Bíla-Bergur sögur III

 

 Númerin klippt af jeppa Björns á Löngumýri

Bergur Arnbjörnsson frá Akranesi var bifreiðaeftirlitsmaður á Vestur- og Norðurlandi. Hann neyddist eitt sinn til þess að klippa númerin af jeppa Björns á Löngumýri þar sem hann stóð fyrir framan Hótel Blönduós vegna þess að hann hafði ekki verið færður til aðalskoðunar. Þegar Björn kemur út af Hótelinu benda menn honum á að Bergur hafi klippt númerin af jeppanum.

,,Ég hlýt að komast heim á jeppanum númerslausum, haldið þið það ekki" segir þá Björn  og ekur fram Svínvetningabraut. Bergur og aðstoðarmaður hans Backmann frá Borgarnesi frétta þetta og elta hann. Þegar Björn kemur heim skipar hann öllum börnum og hjúum sínum að fara inn í bæ og halda sig innan dyra.  Sjálfur fer hann út í fjós. Þar átti hann þrælmannýgt naut. Þegar þeir félagar Bergur og Backmann koma akandi niður heimreiðina sleppir Björn nautinu út. Nautið var mannýgt og snýr sér þegar að bíl eftirlitsmannanna og höfðu þeir engin tök á að fara út úr bílnum við þessar aðstæður og þóttust góðir að sleppa með bílinn óskemmdan í burtu.

Heimild:Munnmælasaga, hugsanlega sett saman úr tveim aðskildum atburðum.

 

 

 


Bloggfærslur 17. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband