Markaðshagkerfið klári málið

,,Fjármagnskostnaður kúabúa hækkaði um 319% á síðasta ári", segir í fréttinni.

Í tölum frá Hagþjónustu landbúnaðarins er greint frá því að fjármagnskostnaður 150 sérhæfðara kúabúa sem færa búreikninga   hafi aukist um 692% milli ára.

Höfuðstóll búreiknisbúanna er að meðaltali mínus 36.796.000 kr það segir að búin eigi ekki fyrir skuldum.

Ástæður fyrir þessum skuldum er óraunhæf fjárfesting í mjólkurkvótum, vélbúnaði og byggingum. Þessi þróun hefur verið drifinn áfram af verndaðri markaðshagfræði um hagræðingu og allt væri best sem stærst og eiga sem mest af stórum vélum og mjólkurkvótum.

Sigurður Loftsson formaður Landsamtaka kúabænda segir að það sé enginn markaður fyrir þessi skuldugu kúabú.

Þegar rekstraaðili er kominn í greiðsluþrot á hann samkvæmt landslögum að ganga á fund fógeta og óska eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum.

Þannig að það er ekki alveg rétt hjá formanninum að það sé ekki markaður fyrir þessi bú.

Gjaldþrotamarkaðurinn er fyrir hendi og þar geta nýir aðilar komið og verslað eins og títt er á slíkum mörkuðum.

Ekki er óeðlilegt að uppi sé sanngjörn krafa um að markaðslögmálin séu virt til enda í þessum málum en ekki bara notuð til að komast yfir meiri mjólkurkvóta í skjóli þess að öllu verði bjargað þegar í óefni er komið.

Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem farið hafa með gát og hófsemi í sínum búskap.


mbl.is Kúabúin mjög skuldug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband