Skemmtilegur leikur

Það var gaman að vera í Höllinni á leik KR og Stjörnunnar nú síðdegis. Stjörnumenn voru fylgnir sér og spiluðu flottan leik, nýttu vítaköst vel og voru frábærir að taka fráköstin. Þeir sýndu skemmtilegar og frumlegar leikfléttur og voru hinir djarfmannlegustu.

KR-ingar sýndu ekki nógu mikla aðgæslu, virkuðu trekktir og tvístraðir og var ekki laust við að stundum væri fát á þeim. Vitanlega áttu þeir góða kafla.

Svipurinn á leiknum var góður frá sjónarhóli áhorfanda og þetta var á heildina litið vel leikinn körfuknattleikur og hin besta skemmtun.


mbl.is Stjarnan er bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband