Búktalari á Alþingi

Hver man ekki eftir Baldri og Konna. Baldur hafði Konna, sem var brúða og sat á hnjám Baldurs og talaði en það var í raun Baldur sem talaði án þess að hreyfa varirnar,en  Konni talaði með skrækróma tóni. Þetta er kallað búktal.

Nú er kominn fram nýr búktalari og situr hann á Alþingi Íslendinga. Nú getur útgerðaaðallinn talað í  gegn um þennan aðila. Fer búktalarinn þá í pontu á Alþing og skrækir eitthvað sem er útgerðaraðlinum þóknanlegt. Og er þetta gert til að hræða almenning.

Heimild til veðsetning aflaheimilda á sínum tíma var mjög alvarlegur gjörningur og er vafa undirorpið að sé löglegt.

Úr lögum um fiskveiðistjórnun:

1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum".

Það hefur nefnilega aldrei verið hægt að veðsetja það sem maður á ekki.

Áform um fyrningar aflaheimildar verður gerð á löngum tíma - 20- árum og á þessum tíma á útgerðin að geta greitt smátt og smátt af skuldum sínum. Nú ef ekki, þá er hún sjálfdauð og við því er ekkert að gera. Og þá koma bara nýir aðilar til sögunnar.

Jafnframt þessari niðurgreiðslu skulda getur útgerðin önglað inn nýjum aflaheimildum jafnóðum og þær losna til leigu. Þær verða auðvitað settar í nýtingu. Það er ekki hugsað að fyrndar aflaheimildir verði ekki notaðar og geymdar bak við hurð í sjávarútvegsráðuneytinu.

Fyrndar aflaheimildir hafa aðra stöðu en t.d fyrnt skip sem ryðgar og er ónýtt. Aflaheimildirnar halda áfram að verða til. 

Það væri mannsbragur af háttvirtum þingmanni Eygló Harðardóttur að standa með þjóðinni að ná fullum yfirráðum yfir sjávarauðlindinni , fremur en að stunda búktal á Alþingi.


mbl.is Fyrning setur fjárhag Landsbankans í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband