Almannaheill í fyrirrúmi

Þar er komið sögu okkar að hrundir eru bankar og atvinnufyrirtæki og fé vort margt týnt.

Eru þetta fyrn mikil og skaði almennings bæði tilfinningalegur og efnahagslegur og mikið rót á lífi fjölda fólks og óvissa um framtíðina.

Enn erum við Íslendingar og eigum sameiginlega tiltölulega gott land og höfum aðgang að víðáttumiklum fiskimiðum þó náttúruöflin geti stundum  verið harðdræg við landsmenn.  

Við eigum allmikla sögu í landinu, ráðum yfir löggjafarvaldi og dómstólum höfum ríkistjórn sem er að vinna að okkar málum þó umdeilt sé og stjórnarandstöðu sem er að reyna að gera gagn sem einnig er umdeilt.

Hér verður engin friður nema niðurstaða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verði leiddar fram og hið rétta komi í ljós um þetta óskaplega mál og með það farið að landslögum.

Flokkshagsmunir verði látnir víkja fyrir framtíðar þjóðarhagsmunum svo við getum öll lifað í bærilegri sátt saman.

Því hefur verið lofað að skýrslan verði birt á netinu og má búast við kvöldvökum og húslestrum fram á vor hjá almenningi um þetta efni.


mbl.is Fjölluðu um rannsóknarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hestavísur

Allt var slétt þá Rauður rann:

ruggaði toppur síður,

gatan rauk og gneistinn brann

-gangurinn var svo tíður

Jón Hinriksson

 

Blakkar frýsa og teygja tá,

tunglið lýsir hvolfin blá,

knapar rísa og kveðast á,

kvikna vísur til og frá.

Jóhannes úr Kötlum

 

Hef ég fundið heyrt og reynt

hestsins vit og snilli,

þegar ekki gat ég greint

götujaðra milli.

Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

Hófa snjöll þá heyrast sköll,

hrynja spjöll á kletta,

ærast tröll en færast fjöll

fram á völlu slétta.

Guðmundur Torfason

 

Ríður fríður rekkurinn,

rjóður, móður, vel búinn,

keyri blakar klárinn sinn

kvikar vakur fákurinn.

Gamall húsgangur 

Heimild : Ferskeytlur, Kári Tryggvason valdi, Almenna bókafélagið


mbl.is Hestar á götum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband