Kaupeyrir

Það er sjálfsagt margvíslegur kaupeyrir sem Íslendingar hafa notað til að gleðjast við þegar þeir hafa staldrað við erlendis.

Þegar ég bráðungur maður var farmaður á kaupskipi kynntist maður allskonar viðskiptum, en þá voru engin kredit- eða debetkort til.

Eitt sinn vorum við staddir í hafnarborg í Póllandi nánar tiltekið Stettin. Vildu menn fara að skemmta sér. Aðstæður voru hinsvegar þar svipaðar og nú eru á Íslandi að maður mátti ekki fara með gjaldeyrir upp í land. Aukin heldur var höfnin girt af með víggirðingu og gættu vopnaðir verðir hliðanna sem farið var í geng um. Voru þeir með riffla með byssustingjum og leituðu á mönnum.

Tveir fóru upp í þykkum vetrafrökkum í land um hásumar í blíðskaparveðri. Spurði ég stýrimanninn hvað þetta ætti að þýða  að fara í frakka í steikjandi hita. ,, Þeir mun afklæðast" svaraði stýrimaðurinn.

Einn  fór með 2 pund undir gómum fölsku tannanna. En fyrir  slík fé var hægt að skemmta sér talsvert því upp í borginni var svartur markaður með gjaldeyrir.

Einn ungan mann þekki ég sem fór í þessum forláta Chliff Ricarhards jakka og nýrri nylonskyrtu og kom til baka með gardínu um hálsinn og þótti vörðunum það heldur kátlegt.

Já náttúruöflin hafa verið Íslendingu oft brösug til sjós og lands, það verð ég að segja.


mbl.is Stjórn KSÍ aðhefst ekki frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband