Fundarboð

Boðað er til skyndifundar í Framsóknarfélagi Seylustrandarhrepps vegna þeirra alvarlegu stöðu sem upp er kominn, vegna svokallaðra Noregslána og hugsanlegra afleiðingar leikfléttu nokkurra ótilkvaddra þingmanna í því máli á fylgi flokksins.

Í annan stað verður rætt um áformaðan brottrekstur nokkurra flokksfélaga sem tengdir er hruninu og gætu skaðað atkvæðahagsmuni flokksins til langra framtíðar verði þeir áfram í flokknum.

Leitað er afbrigða um löglegan boðunartíma fundarins, en hann skal eigi vera skemmri en 3 sólarhringar.

Er bændum gert skylt að standa strax upp af búum sínum og mæta til Lögleiðavalla eigi síðar en í birtingu í fyrramálið og hafa með sér nesti.

Á fundinum eru menn og konur beðin að leggja allan ágreining til hliðar um smærri málefni og einbeita sér að þessu leiðindamáli sem hefur riðið húsum undanfarið og verður það leitt til lykta með góðu eða illu á fundinum og aungvar málamiðlanir gerðar.

Stjórn 

Framsóknarfélags Seylustrandarhrepps.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband