Allt ætlaði að verða vitlaust hér um árið þegar Halldór Blöndal skrifaði Hæstarétt, var hann þá ekki forseti Alþingis? Talið var að það bryti í bága við þrískiptingu ríkisvaldsins.
Nú skrifar Hæstiréttur Alþingi bréf og ber sig illa vegna peningaleysis. Er það í lagi?
Verður Alþingi ekki bara að virða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og skera hlutfallslega niður fjárframlög?
Er ekki komið að því að við verðum að fara að vinna í sjálfboðavinnu einhvern tíma til að koma störfunum af og láta þjóðfélagið virka?
Frjálshyggju og hægri menn hafa löngum gert gys að Kúbumönnum. Nú erum við að verða Kúba norðursins.
Kúbverjar hafa þann háttinn á að læknar, verkfræðingar og aðrir sem eiga heimangengt, fara til starfa í öðrum löndun og afla fjár og koma með heim til almanna þarfa. Hér flýja menn land út af sérhagsmunum og hafa enga þjóðarvitund og ríkisstjórnin snýst í kring um Icesave og ESB.
Okkur vantar foringja til að tala þjóðina saman og að hún skilji að hún sé þjóð, en hver heimti ekki af öðrum.
![]() |
Neyðarkall frá Hæstarétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2009 | 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úr dómi héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 12. nóv.2009 mál nr. E-5373/2008:
,,Þá kveða stefnendur að elstu heimildir um jörðina Óttarsstaði séu frá 1379. Hafi hún, að minnsta kosti að hluta, komist í eigu Viðeyjarklausturs 9. september 1457. Um miðja 16. öld hafi jörðin komist í konungseign. Óttarsstaðir hafi verið seldir úr konungseign 28. ágúst 1839 og verið í einkaeign síðan. Kveða stefnendur að jörðin Óttarsstaðir II hafi verið óslitið í eigu sömu fjölskyldunnar í tæpa öld og hafi eigendaskipti orðið fyrir arf og skipti. Óttarsstaðir I hafi hins vegar komist í eigu núverandi eigenda árin 1974 og 1999".
Í dómnum er rakinn viðburðarsaga og atvikalýsing frá því álverið í Straumsvík var reist og röksemdir stefndu og stefnendu, með og móti.
Mál þetta er forvitnilegt út frá almennum sjónarmiðum um hvað má menga og hvað má ekki menga. Hver á að bera ábyrgð á menguninni og bæta hana fari hún yfir ákveðin mörk svo eigandi jarðnæðis fær ekki notið eignaréttarins?
Hvað með hinn almenna borgara sem dregur hina ósýnilegu mengun niður í lungun?
Svo eru þau sjónarmið að álverið hafi staðið sig varðandi að menga sem minnst og því hafi verið spáð að allt lyng mundi drepast í kring um álverið sem ekki hafi orðið raunin.
Um þetta og fleira snýst náttúru-og umhverfisvernd og verndun andrúmsloftsins sem er sífellt viðfangsefni stjórnmála.
Mest er ég hissa á að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að aka mold og jarðefnum í hraunið kring um álverið og planta þar skógi.
![]() |
Engar bætur vegna mengunar frá álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2009 | 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. nóvember 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 273
- Sl. sólarhring: 316
- Sl. viku: 671
- Frá upphafi: 601755
Annað
- Innlit í dag: 233
- Innlit sl. viku: 572
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar