Þorsteinn H. Gunnarsson

Höfundur er búfræðikandídat; fv. sjómaður, búnaðarráðunautur og bóndi í aldarfjórðung. Býr núna í Kópavogi og er afi átta barnabarna.

Ég heiti Þorsteinn Hallgrímur Gunnarsson og er fæddur að Stað í Skerjafirði 1946. Heiti eftir Þorsteini og Hallgrími skipstjórnarmönnum á línuveiðarunum Pétursey ÍS 100 sem var skotin niður af þýskum kafbát í seinni heimstyrjöldinni.


Ólst upp í Laugarnesi til 7 ára aldurs. Fór í sveit 8 ára gamall og ólst upp í fallegum burstabæ úr torfi öllum viðarklæddum að innan. Vann við öll almenn sveitastörf til 16 ára aldurs.


Landspróf frá Reykjaskóla 1964. Las búfræði við Hvanneyraskóla og lauk þaðan búfræðikandídatsprófi 1970.

Var starfsmaður Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga frá 1968-1974, sem túnamælingamaðurm kortagerðarmaður, búfjárræktarráðunautur og sæðingamaður. Bóndi  á Syðri-Löngumýri frá 1976- 1986 og á Reykjum á Reykjabraut frá 1986-1999.


Forseti Búnaðarfélags Svínavatnshrepps 1978-1981, í stjórn Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1986 og formaður 1995-1999, formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1976-1979, formaður Alþýðubandalagsfélags Blönduóss og nágrennis og sat í miðstjórn Alþýðubandalagsins um skeið, stjórnarmaður í Sölufélagi Austur-Húnvetninga 1980-1983


Var messi á M/S Öskju frá Reykjavík. Háseti á Lofti Baldvinssyni frá Dalvík eina vetrarvertíð undir Jökli. Háseti M/S Ísborg ÍS 250 gerð út frá Reykjavík eftir að henni var breytt í flutningaskip. Lauk skipstjórnarprófi 1998 fyrir skip að 30 brl. með ágætiseinkunn og verkstjórnarnámskeið 1998.


Formaður Húsfélags Safamýri 34 og formaður Húsfélags Safamýri 34-38 um árabil. Tók þátt í stofnun og andófi Bændafélagsins Rastar, sem gagnrýndi búvörulögin nr. 46 frá 1985, þegar kvótakerfi í landbúnaði var sett á. Var einn af hvatamönnum samantektarritsins Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands eftir prófessor Sigurð Líndal, sem félagið gaf út í samvinnu við Orator, félag laganema við Háskóla Íslands.


Er óflokksbundinn en aðhyllist frjálslynda jafnaðar og samvinnustefnu þar sem einstaklingar og félög geta notið eigin ágætis og afraksturs vinnu sinnar og hugmynda en beri jafnframt ábyrgð á sér og samfélaginu sem búið er í.


 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þorsteinn H Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband