,, Aftur kemur vor í dal"

Myndin með fréttinni er af kúm á Höllustöðum í Blöndudal í Svínavatnshrepp. Sér þar yfir að Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Á þessum slóðum var elsta búnaðarfélag landsins stofnað Jarðabótarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhliðarhreppa stofnað 1842. -  64 árum seinna fengu Íslendingar sinn fyrsta ráðherra 1906.

Félagslög Búnaðarfélags Svínavatnshrepps frá 1842, dugðu mönnum nokkuð vel í ráðherra og ráðuneytisleysinu. Þegar ég varð formaður félagsins 1979 fór ég að leita að félagslögunum og þá höfðu þau verið að mestu óbreytt frá félagsstofnun og gekkst ég fyrir því að félaginu væru sett ný lög.

Eftir því sem sögur herma var alla tíð mikill félags- og framkvæmdahugur og gleði í bændum á þessu svæði og öll störf gengu vel fyrir sig, þrátt fyrir ráðherra og ráðuneytisleysið.

Það er spurning hvort ekki væri rétt að bændur hvíldu sig á landbúnaðarráðuneytinu í svona í 50 ár og athuga hvort landbúnaðurinn myndi ekki jafna sig.


mbl.is Mótmæla fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem sagan liggur við hvert fótmál

Það á ekki að segja skröksögur í kirkjugörðum heldur raunverulegar sögur. Af nógu er að taka.

Við Minningaröldur er m.a. hægt að segja frá því þegar Pétursey var skotinn niður af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni

Í skipsdagbók kafbátsins U-37 segir að hann hafi komið 12. mars 1941 að skipi sem greinilega var fiskiskip. Kom kafbáturinn úr kafi kl:18:26 og hóf áhöfnin þegar að skjóta á skipið úr fallbyssu og 37 mm hríðskotabyssu.

Hittu nú skot kafbátsmanna skipið af miklum þunga og lögðu brúna í rúst. Sáu þeir frammastur skipsins falla um borð. Skot hittu vélarrúm og gaus þar upp gufumökkur. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið ofansjávar var erfitt að koma skotum á það neðan sjólínu.

Síðan segir í leiðarbókinni ,, Tók nú að rökkva. Við færðum okkur nær og sáum þá að hlutleysisfáni Íslands var málaður  á kinnung skipsins. Skothríð hætt." Var klukkan þá 18:43.

Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið upp. Engan björgunarbát sáu þeir en þrír menn sáust á braki skipsins. Sigldi  kafbáturinn við svo búið á tólf mílna ferð til suðausturs.

Þessi texti er styttur og endursagður í Minningarriti um Pétursey IS 100 eftir færsluritara. Með skipinu fórust 10 menn og þar á meðal móðurbróðir minn Þorsteinn Magnússon skipstjóri og frændi minn Hallgrímur Pétursson stýrimaður.

Heimild: Vígdrekar og vopnagnýr eftir Friðþór Eydal


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband