Stríðsskaðabætur

Vegna hugsanlegs málatilbúnaðar til dómstóla á hendur viðsemjendum okkar út af Icesave og öðrum óuppgerðum málum við Evrópumenn, vil ég að eftirfarandi viðauki verði settur inn í Icesavesamninginn;

- Á heimstyrjaldarárunum seinni 1939-1945 misstu Íslendingar 50 skip, samtals 9202 brúttólestir og 484 manns sem rekja má til styrjaldarátakanna.

Viðurkennt er að fiskflutningar Íslendinga til Bretlands til að halda lífi í Englendingum á meðan á styrjöldinni stóð, breyttu gangi styrjaldarinnar Bandamönnum í hag.

Samningsaðilar eru sammála um að dómkveðja óvilhalla menn til að meta ofangreint tjón íslensku þjóðarinnar, vegna þessara fiskflutninga.

Verði sú upphæð tekinn inn í Icesave-uppgjörið og notuð til skuldajöfnunar og verði greitt að hluta af Evrópusambandinu, þar sem stríðsaðilar í seinni heimsstyrjöldinni og orsakavaldar af þessu tjóni, eru nú félagar í ESB.

Auk þess sem litið verði á þessar bætur sem jöfnunarbætur til handa Íslendingum fyrir þann upphafsskaða sem þeir hafa mátt þola, vegna ófullkominna og óboðlegra reglna ESB um frjálst fjármagnsflæði milli landa, sem þjóðir Evrópu eru að verða vitni að og á samskonar skaði eftir að breiðast út um alla Evrópu, verði eigi að gert-.


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband