Umþóttunartími

Afskriftir skipa og veiðarfæra og greiðslu skulda á að haldast í hendur við niðurfærslu aflaheimilda. Það hefur enginn sagt að allar veiðiheimildir ættu að fyrnast á morgun.

Ef fyrningin tæki t.d. 20 ár hefur útgerðin 20 ára umþóttunartíma til að greiða hægt og sígandi niður skuldir ár frá ári.

Lífi útgerða er ekki hætt eftir 1 afskriftaárið. Allar útgerðir hefðu jafnan möguleika til að endurnýja aflaheimildir með því að leigja þær af eigandanum, þ.e. þjóðinni, jafnóðum og þær væru innkallaðar.

Þannig gætu útgerðir byggt upp fiskveiðiheimildir á nýjum, traustum og farsælum grunni í sátt við þjóðina.

Síðan munu menn endurnýja skip og búnað eins og títt er í atvinnurekstri.

Það er nefnilega stefnt að áframhaldandi sjósókn Íslendinga. Og það eru alltaf nýjar hendur á lofti til að vinna störfin.

P.s. Svo er spurningin með afskriftasjóðina? Hvað varð um þá í útgerðinni?  Árlega má færa til gjalda 10% fyrningu af vélum og búnaði og 5% af fasteignum sem eiga færast í afskriftasjóði, annaðhvort til greiðslu skulda eða til endurnýjunar.

Hvar er þetta fé?


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdavalds-Alþingismenn?

Alþingismenn Framsóknarflokksins hafa verið í Noregi til að ræða og kanna um hugsanlega möguleika fyrir ríkissjóð að fá lán vegna erfiðleika hér á Íslandi.

Þjóðfélagsvaldi er þrískipt hjá okkur Íslendingum, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Alþingismenn eru kjörnir til setu á Alþingi til löggjafarstarfa, að setja þjóðfélaginu lög til að fara eftir og hlutast til um að hér sé starfhæf ríkisstjórn.

Dómsvaldið er í höndum dómstóla og dómara sem dæma eftir lögum.

Framkvæmdavaldið er ef til vill loðnara hugtak. Um það segir Björn Þ. Guðmundsson í bókinni, Lögbókin þín;

,, Framkvæmdarvaldið er einn af þremur þáttum ríkisvalds. Hugtakið er ekki skilgreint í ísl. stjskr., en eðli máls skv. og venju táknar framkvæmdarvald fyrst og fremst vald til að halda uppi lögum og allsherjarreglu og umboð til að vera í fyrirsvari fyrir ríkið bæði inn á við og út á við. Framkvæmdavald er þannig einskonar samnefnari fyrir alla opinbera stjórnsýslu, sem hvorki verður flokkuð undir löggjafarvald né dómsvald".

Alþingismenn Framsóknarflokksins virðast því vera án lagaumboðs í þessari Noregsför og hafa ekki þá stöðu í stjórnsýslunni sem nauðsynleg er. Þeir hafa ekki verið kosnir af Alþingi eða skipaðir af ráðherra til þessarar utanfarar. Þá er rétt að spyrja um kostnað af ferðinni og hver ber hann bæði farmiðum, dvalarkostnaði og sérfræðiaðstoð?

Eina færa leiðin sem Alþingismenn Framsóknarflokksins hafa til að hreyfa þessu máli er að flytja þingsályktunartillögu á Alþingi, þar sem starfsvettvangur þeirra er, um að fela ríkisstjórninni að sækja um lán að tiltekinni upphæð til norskra stjórnvalda.


mbl.is Plan B framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband