Hausttónleikar Karlakórs Kjalnesinga í Guðríðarkirkju

Við hjónin fórum á hausttónleika Karlakórs Kjalnesinga í Guðríðarkirkju í Grafarholti í dag . Söngstjóri kórsins er Páll Helgason.

Söngskráin var létt og skemmtileg: Byrjaði var á því að syngja, Kvöldið er fagurt, og svo komu lögin hvert af öðru, Bellmann; Fyrst ég annars hjarta hræri og Logn og blíða. Angurvært lag, Hún hring minn ber, þar sem kórinn hafði 5 manna hljómsveit við undirleik. Síðan kom lagið; Rauðar rósir, þar sem saxófónninn gegndi stóru hlutverki. Lagið, Þórður sjóari var hressilega sungið. Síðan komu tvö lög; Tamning írsk þjóðlag og loks, Blakkur, erlent þjóðlag svona vestra ívaf eða með indíánaáhrifum. Einsöng í því lagi söng Sigurður Hansson öflugur tenór en má gæta sín á tónrými hússins.

Eftir hlé var maður allt í einu kominn upp á Arnarvatnsheiði með Jónasi við Réttarvatn. Síðan kom sænsk þjóðvísa; Til austurheims. Þar steig á stokk kvartett úr kórnum. Ágætur söngur en tenórinn hefði mátt koma inn á örlítið breiðari tón og um tíma virtist sem kvartettinn ætlaði ekki að ná því að syngja sig saman, en allt náðist þetta að lokum. Kvartettssöngur er oft vandmeðfarinn.

Uppáhaldssöngkona mín, Guðrún Gunnarsdóttir, söng tvö lög með kórnum, Heillandi vor og Kveiktu ljós. Hún er sannkölluð undradrottning í söng og puntar upp á kórinn og takturinn hjá henni og kórnum í seinna laginu, maður, það var nú ekkert smávegis. Síðan komu tvö lög ágæt og rösklega sunginn af kórnum. Lagið, Ég er kominn heim, gamalt vangadanslag sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt hér í den, var flott hjá kórnum og þar naut hann aðstoðar hljómsveitarinnar og enn naut saxafónninn sín vel. Þarna var í fyrsta sinn sem bassinn var látinn taka verulega á. Að lokum söng Jóhannes Freyr Baldursson amerískt lag; Ég fann þig, ágætlega melódískur söngvari.

Kjalnesingar eru þekktir fyrir það að hafa mörg aukalög, eins og bændur í réttum, og það brást ekki í þetta sinn. Sönggleðin var í fyrirrúmi eins og endranær og blóm veitt á báða bóga í lokinn við dynjandi klapp þakklátra gesta.

Heildarsvipur söngsins var góður og kraftmiklar tenórraddir, má jafnvel segja himinbjartur tenórkarlakór. Bassinn mætti koma öflugri inn og oft saknaði maður meiri blæbrigða þar sem bassinn léki stærra hlutverk. Hljómsveitinn var vel skipuð og taktföst. Söngstjórinn stjórnaði kórnum af einurð og festu og upplýsti jafnóðum um sönglög með gamansömu ívafi. Hljómburður er með ágætum í Guðríðarkirkju.

Nýr diskur Karlakórsins, Glaðningur, er nú fáanlegur hjá Hlín Blómahús og á þjónustustöðvum N1

Kærar þakkir fyrir góða skemmtun.

 


Morgunblaðið reifar tíðindi

Ég vil þakka Morgunblaðinu fyrir að koma með báðar hliðar á þessu máli.

Mér sýnist Framsókn komin í bullandi vörn með þetta mál.

Best væri að forsætisráðuneytið sendi dreifibréf inn á hvert heimili til staðfestingar í þessum málum.

Það er ljótt af Framsóknarmönnum að segja ósatt um frændur okkar, Norðmenn, og getur spillt fyrir þjóðarhagsmunum Íslendinga í framtíðinni og samskiptum landanna.


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðleg framsetning

Það er virðingarvert að allir reyni að nota áhrif sín til að vinna að hagsmunum Íslendinga í þeim erfiðu aðstæðum sem við erum nú bæði heima og erlendis.

Þó svo öll ákvarðanataka sé formlega  hjá framkvæmdavaldinum um lántökur og formleg samskipti er það ekki bannað að stjórnmálamenn leiti hófanna um aðstoð.

Ég veit náttúrlega ekkert hvað forsætisráðuneyti hafi gert varðandi bréfaskriftir við Norðmenn varðandi utanför Framsóknarmanna og hvert innihald bréfanna hefur verið. 

Það er tímabært að það sé upplýst svo hið rétta komi í ljós.

Framsóknarmenn verða að greina á milli annarsvegar eigin atkvæðaveiða og að skapa sér betri víglínu í pólitík og hinsvegar raunverulegra starfa að þjóðarhagsmunum.

Svo verður Morgunblaðið að vanda sig svo hið rétta komi í ljós. Það er enn þá blað allra landsmanna, er það ekki rétt eftir haft?

Mér finnst framsetning þessarar fréttar óboðleg og legg ekki trúnað á að hægt sé að panta bréf frá erlendu ríki sem þjóni einhverjum annarlegum tilgangi um skemmdarverk á íslenskum hagsmunum.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband