síðkastið í þjóðlendumálunum. Það eru dómstólar sem endanlega skera úr þessum málum og við það verða allir að una. Bæði landlausir og landeigendur.
![]() |
Í sárum eftir átök við ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2009 | 19:56 (breytt 24.2.2024 kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. febrúar 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 63
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 477
- Frá upphafi: 601825
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar