Baráttufundur samtaka ungra bænda

Baráttufundur samtaka ungra bænda var haldin í Salnum í Kópavogi 26. okt., 2023 undir heitinu Seinna er of seint. Ég vissi ekki um þennan klofning Bændasamtaka Íslands í eldri og yngri deild sem blasir við. Þetta er eins og í farskólanum í gamladaga.

Ég ætla nú að lýsa fundinum aðeins,eins og hann kom mér fyrir sjónir, en það verður ekki hægt að fara ofan í framsöguerindi.

Fundinum var stillt upp þannig að flutt voru 10 erindi. Fundarstjóri var tilnefndur af formanni samtakanna, nefndur Bjarni og tók hann við fundarstjórn. Engin fundarritari  var kosin, enda allt fundarefnið tekið upp.

Gert var ráð fyrir að pallborðsumræður yrðu og kallað eftir spurningum úr sal. Alþingismenn skipuðu hóp þeirra sem svara áttu.

Ragnar Árnason hagfræðingur er tiltekinn á gagni sem afhent var við inngöngu, Hann var ekki með framsögumönnum eins og maður hélt  og eins og hann var presinteraður  í bæklingnum.

Framsöguerindin voru flutt og um miðjan fund var gert ráð fyrir umræðum framsögumanna, gesta í stjórnmálum sem voru alþingismenn að ég held  frá öllum flokkum. Orðið var ekki gefið laust þannig að fundarmenn gætu almennt tjá sig og farið í pontu, enda hefði það svo sem verið til að æra óstöðugan.

Fundarstjóri stóð sig vel að hafa góða stjórn á fundinu og koma í veg fyrir langar ræður með fyrirspurnum.

Framsögumenn gerðu mjög vel grein fyri efni síns viðfangsefnis í framsögunni. Þannig að fundarmennum gátu fljótt áttað sig á þeim aðstæðum sem þetta unga fólk var að kynna. Það sem vakti  aðhygli var hversu góðir frumælendur allir voru og sett mál sitt vel og skipulega framm og voru hraðmælskir.

Þarna var svo sannarlega mikill mannauður á ferðinni, ákveðinn í sinni framsetningu og samhent að lýsa ástandinu eins og það er í raunveruleikanum.

Það hefur löngum verið þekkt að bændum er illa við að skulda, en nú eru aðstæður þannig að ef þú ætlar að standast þá raun að vera bóndi með nægjanlega framleiðslu til að hafa afkomu, verður skuldsetningin ægileg.

Upp úr miðri síðustu öld og fyrr komust bændur yfir þann þröskuld að byggja mest sjálfir penigshús sín og íbúðarhús, með liði sínu og hjálp sveitunga eftir atvikum.

Nú eru bændur settir í þá klemmu að þurfa að vera komnir í nýtísku lausagöngufjós og allt sem því fylgir. Fjósið kemur í gámi og gera svo vel og borga. Eðlilegt væri að þeir sem setja þessar íþyngjandi reglur veltu því fyrir sér hvernig á að fjármagna dæmið. Kvöð sem lögð er á bændur um að vera kominn  í fjós sem falla að nútíma kröfum í dýravelferð, fyrir ákveðin frest hangir yfir bæjardyrum og bændur eru minntir á þetta í vöku og draumum.

Vextir eru ægilegur baggi og búið að leggja Stofnlána deild landbúnaðarins, niður, en hún veitti lán sem voru svo lítið greidd niður með einhverju gjaldi sem allir bændur voru rukkaðir um og voru hagstæð.

Vélarnar eru orðnar svo stórar og dýrar að ekki er hægt með góðu móti að athafna sig á þröngum túnum og ræktun og ekkert hægt að borga af þeim.

Ég ætla nú ekkert að far að grafa mig niður í framsöguerindin því til þess hef ég ekki tíma. Bændablaðið vinnur sjálfsagt úr þessum málum og kemur þeim á framfæri við almenning.

Lítið hefur farið fyrir þessum fundi á almennum vettvangi og hef ég t.d ekki fengið möguleika til að finna einhverja frétt hér á mbl.is. til að tengja við, eins er með vefmiðla aðra en sjálfsagt hefur eitthvað farið fram hjá mér.

Það sem hættulegt er fyrir þjóðina er, að ef þessar fréttir eru svona kolsvartar og réttar og allt lendi fjölda gjaldþrotum svo að bankarnir eignist góssið, þá verður varla settur á fót kreppulánasjóður eins og í gamladaga til að hjálpa þessum bændahópi.

Bankarnir munu selja hæstbjóðanda góssið og hverjir eru það sem mundu kaupa? Erlendir auðmenn og framleiðslu fyrirtæki og ef það er ætlunin að svo verði, er besta að stjórnvöld segi það strax og upphátt.

Síðast spurning er þá hvernig kom öll hagræðingin sem átti að eiga sér stað með  setningu búvörulaganna að heimila að bændur gætu selt hver öðrum kvóta, kom út?

Er sú hægræðing einhver staðar að skila sér? Eru neytendur þá í bullandi sæluvímu yfir verðinu? 3 milljarða gátu þeir reiknað sem hagræðing átta skila sér við fækkun afurðastöðva. Hver fær hana eða liggur hún bara í vegkantinum.

Auðvitað verður að laga framleiðslukerfið nýjum tímum, en varla er hægt að hefja samkeppni  með hluta landbúnaðarins í gjaldþrotum, eða hvað ?

Í þeim aðgerðum sem þarf að að gera geta þær varla orðið öðruvísi en sértækar einhvern vegin. Ekki er hægt að færa skuldir niður á línuna. Áburðarhækkanirnar hafa verið úr öllum takti við kaupgetu þessara bænda sem hér um ræðir, en eitthvað fengu bændur í styrki,  þar og lítð rætt um það hvernig því var skipt.

 


'' Þeir skiptust á skotum''

Ísraelar vinna þetta eins og í búskapnum, þar sem árstíðirnar reka menn áfram. Þetta verður eins og í búskapnum, nú er komin sauðburður og svo þarf að bera áburð á völlinn, þá þurfum við að bera stærri skot yfir víglínuna og á völlin til þeirra kannski verður þetta eins og sagt var í fréttum í gamladaga þeir skiptust á skotum yfir víglínuna og þá héldu unglingar að þeir hefðu hlaupið með skotinn yfir víglínuna og svo til baka með óvinaskotin. Þessa aðferð væri kannske hægt að þróa betur, þá mundi engin meiða sig eða deyja. Ég spyr: Hver er staða Krists á þessum vettvangi. Er ekki bara hægt að gefa pásu á meðan allt er í rólegri kantinum og bílarnir affermdir. Skotunum raðað eins og í músafaraldrinum hér um árið og gamli kötturinn gat ekki étið allar mýsnar og tók þá upp á því að stafla þeim í bunka eins og sannur pakkhúsmaður!!! 

Eða mætti ég spyrja, er maðurinn ekki eins vel gefinn og mýsnar?

En það felst mikil kurteis í þessum vinnuferli, bara uppfæra þetta eins og leiðarkerfi Strætó.


mbl.is Ísrael færir sprengjuárásir upp á næsta stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ármaður Alþingis = umboðsmaður Alþingis

Sú niðurstað sem komin er í þetta Bjarna Ben mál er vafalaust rétt. Umboðsmaður kemst ekki lengra. Það eru stjórnmálin sem ganga frá þessum göngutúr Bjarna milli ráðuneyta.

Það er ekkert ólöglegt við að skipta um ráðuneyti og kallast hrókering og er meirihluti væntanlega fyrir niðurstöðunn þó verður því trauðla vísað í einhvern kanal sem þingið gæti unnið í. En Umboðsmaður er valdalaus en getur haft áhrif með rannsókn á málum sem enda svo með birtingu sisvona og allir verða að fara eftir. Ráðherra getur haft skoðun á því hvort það sé rétt eða ekki, það breytir ekki stöðunni.

Mér finnst betra orð yfir Umboðsmaður Alþingi, Ármaður= Alþingis. Spurning hvort hann ætti að komast eitthhvað lengra, með mál heldur en að skilja stjórnarandstöðuna svona í uppnámi að hún fer bara að hlægja.

Svo er til Umboðsmaður borgarbúa. Hann hefur einu sinni komið  með gott álit sem ég er hrifinn af. Málið varðaði skipulagslög. Þar rakti umboðsmaður snerru eins borgarbúa við skipulagsyfirvölda.

Umboðsmaður borgarbúa rakti málið eins og það lág fyrir og gaf fyrir mæli um að setja málið á upphafsreit. Þá gerðist ekkert í málinu og það varð umkomulaust. Þá varð málið eins og í Hrafkelssögu að það var engin til að ganga frá málinu og hafa afl til að framkvæma það sem upp á vantaði fyrir þann, sem hafði betur í málinu.

Eins virkar málið um misvægi atkvæða til kosning Alþingis .Það er hægt að kæra slíkt mál til Alþingis. Þá úrskurðar Alþingi um málið. Alþingismenn geta talað um það í almennri umræðu. En kærandi hefur enga aðkomu meir að kærunni. En það er engin sérstök leið í lögu til að koma slíku máli áfram í stjórnarskránni. Alþingi úrskurðar slík mál í fljóheitum, ef þeir fatta það og samþykkja kjörbréf þingmanna, borgarinn stendur uppi með enga efnislega niður stöðu. Kjósandinn gæti setið uppi með fjórðung úr atkvæði eða hálft atkvæð allt eftir hvað kjördæmi hann hefur búsetu  í.

Svo er merkilegt þegar menn  sem koma nálægt svona málastappi í skipulagsmálum að ef þeir lenda í erfiðleikum í  málum og þau eru snúin þá fara þeir að tala um það í sínu umhverfi að hluteigandi eigi ekki lögvarða hagsmuni og það eigi að duga til að gera ekkert.

Sem er sérkennilegt. Ég hélt að borgararnir ættu yfirleitt lögvarða hagsmuni að farið væri að lögum og sjórnarskrá.


mbl.is „Þetta er náttúrulega bráðfyndið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásgeir þarf að komast í bata, hugleiðing leikmanns.

Ásgeir Jónsson kom með öðrum hætti inn í seðlabankann en fyrirrennarar hans. Hann var ekki að hrekjast úr öðru starfi og fá seðlabankastjóra starfið sem björgunar hring frá stjórmálaafli sem hafði áhyggjur að viðkomandi væri að sogast í burtu og hefði ekkert fyrir sig að leggja sem hæfði stöðu hans í samfélaginu og þá væri ekki hægt að hafa gagn af honum til að toga í spotta.

Ég held að Ásgeir sé þar sem hann er, kominn vegna eigin verðleika og menntunar sinnar og hafi löngun til að gera vel. Menn horfðu mjög gagnrýnum augum á hann og spurðu auðvitað hvort hann hefði nokkuð í þetta að gera.

Ásgeir gerði það sem ekki allir mundu hafa að gerat,  grein fyrir að hann átti í erfiðleikum með stam og gat litið út eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að segja. Hann er alveg eða að nokkru leiti kominn yfir það. Enda lærur maður hvað þetta varðar.

Valgeir Magnússson kemur hér með hugleiðingar eins og góður kennari við héraðskóla sem sér góða pósta í nemanda sínum og vill leiðbeina honum inn á rétta braut og mér sýnist ekkert vont búa þar undir.

Fyrir  mér birtist Ásgeir eins og hann væri á hraðri leið inn í stjórnmálin og þyrfti að taka Kleppur hraðferð .Kleppur hraðferð var ekkert sérstaklega hugsaður fyrir vistmenn á Kleppi heldur íbúa úr Kleppsholi og í mínum augum var vagnin mesta hraðferðin í flota SVR, sérstaklega þegar hann brunaði niður hjá Laugarnesbænum með reykskýin á eftir sér. Eins væri hægt að nota aðra líkingu, að Ásgeir hefði komið inn í starfið með miklu hraði eins og hann hefði snarað sér í kláfinn í Kömbunum og færi hratt. Mér fannst hann á hraðri leið inn í stjórnmálin og léti ýmislegt út úr sér sem ekki passaði við hans staðhætti.

Ef Jóhannest Nordal lenti einhvern tíman í slíkri aðstöðu eða var spurður einhverri spurningu sem var inn á hinu pólitískasvið þá svaraði hann því yfirleitt ekki, heldur benti á að það væri hlutskipti annara sem til þess væru kosnir að svara. Ég veit ekkert hvernig Ásgeir virkar hvort hann sé pirraður eða einhvað annað, en hann hefur stundum farið eins og mér sýnist í gegn um þennan þunna vegg sem skilur að stjórnmál og faglegt svið og bæjarhól og stjórnarhætti í Seðlabankan sem liggur í starfinu og sem lög eru á bak við. Þar á hann að standa. Ásgeir hefur vaxið skref fyrir skref í sínum starfi, en stundum eru nýliðar trekktir þegar þeir lenda í nýjum ábyrgðar störfum. Þessar tjásumyndir voru bara bíó og til þess fallnar að hafa gaman. En ábendingar Valgeirs eru skrifaður texti sem hægt er að hafa með sér og læra af. Þær erum gefnar að því mér virðist af því að höfundur vill laga eitthvað sem honum sýnist ekki passa við starf seðlabankastjóra og því sé hægt að taka því með vinsemd og í góðu.

Það vitlausasta sem hægt er að gera í stöðu seðlabankastjóra  það að vera með einhver afskipti eða orð um kjarasamninga og tilurð þeirra. Þar liggur hætta og ef lokið verður tekið af þeim potti þá standa allir í reykjarmekki og sjá ekki handa sinna skil og allt fer í vitleysu og hálaloft.

Seðlabankastjóri þarf ekki að fá einhvern með sér. Hann stendur bara innan girðingar og í lagastappanum sem markar starfsvið Seðlabanka Íslands.


mbl.is Bitur og þreyttur stjórnandi fær engan með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að spá

Það er,erfitt að spá og þá sérstaklega um framtíðina, sagði karlinn.


mbl.is Ekki tímabært að segja hvað gerist næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindarskakkir vörubílar eltir og teknir úr umferð.

Vomur erum komnar á þá sem bera ábygð á vegum landsins og brúm og fjárveitingum til þeirra.

Hér áður fyrr kom það fyrir að vörubílar lentu utan vegar, þegar lélegur kantur gaf sig og ultu. Við það gat grind bílsins undið upp á sig og skekkst. Áfram var þó haldið að aka og troða sér yfir þröngar brýr, eins og til að mynda gömlu járnbrúna yfir Blöndu við Blönduós.

Þá kom það fyrir að vörubílli rak sig í járngrindarbogan sem hélt brúnni uppi og skemmdi mannvirki. Pallurinn á vörubílnum gekk þá út  til hægri eða vinstri allt eftir því hvernig bíllin velti.

Það kom svo  í hlut Bíla-Bergs frá Akranesi Bergs Arnbjarnarsonar að finna þessa bíla og fleir bifreiðeftilitsmanna um land allt, góma þá og messa yfir þeim og færa þá til skoðunar og voru þá kostir eigandans að gera strax við þetta eða missa númerinn af bílnum.

Viðgerð er erfið og kostnaðrsöm, en verður eigi unda því vikist halda vegamannvirkjum við. Nú eru þessar brýr búnar að gegna hlutverki sínu eða hafa  verið fluttar í aðra staði sem eru fáfarnari og gegna með sóma hlutverki, þó þær standist ekki mikil flóð.

Húnavallaleið er dæmigert mál þegar ekki er metið með skýrum hætti þörf á viðhaldsfé og það látið ganga fyrir svona Húnavallarleiðardillu og meira að segja búið að leggja Húnavallaskóla niðu sem hefði getað grætt mest á þessari breytingu. Nú er það ónýtur vegur á Vatnsnesi sem ætti að hafa algerann forgang á viðhaldsfjármagni.

 Og mörgu stöðum þarfa að gera úrbætur og bæta í viðhald. Vert er að geta góðra hluta sem Vegagerði hefur gert og menn hafa kannske ekki tekið mikið eftir en það er styrking vegkants yfir Holtavorðuheiði. Þar hefur vegkandur a.m.k upp á heiðina að sunnan veri grafinn upp og efni ekið í burtu og sett sterkt frostfrítt efni í staðinn. Trúi ég að bílstjórar sem aka með þungan farm séu ánægðir með þetta framtak. Heldur en að vera á nálum að kanturinn springi.

Svo er það sér kapituli allar einbreiðu brýrnar. Þar er verið að gera umbætur sem er lífsnauðsynlegar. Sumir aka hratt og sumir aka hægt og dæmi erum um bíla sem er ekið hratt inn á þröngar brýr hafa riðlast upp á rekkverkið og skautað út af og jafnvel lent út viðkomandi fljóti.

Svo það er víða sem hægt er að nota fjármagn með viturri hætti en Húnavalleið, vegfarendum til öryggis.


mbl.is Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilgreining á skaphöfn og háttum Skagfirðinga. Gleðiréttin Laufskálarétt

Grandvar og áræðanlegur sveitungi í fremmri sveit minn greindur í best lagi og af fínni ætt að því almannarómur segir tjáði mér óumbeðin og  upplýsti mig af hverju Skagfirðinga eru eins og þeir eru: Gleðimenn söngmenn hestamenn og kvennamenn Og hefðu gaman af því að fá sér í staupinu og finna á sér en þó hóflega. Get ekki nefnt drykkjumenn  því það væri út í hött . Ég get ekki nefnt viðkomandi því hann er látinn og getur ekki komið að andmælum við þessum skrifum. Mér til halds og trausts get ég þó vitnað til góðra bókmennta úr A-Hún. Nefnilega Föðurtún eftir  Pál Kolka héraðslækni. Páll er að vísu ekki með sömu skýrskotun sem var hjá  sveitunga mínum um Svartadauða en samt sem áður fellur þetta dáldið saman um eðlisþættina.

Í Svartadauða féllu margir eins og svo sem um allt land, en í Skagafirði söfnuðust  frekar saman menn á bæina sem höfðu framangreinda eiginleika, flækingar og menn sem höfðu gaman að fara á bæi og í útreiðar. Páll nefnir aðstöðu og umhverfi sem var ólíkt í A-Hún.og í Skagafirði en raunheimur þar eru víðir og greinileg umgjörð afmarkar um héraðið þannig að fólk náði vel saman. Gott og létt  að vetri að ferðast. Hægt að leggja hesta á skeið á ísi lögðum vötnum og grundum.

Þrengra um að ferðast í þröngum dölum hjá Húnvetningum. Skagfirðingar væru ef till vill ekki eins miklir búmenn og Húnvetnigar, því þeir væru búralegir og vildu vera heima og láta lítið fyrir sér fara.

Föðurtún segir frá svipuðum  hugleiðnum  á bls.467 sem verið er að bera saman. Umhverfi og skaphöfn og gott að spá í það áður en lagt verði í trippin. Það þýðir ekkert að far þylja upp úr Föðurtúnum, en, Svartidauði er ekki nefndur þar sem áhrifavaldur. Það lág í umælum sveitunga míns að þessi flokkur skemmtilegu og fjörugu manna hafi öðru fremur sett sig niður í Skagafirði, en öðrum héruðum og var ekki getið um rannsókn á þessari kenningar eða getgátum.

Víst er um það að nú liggur leiðin norður í Skagafjörð til móts við þá menn sem vildu helst ríða um í litklæðum á fjörugum hestum og hitta meyjar eða þannig við réttar veggin og við réttar aðstæður, enda verður nóttin ung og hið besta veður.

Um nálgun á því hvernig komist var yfir áfengi, er sér kafli. Hafa þessir tveir ólíku hópar líklega verið jafn duglegir að eignast það og væri ósvífið að fara koma með einhverjar kenningar um það. Þó veit ég að Bíla-Bergur lenti í því að vesenast eitthvað með bruggmál í báðum héruðum og var sagt frá því í útfararræðu prestsins í útför Bergs. En Bergur lenti í hinu og þessu og segir vinur hans í minnigargrein að hann hafi verið svo samviskusamur í hvívetna í þeim störfum sem honum var falið og því stundum svolítið órólegur.

Meira veit ég ekki. Gaman væri nú að vefmiðlarnir færu nú að taka sig til og velta málum fyrir sér frekar en þylja upp hver var að selja íbúðina sína og hver var að eignast barn eða þyrfti að gifta sig í útlöndum frekar en í íslenskri sveit. Sennilega væri Laufskálarétt besti kosturinn. Þá væri hægt að drekka í marga daga eins og var í gamladag og gista í hlöðum frekar en að drag húsvagna á eftir sér og lend svo í stormi undir Hafnafjalli á leiðnni heim.


mbl.is Mikið lagt undir í Laufskálarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr þurrabúðar og tómthúsmanna byggð? Allt sjálbært?

Merkilegt hverfi og fallegt að sjá á myndum en ótímabært að kveða á um það hvort byggingar og mannvirki svo sem hús, götur, skolplagnir og aðrar lagnir og tilheyrandi mannvirki og annað það sem fylgir nútímamanninum í þéttum hverfum, eins og vitaskuld öðrum hverfum þar sem svigrúm er meira rými er til að athafna sig með tækjum, verði til þess að mannvirki allskonar verði ef til vill dýrari en þörf er á. Svo er spurningin hvort þarna sé botnlaus moldarjarðvegur, þannig að það kalli á mikla efnisflutninga fram og til baka

Það er nóg landrými á Íslandi en ef til vill ekki alltaf á réttum stað. Dæmi er um það t.d., tómthús- og þurrabúðar byggð á nesi út af Hesti  við Ísafjarðardjúp (Folafæti).Framangreindar byggðir eru gömul og aflögð. Hugmyndafræði þar sem fátækt bjargálna fólk til hugar og handa lifð af stopulli daglaunavinnu, höfðu smá landsafnot og til sjávarins en ekki byggingarbréf fyrir jörð en eigin húsbændur. Í greininni er mest talað um borgarlínu.

Sjálfbærni hversu víðtæk verður hún, kartöflu og gulrótarræktun,rabarbargarður,graslaukur, geitur til að fá mjólk og til að halda grasflötum á réttu vaxtarstigi? Sparar benzín á slátturtæki og veldur ekki loftlagsskaða.  Verða heimagangar leyfðir og hænsnfuglar? Svona atriði koma fram hjá gömlum bónda ættaðum frá Fæti undir (Folafæti). Kiljan kallaði jörðina Fótar Fót þegar hann var að leita að hugsanlegu umhverfi sem Ólafur ljósvíkingur gæti hafa alist upp í.

Svo þegar einhver spurði um veg út á nes, þá kom svarið aldrei lagður vegur út á Folafót.

En nú er talað um þessar glimrandi samgöngu máta sem áhöld eru um hvort gangi eftir, svo það verður ekkert drasl og nóg vatn bæði heitt og kalt.Fótungar höfðu smá reka í eldinn, öflun neysluvatns gat valdið vandræðum. Þeir höfðu góð ísumið inn á Ísafirði. En Keldnabyggið er hún svo sjálbær að hægt sé að ná sér í soðið.Borgarlínan er oft nefnd í fréttinni og mikið talað um spennandi tíma. Kemur þá hrun? Spennandi tímar voru oft nefndir fyrir hrun og fólk beið spennt í hádeginu að heyra hvaða fyrir tæki erlendis og hér heima höfðu verið keypt, það voru þessir tímar. Karen Miller bissneskona og eigandi, að tískubúðum fór á hausin og missti allt, nema fegurðina og svo sá maður hana á vefmiðlunum nýverið jafn falleg og endranær og í svona spennandi og fallegum kjól og ekki þreytuleg.

Þessa spennandi andi var mikið í bönkum og væri hægt að kalla hann, Andan mikla eins og var hjá indjánum þegar maður var lítill. Þannig að menn víla ekki fyrir að hafa spennandi tíma og því bankarnir og fjármálahirslur tapa en skelurinn af óráðsíu lendir oftast á fólkinu.

Það er gleðilegt að sjá svona mikið af rishúsþökum og jafnvel besti kosturinn, þá hreinsa þökin alla úrkomu af og þau verjast ef til vill raka og myglu í húsunum.

Smáíbúðarhverfi er að minni hyggju vel lukkað hverfi. Þar byggðu menn sjálfir. Eldhúsinnréttingi ef til vill smíðaðar úr umbúðum utan af vöru og oft lengi hurðarlaust. Ágætar götur, Sogavegurinn rúmur. Þá er síðasta spurningin verður mokaður snjór eða verður borgarlínan látin duga?


mbl.is Svona er framtíðarsýn Keldnalandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ.Æ,ÆÆA. þetta var leiðinlegt, strand.

Æ,Æ,ÆÆA þeta var leiðinlegt, rannsóknarskip, strandar inni í firði í þokkalegu veðri eða kvað?

Ég var að lesa bók um Þingvelli og þar kom niður lestrinum að Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur mældi dýpi Þingvallavatns árið 1902.

Alltaf nauðsynlegt að vita dýpið þegar silgt er á sjó eða vatni. Mælingin fór þannig fram að Símon bóndi Pétursson í Vatnskoti reri báti sínum með jöfnum áratogum þvert yfir  vatnið. Við hvert fertugusta áratog stakk Símon við og stöðvaði bátinn og Bjarni lóðaði Þannig tóku þeir félagar hverja þverlínuna af annari.

Sumarið 1958 mældu Vatnmælingar raforkumálastjóra nú Orkustofnun vatnið með bergmálsmæli og vélknúnum bát. Beinar línur voru teknar langs og þvers frá miðunum í landi. Hraði bátsins var óbreyttur milli endimarka hverrar línu. Jafn hraði bátsins jafngilti í raun jöfnum áratogum Símonar,

Síðan er talað um rými vatnsskálarinnar og meðal dýpi 34 m.

Nú,nú svona gerður þeir þetta félgarnir Bjarni og Símon.

Svona fóru þeir að þessu. Nú auðvitað er dýpi þekkt allt umhverfis landið og á sjókortum.

Eitt sinn var ég að sigla inn Hvalfjörð, fór, grunnt út af Þyrilsnesi og ætlaði mér inn Hvalfjörð. Konan var við mótorinn og ég sat framm í þetta var svona stór vantnabátur smíðaður á Skagströnd. Ég var eins og vingull og áttaði mig ekki á því þegar mótorinn fór að riðlast og skrölta á hryggnum sem skagaði út af nesinu  og nærri búina að skemma allt dótið. Auðvita átti konan að kjöldraga mig fyrir gáleysið að fylgjast ekki með dýpinu.

Þá hugsaði ég, er ekki hægt að hafa dýptarmæli þar sem hann mælir dýpið og gerir gagn áður en fleyið lendir á skeri? Einhverskonar geisla í stefninu sem gerir við vart áður en farið tekur niðri eða lendir upp á skeri.

Nú þarf einhver að leysa þetta mál og finna upp tækni sem gerir viðvart áður en til þess kemur að strand eigi sér stað.

Það hefði verið flott ef slík tæki hefði forðað Guðrúnu Gísladóttur KE að lenda á skeri við Noreg, hér um árið og var svo dregin af skerinu og sökk þá í höndunum á Norðmönnum, sem áttuðu sig ekki á því að ef skip lendir upp á slæmu skeri þá getur komið stórt gat sem var raunin við framantalið strand í Noregi.Hræðilegt strand

Heimild Þingvallabókin, Björn Þorsteinsson bls. 57

Þett er mín skoðun.      


mbl.is Bjarni Sæmundsson náðist á flot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér kveður Ámundi Loftsson, Sigurð Líndal hinstu kveðju.

Inngangur og aðdragandi að minningagreinarinnar.

Þorsteinn H. Gunnarsson skrifar:

Hér kveður Ámundi Loftsson, Sigurð Líndal og greinir frá samskiptum OKKAR bænda sem lögðumst í vörn vegna setningu búvörulaga nr.46 1985 og reglugerðarkraðaki sem þeim fylgdu, sem engin maður skildi nema þá helst Sigurður Líndal sem þó átti fullt í fangi með það. Með því að taka það að sér að aðstoða okkur þá stappaði hann stálinu í OKKUR bændurna sem stóðum höllum fæti vegna þessara breytinga á landbúnaðarkerfinu.  Við héldum bæði sjálfsvirðingu okkar og baráttuþreki við slíka liðveislu.

Sigurður vann í bæjarvinnunni, var strákur í sveit á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal V-Hún., var farmaður á Dettifossi og sjómaður á síðutogaranum Hallveigu Fróðardóttur, ungur maður var hann leiðsögumaður við Kjarrá og síðar lagaprófessor við Háskóla Íslands, geri aðrir betur.

--------------------------------------------------------

Minningagrein birt í Morgunblaðinu 14. sept 2023. Hér birt nú, með leyfi Morgunblaðsins og samþykki Ámunda.

-------------------------------------------------------

Kynni okkar Sigurðar Líndals urðu á umbrotatímum í íslenskum landbúnaði á níunda áratugnum. Kvótakerfi var komið á og aðgangsharka stjórnvalda og bændasamtaka að bændum á þeim tíma raskaði svo afkomu þeirra að fljótlega var sýnt að margir þeirra yrðu frá að hverfa.

Á þessum tíma hef ég ugglaust verið meðal margra, sem veittu Sigurði athygli fyrir skýr svör og lögskýringar í ýmiskonar álitamálum sem sífellt koma upp í þjóðfélagi örra breytinga og óstöðugra stjórnmála. Skýringar hans þóttu bæði svo rökréttar og auðskildar að ekki var um þær deilt, enda var mikil virðing fyrir honum borin, jafnt sem fræðimanni og alþýðlegri jarðbundinni persónu sem laus var við allt sem kalla mæti menntaoflæti.

Þetta leiddi til þess að ég afréð eftir nokkra umhugsun að hringja í hann heim til hans til að láta á það reyna hvort hann hefði þolinmæði til að hlusta á mig rekja raunir bænda í þessum nýtilkomnu erfiðu aðstæðum og hvað mér fákunnandi ómenntuðum þætti um stjórnarfarslega og lagalega umgjörð þessara mála.
Er skemmst frá því að segja að eftir þetta símtal vorum við meira og minna í stöðugum samskiptum í
nokkur ár.

Voru þau ýmist í síma, með bréfasendingum, með samtölum heima hjá honum á Bergstaðastrætinu eða á skrifstofu hans út í Háskóla og á fundum með bændum úti á landi.

Afrakstur þessara samskipta varð svo bók hans Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands sem kom út í apríl 1992 og vakti þá verulega athygli og umtal. Þar lýsir Sigurður stjórnarháttum í
landbúnaði og hvernig þeir komu engan vegin heim og saman við ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar,
einkum um eignarrétt og atvinnufrelsi og hvernig vald til afskipta af málum bænda hafði verið framselt
til hagsmunaaðila.

Eftirminnilegur er svo fundur sem haldinn var vorið 1992 á Hrafnagili í Eyjafirði þar sem Sigurður rakti
efni bókarinnar í fyrirlestri sem tók hátt í þrjá klukkutíma. Þarna voru saman komnir nokkrir tugir bænda
víðsvegar að og mátti vart sjá nokkurn þeirra depla auga meðan á yfirferð Sigurðar á ritgerðinni stóð. Slík var athyglin sem hann fékk.

Nokkru síðar áttum við Kári Þorgrímsson í Garði fund með Sigurði í stjórnarráðinu um efni ritgerðarinnar og þaðan gengum við svo vestur í Háskóla. Á þeirri göngu sýndi Sigurður okkur á sér nokkuð óvænta og skemmtilega hlið, en þá hafði hann uppi lifandi lýsingu á sögu nær allra húsa í á þeirri leið og rak aldrei í vörðurnar.

Sigurður Líndal var fræðimaður sem greinilega lifði fyrir öflun og miðlun þekkingar. Þetta mikla verk
hans um landbúnaðarkerfið ber þess líka glöggt vitni að hann var fræðimaður fræðanna vegna en ekki til
fjár eins og of tíðkast nú á dögum.

Það er með hlýju og þakklæti sem ég kveð Sigurð Líndal og geri það óbeðinn fyrir alla þá sem ýmist áttu samskipti við hann og fylgdust með þeim verkum hans sem hér hafa verið nefnd og votta fjölskyldu og vinum hans samúð okkar.

Ámundi Loftsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband