Steingrímur er duglegur

Ég held að það efist enginn um það að Steingrímur J. Sigfússon sé feikna duglegur maður. Á meðan Steingrímur fer fótgangandi frá Reykjanesi til Langaness, hálendisbrúnina og öræfin og kallar niður í hverja byggð; Styðjið mig bændur, verður Framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson að fara sömu leið ríðandi með tvo til reiðar og fáir styðja Framsókn svo vitað sé.

Það er gott fyrir Steingrím að bændur styðja hann. Það er einmitt það sem Fidel Castró lagði áherslu á í byltingunni á Kúbu að njóta stuðnings bænda. Það væri viturlegt fyrir Steingrím að reyna að hæna verkalýðshreyfinguna að sér með ,, persónulegum vinskap" og blíðmælgi.

Nú þegar skýrslur herma að 10% líkur séu á að það verði greiðslufall hjá ríkissjóði væri rétt að fjármálaráðherra setti allar eigur ríkisins á Hlunnindabréf sem hann útdeildi svo landsmönnum upp úr áramótum. Þar með lægju öll eignaréttindi hjá landsmönnum persónulega og eignarétturinn er jú friðhelgur. Þetta yrði að vera séreign, sem væri ekki aðfararhæf, svona svipað og kirkjur.

Annars var ég að sjá það í einhverju glamúr tímariti að Bubbi Morthens vildi byltingu.

Hvort ætli að hann vilji að hún verði Frönsk,  Rússnesk eða Kúbversk?


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband