Bjargarlaus á Alþingi

Guðmundur Steingrímsson bauð sig fram í Alþingiskosningunum í Norðvesturkjördæmi en á heima í Suðvesturkjördæmi.

Þegar hann var spurður af hverju hann væri að bjóða sig fram fyrir norðan og vestan svaraði hann því einatt að hann ætti kærustu á Snæfellsnesi og sumarbústað í Borgarfirði. Svo hefði afi hans og pabbi verið þingmenn á þessu slóðum.

Auðvita kusum menn hann strax, þó engin hafi vitað af hverju hann var að bjóða sig fram á þessum slóðum. Frekar að hann byði sig fram í sínum heimakjördæmi Suðvesturkjördæmi sem er fjölmennasta kjördæmi landsins með um 58 þús. kjósendur.

En þar var galli á gjöf Njarðar að þar hafa menn bara 1/2 atkvæði og lítill séns að verða þingmaður þar.

Nú er Guðmundur kominn í vandræði á Alþingi og vill ekki taka þátt í málunum. Enda allir sjóðir tómir og engu fé hægt að veita til kjósenda og það er ekkert gaman að svoleiðis þingstörfum.

Úff vonandi að maður fá kaupið sitt.


mbl.is „Ég tek ekki þátt í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband