Hæpin ályktun hjá stjórnarformanni

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og stjórnarformaður Nýja Kaupþings greinir frá því í síðasta Bændablaði að Hagþjónusta landbúnaðarins hafi birt uppgjör búreikninga fyrir rekstrarárið 2008. Síðan rekur hún ýmsar tölur. 

Í samantekt greinarinnar  segir hún: Niðurstöður  úr uppgjöri síðasta árs draga skýrt fram þann fjárhagsvanda sem allur búrekstur stendur frammi fyrir og er afleiðing fjármálahrunsins síðastliðið haust.

Hér er hæpin ályktun dreginn af atvikaþróun. Reynt er að kenna hruninu um hvernig komið er fyrir hluta bændastéttarinnar þ.e.a.s. þeirra sem eru með stóru, svokölluð hagræðingarbú. Markmiðið er augljóst. Nota hrunið sem átyllu til að afskrifa gríðarlegar skuldir hluta bændastéttarinnar.

Í fyrsta lagi var rekstrarárið 2008 að verða búið þegar hrunið varð og flestar lykiltölur komnar inn. Að vísu er hækkun fjármagnsliðar ótrúlegur milli ára og stafar af miklum skuldum þegar skellurinn kemur og gengismismunar væntanlega.

Í öðru lagi er ástæða mikillar skuldasöfnunar hluta bænda, óviturleg kvótakaup á háu verði, fjárfestingar í vélum búnaði og byggingum.

Í þriðja lagi er þessi skuldaþróun búin að eiga sér stað lengi og svipar mjög til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi og hefur verið kölluð hagræðing.

Árið 1998 voru bú með 156.000 lítra mjólkur með jákvæðan höfuðstól á efnahagsreikningi, en árið 2002 var höfuðstóll orðinn neikvæður og ekki hefur ástandið batnað.

Ég hef það fyrir satt frá gætnum og ráðdeildarsömum bændum að þeir séu nú ekki hrifnir yfir því að vissir aðilar eigi að fá gríðarlegar skuldir afskrifaðar og gúkna yfir miklu framleiðslumagni af mjólk vegna glannaskapar í fjárfestingu. Íslenskir bændur hafa að öðru jöfnu verið gætnir og það talist dyggð.

Vissulega eru þessar skuldir áhyggjuefni en það má ekki breiða yfir það sem gerst hefur í þróun landbúnaðar undanfarinn ár. Framtíðin verður að skera úr um hvort rétt þróun hafi verið leidd fram.

,,Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg", það er alltaf spurningin?


mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband