Stofnun kaffistofunnar og konurnar sem vöskuðu (þvoðu) saltfiskinn á Ísafirði.

KarítasNú er mikið verið að tala um jafnréttisbaráttu kvenna. Þá get ég varla haldið kjafti. Það er vegna þess meðal annars að amma mín, Karítas Skarphéðinsdóttir, stóð oft upp í hárinu á valdhöfum.

Þannig var það árið 1934 að þá var auglýstur fundur í Verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði. Ekki var auglýst hvað ætti að ræða á þeim fundi. Fundurinn var fjölmennur og þar kom fram tillaga frá krötum að fjórum kommúnistum skyldi vikið úr félaginu fyrir að standa upp í hárinu á þeim sem áttu að ráða. Félagarnir voru þrír karlmenn og ein kona, Karítas Skarphéðinsdóttir. Til að sýna góðmennsku var borin fram aukatillaga þess efnis, að þau skyldu þó hafa vinnuréttindi þar til öðruvísi yrði ákveðið. Tillagan var samþykkt með 120 atkvæðum á móti 80 atkvæðum. Þannig var varað við vinstri róttækninni. Karlmennirnir sem voru reknir voru Eyjólfur Árnason, Halldór Ólafsson og Jón Ólasson.

Kommúnistar gáfust ekki upp og þeir áttu stuðningsmenn innan Alþýðuflokksins, sem vildu sameiningu verkalýðsfélaganna. Það fór svo að Alþýðuflokkurinn klofnaði árið 1938 og upp úr því var Sósíalistaflokkurinn stofnaður. Karítas var á sameiginlegum bæjarstjórnarlista flokkanna, við bæjarstjórnarkosningarnar það sama ár.

Það sem ég vildi sagt hafa var einkaframtak Karítasar að gera tillögu um kaffistofu verkafólks. Fólk varð að drekka kaffi sitt og borða nesti einhverstaðar sem það gat haft skjól. Þá barðist hún fyrir því að vatnið sem saltfiskurinn var vaskaður upp úr yrði haldið heitu þannig að það væri volgt að morgni dags, en oft var það með ísröndum í vaskakerjunnum. Þetta þótti mikil frekja að ætlast til að verða við þessari kröfu Karítas, en hafðist þó að lokum vegna harðar sóknar Karítasar og félaga hennar við fiskþvottinn.Karítas var tekinn aftur inn í félagið, en karlarnir ekki.

------------------------------------------------------

Þorsteinn H. segir frá:

En tökum nú u-beygju og færum okkur á Kirkjusandinn í Reykjavík. Faðir minn Gunnar Arnbjörnsson var með fyrstu vagnstjórum hjá SVR og ók leiðina Njálsgata- Gunnarbraut. Ég vann um skeið hjá því fyrirtæki og svo var það Strætó.

Á Kirkjusandi var hús allheillegt sem kallaðist Þurrkhúsið og var það notað til að geyma fiskinn sem var verið að þurka yfir nótt og svo var honum dreift að morgni ef þurrt var og sól og svoleiðis gekk þetta þangað til fiskurinn var fullverkaður.

Einn morguninn var Slökkvilið Reykjavíkur komið á svæðið og voru menn stórkallalegir, fóru upp á þak og rufu gat á það. Mér leist ekki á það, hélt að húsið væri undir vernd. Saltfiskur var dýrmæt útflutningsvara og þarna hefur mikill auður farið í gegn og skapað gjaldeyri. Var mér nú hugsað til ömmu minnar við fiskþvottinn. Spurði ég nú yfirmann svæðisins hvort húsið væri ekki friðað, hann taldi ekki svo, vildi halda því fram að það ætti að rífa það. Morguninn eftir komu brunaliðsmenn eins og það var kallað í gamla daga. Talaði ég þá við þá og spurði hvað þeir væru að gera. Þeir sögðu að það ætti að nota húsið til að æfa reykköfun í því og fóru svo um hádegi. Komu svo daginn eftir og héldu áfram verki sínu. Þá tók ég það til ráðs að hringja í Sigrúnu Magnúsdóttur fyrverandi borgarfulltrúa og umhverfisráðherra Framsóknarflokksins og sagði henni þetta. Hún sagðist ganga í málið og gerði það skörulega. Talaði við nafna minn hjá Minjanefnd og það varð að ráði að stöðva þetta verk. Húsið var svo tekið á treiler og flutt í Slippinn og gert upp um veturinn. Um vorið var það sett upp fyrir ofan gömlubryggjurnar í Reykjavík og heitir nú Tapasbarinn og er af því mikil prýði.

Ég vona bara að þar ríki andi vaskakvenna á Ísafirði og fólk geti fengið sér eitthvað í gogginn.

Engin  þjóð er til nema hún eigi sér sögu.

Skrásett á 110 ára afmæli réttindabaráttu íslenskra kvenna 

19. júní 2025

Heimild: prófritgerð Karítasar Skarphéðinsdóttur Neff í mannfræði Háskóla Íslands.

Úr sjöritgerðarsafni Háskóla Íslands félagsfræðideild

Lífshættir íslenskra kvenna félagsfræðideild


Kristín Eva Ólafsdóttir framtaksöm kona í listum og sérverkefnum.

Kristín kemur hlutunun svo sannarlega í verk. Allar þessar sýningar sem nefndar eru áhrifamikil upplifun að fara á þær. Man eftir Jarðskjálftasetrinu á Hvolsvelli, hvað það var mikil upplifun. Maður varð skíthræddur að setja fæturnar á þann stað sem upplifunin varð og allt hristist. Ég fer ekki að telja upp allar þessar sýningar sem er sagt frá.

En Kristín á nota gott fyrirtæki, Gagarín.

Einu sinni hefur konu í minni heimasveit lánast að komast með verk á Heimsýninguna í París. Það var mjög flott sjal heklað og var verkið fádæma flott. Sjalið var svo fínt heklað, sagði fóstra mín Guðbjörg Ágústdóttir að það var hægt að renna því í gegnum giftingahring meðal stóran.

Nú er Kristín að vinna með sínu samstarfsfólki um síðustu aftökuna á Íslandi, þar sem Agnes og Friðrik koma við sögu. 

Skrifari ólst upp með afkomanda í Natansætt . Þetta vissi ég ekki fyrr en ég var orðin rígfullorðinn. En ef við skoðum ættareinnkennið og hugleiðum þá man ég eftir að fram koma ýmsir þættir hjá Eyþóri Guðmundssyni á Syðri-Löngumýri en hann var í horninu hjá syni sínum. Hann var flinkur trésmíður og verkhagur líkt og Natan.

Eyþór var ekki í nokkrum vanda að smíða beisli sem þurfti að skipta um dráttartæki frá hesti til að tengja við dráttarvél. Kjálkarnir sem hestinum var bakkað inn í voru teknir og notaðir sem stoðir í fjárhúsin og svo var notað timbur 1x6 tomma í beislið og allt saman skrúfað með borðaboltum og götin boruð með handborvél. Svo var ég settur upp á og klárinn og teymt undir mér, hann gat fælst við allt þetta skrölt. Þá hef ég verið 9 ára. Ég þurfti bara að stíga á pedala sem lyfti rakstrartindunum upp. Ef klárinn varð spólvitlaus var ráðið við klárinn með þeim hætti að hann var teymdur að næsta sæti og róaðist klárinn við að fá nóg af góðri töðu eftir að hafa brölt í sætinu og orðið stopp þar. 

Eyþór byggði 180 kinda hús úr gamlabænum á Syðri-Löngumýri þegar hann var aflagður. Það var vandi að rífa svoleiðis hús án þess að skemma timbrið. Svo gekk Eyþór brattur til starfa með tommustokkinn, hallamálið og sög. Var öruggur eins og þar færi verkfræðingu án teikninga. "Steini minn, passaðu þig á að setja sögin ekki í nagla". Eyþór átti lágmarks verkfærasafn sem hann hélt vel utan um og mátti aldrei týna nokkrum hlut. Einu sinni veit ég að hann keypti fulla fötu af nöglum á uppboði á meðan aðrir keyptu stóla og sleifar. Hann hugsaði um nytsemina. Margt annað nytsamlegt tileinkaði Eyþór sér.

Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir, búfræðingur og bóndi í Brúarhlíð er með ættfræði Natans nokkuð á hreinu.

Eyþór fór oft með amorsvísur þegar við stóðum saman á engjum. Hann var ekki náttúrulaus, frekar en Natan Ketilsson.

Amen eftir efninu. 

 


mbl.is „Þetta er gæðastimpill og ótrúlega dýrmæt reynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög góðar eldhúsdagsumræður

Umræður á Alþingi voru mjög sterkar og heillegar, enda þarna mikið af atgervisfólki í öllum flokkum. Þarna var mikið af frambærilegum kandídötum sem voru leiknir í ræðumennsku og að stilla sinni ræðu vel upp. Skemmtileg þótti mér matador umræða Höllu Hrundar, svo lítið nálægt sannleikanum. Gott innlegg hjá Sigurjóni Þórðarsyni um 50-kallinn og 500-kallinn.

Flokkarnir komu vel út með að stilla umræður sínar heillega upp, vantaði ef til vill sumstaðar framherja til að taka á móti andstæðingnum. Sumir voru jú með þetta, en þetta var helsta atriðið sem var veikast.

Það var ekki tekist á um stóra málið, sjávarútveginn, sem er búið að afvegaleiða umræðu á margan hátt. Eins og til dæmis með hrópum um landsbyggðarskatt, sem er ekki, því allir geta veitt sinn kvóta miðað við ráðgjöf Hafró. Sjómennirnir fá sinn aflahlut, sveitarfélögin geta skattlagt þennan hóp eins og verið hefur.

Um daginn hlustaði ég á útgerðarmann ræða þessi mál. Hann horfði á sitt skip og sagði að það væri gamalt og þarfnaðist bráðlega endurnýjunar og hvað þá? Það var eins og það yrði heimsendir. Kom þannig orði að því máli að með því að setja þessi lög væri allt búið. Heimsendir? Þetta er náttúrulega kostulegt sjónarhorn. Hvað með afskriftirnar? Spurning hvort þetta sé rassvasa bókhald, eða alvöru bókhald.

Þegar búið er að færa bókhaldið, allar tekjur komnar inn og búið að draga útgerðarvörur frá, s.s. veiðafæri, olíu og laun. Þá stendur eftir annað hvort hagnaður eða tap.

Varla að menn séu svo klárir að standa á núlli með þetta.

Afskriftir eru útborgaðar til eigenda beint og hann búinn að koma þeim í skjól í banka eða undir koddann eða í peningaskáp heima í stofu. Ef um er að ræða endanlegan hagnað þá ætti hann að vera notaður til að borga veiðileyfisgjöld og arð til eigenda (hluthafa) til að fá arð af eigin féi sem hann hefur lagt til útgerðarinnar. Einhverjar sporslur væru í lagi að greiða góðri áhöfn umfram hlut. Svo væri hægt að fara í árshátíðarferð með konu og áhöfn og hafa það gott í smátíma. Auka sporsla fyrir dugnað og útsjónarsemi til eigenda og framkvæmdastjóra.

A5Hugsanlega ætti að athuga hvort betra sé að setja afskriftirnar inn á reikning hjá Seðlabanka Íslands á nafni og kennitölu útgerðarfélags og ekki afhent nema verið væri að borga nýtt skip, basta. En þá þyrfti að fjármagna mismuninn með lántöku. Það sem eftir stendur af hagnaði eru veiðigjöld, allt eftir skipulagi og áherslum framkvæmdavaldsins, tekinn af ríkjandi meirihluta á Alþingi. Þá væri hægt að fara að skipta gróðanum á milli eigenda hlutabréfa í útgerðinni. Ef útgerð væri rekin á kennitölu útgerðarmanns þá kæmi hagnaðurinn allur til hans og mætti skilgreina það sem fjármagnsskatt sem eigandi hafi lagt til útgerðarinnar af eigin fé í upphafi. Enginn skattur á sveitarfélög.

Þau sjá um hafnir og bryggjur og hafa það í félagi og sumstaðar byggðarsamlög og rukka hafnargjöld af skipakomum. Þannig liggja málin nokkurn veginn.

Það er enginn að berja neinn eða hata eða vera í hefndarhug, bara dýrin í skóginum og strandveiðiþorpin vítt og breitt um landið, vinir, sem í mörgum tillfellum hafa afhent kvóta öðrum af gáleysi og hafa ekki áttað sig á hvernig þetta allt virkaði, en standa svo slipp og snauð, vegna eigin gerða. Þetta er kapítalskt kerfi sem farið er að aukast ásmegin. Menn geta alveg verið duglegir ef þeir eru samvinnumenn.

Hingað og ekki lengra sagði kerlingin. Nú þarf fólk að vera eins og snjótittlingurinn að þola allar hríðar og stórviðri og láta á reyna hvaða rétt þjóðin á í þessum efnum. 


mbl.is Ekki tími fyrir tafaleiki stjórnarandstöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á gangi lægða og hæða?

Flestir bændur fylgjast með veðri og veður útliti og er bloggari engin undantekning þar. En hvað um rannsóknir og skýrslur sérfræðinga?

Bloggari telur sig hafa tekið eftir nokkrum breytingum á brautum lægða og hæða í nær því tvö ár.

Hingað til hafa lægðir komið að Reykjanesi eða Vesturlandi og farið yfir landið í austur. Þá hefur oft verið háþrýstisvæði yfir Grænlandssundi. 

Undanfarin tvö ár, hafa lægðir oftast komið upp að landinu við Reykjanes og haldið svo yfir á mismiklum hraða yfir landið austur úr. Hæðir hafa oft komið suður úr Atlantshafi og brunað upp Atlantshafið og dinglað sér við Austurland og stigið þar dans við lægðir sem koma að vestan og þessi veðurkerfi hafa verið til vandræða þar. Oft eru menn hissa á svona skotum þegar einmunatíð er búin að vera um langa tíð. Komið hefur fram í fréttum að Atlandshaf er að hlýna.

Skrifari man þá tíð þegar gengið var til ánna, þar sem fé var í aðhaldi og farið tvisvar til ánna á sólarhring. Kom þá fyrir að taka þurfti eina og eina kind heim, oftast vegna þess að lömb komust ekki á spena. Það var leiðindaverk að sýsla við þau verk og varð oftast að bera lambið hálf boginn heim í hús og ærin var óróleg og oft fum á henni. Stundum þurfti að koma með lambið inn í eldhús, svo það fengi smá hlýju í sig og mjólk að sjúga með lagni og var lambið oft búið að missa sogið, en allt þetta lukkaðist.

Skrifari man eftir einu svona skoti, a.m.k. einu sinni á árunum 1955-1960. Dagsetning gæti verið um 17.júní, en þá var kominn snjór í skóvarp á spariblettum og góð slægja.

Hlutirnir gátu farið að fara úr skorðum þegar farið var að vetrarrýja, þá missti ærin ullina sem skýldi henni og lömbin misstu bólið sitt ofan á ánni. Oft tóku gætnari bændur þann sið að hálf rýja.

Allt þetta var gert til að vinna við leiðinlegan rúning í byrjun sláttar gæti betur hafist fyrr. Eitt sinn í byrjun búskapar bloggara var rúið við afréttargirðingu. Smölun heimalanda og fjárrag gert í samvinnu.

Eitt sinn kvartaði bloggari um að hafa fátt að rýja, átti enda ekki margt. Þá sagði nágranni minn á Höllustöðum: "Hún er hæg fátæktin". En það tók nú skjótt enda.

Skrifari hefur ekki legið yfir veður skýrslum, en gaman væri að fá fram álit veðurfræðinga á því hvort eitthvað sé að breytast í veðurfari, því oft þegar svona hret koma á óvart er rokið til að fá samþykkt á Alþingi auka fjárveitingu, þó Bjargráðasjóður sé með nóg fjármagn til að styrkja áföll vegna ótíðar og vanhalda. Það hefur bloggari gaumgæft, og sannast þar  hið fornkveðna að engin er búmaður, nema að hann berji, sér.  


mbl.is „Þetta er bara hrikalegt vanmat og hugsunarleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi ræðir um hringavitleysu.

Sigurður Ingi er alveg gáttaður á þessu vinnulagi hjá atvinnumálaráðherra að ætla sér að fara að veiða meira en lagt er til í ráðgjöf Hafró. Ef til vill hefur hann eitthvað fyrir sér í því en hvort það setji allt um koll er ég ekki viss um. En líklega vilja stjórnvöld ekki taka þessi tonn af stórútgerðunum, það er ef til vill ekki rétt að gera það. Staðan er svo viðkvæm.

En í tilefni Sjómannadagsins á morgun þegar allir eru glaðir, sjómenn komnir í hvíta skyrtu með bindi og hatt og í rykfrakka, eins og í gamladaga langar mig til að hugsa málið í aðra átt. Þ.e.a.s. að hrinda af stað og hefja einhverja umræðu um fiskeldi, það er að ala upp þorskseiði, hvort það væri mögulegt að koma  því í gang. Margir muna ef til vill að einhversstaðar í barnaskóla eða á þeirri braut, var sagt að eitt stykki þorskhrygna væri með 10 þúsund hrogn sem hún léti frá sér.

Það væri nú akkur í því að láta skoða það hvað væri hægt að gera í þeim málum. Ég bara þekki það ekki

Hún er vogskorin strandlengja Íslands og dýrmæt, hægt að hafa margskonar rannsóknir seiðaeldi á fínum stöðum, víða nóg af dýrmætu tæru vatni, bæði heitu og köldu.

Nú ætti Sigurður Ingi að fara til atvinnumálaráðherra og leggjast á hné og bjóðast til að ganga með honum í þetta verkefni.

Sigurður hefur góðan grundvöll í menntun sinni til að hafa innsýn í þessi mál þannig að þar yrði engin hringavitleysa á ferðinni, bara tær snilld.

Víða um land eru fjárhús með djúpum kjallara oft fjórskiptum og það væri betra að hafa bændur við störf í svona vinnu eða rannsóknarverkefnum þar sem aðsæða væru á bújörð. Það væri dýrmætt  að vinna í svona  nýjung sem er þó öll þekkt í fiskeldi, bleikju og laxi.

Sko, framtíðin er okkar með dýralækninn og atvinnumálaráðherra í stafni og kjarkmiklar konur sem stundum fara oft ansi hratt yfir en vilja gera vel, og eru ef til ekki áhugasamar um bardaga og málþófs menningu, sem gerir ekkert gagn, frekar að reyna að hugsa eitthvað snjallt og viturlegt. 


mbl.is „Hringavitleysa sem er ekki hugsuð til enda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrautlegur lögreglustjóri

Skrautlegur er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Það hefur mætt mikið á honum vegna eldgosa á Reykjanesi. Þar kemst enginn undan því að hæla honum fyrir dugnað og árverkni vegna fólksins sem hann ber ábyrgð á og hefur lendt í þessum hamförum.

Lítið þekki ég þessi landamæramál, hef sjálfur alltaf þurft að nota vegabréf og mætt í varðturni með tveim vopnuðum vörðum með byssusting skít hræddur og kannsk búin að tína skyrtunni,með gamla gardínu sem hálstau. Sjálfsagt er þessi fólkstraumur til landsins orðinn þannig að vanda þarf til verka eins og dómsmálaráðherra vinnur að og vera með betri aðstöðu. Það er ófært að vera flytja hér inn ætlaða glæpamenn. Mannúð á auðvitað við um sumt það fólk sem vill hér koma og í eðli Íslendinga er það ríkur þáttur sem betur fer í skaphöfn okkar, að ég tel. Forfeður okkar voru flótamenn sem flúðu undan sköttum. Hér komast óreiðumenn oft undan höndum yfirvalda og allskonar óstand í fjárreiðum viðgengst, sukk og svínarí eins og karlinn sagði, sem sagt Óreiðumenn. 

Þegar Miðflokkurinn fer að tjá sig um efni máls, set ég í lágadrifið og trúi litlu um það sem þeir láta frá sér fara. Menn segja að þetta sé einfalt mál með landamæri Íslands, það finnst mér kjánalegt. Vísað er til þess að landamærin eru mjög víðfem, öll strandlengjan þó flestir komi inn á einum stað. Í seinni heimstyrjöldinni tóku njósnarar land hér, t.d. fyrir austan. Voru settir í land á árabát og komust óhultir á bæi og fengu að borða. Þeim hefur verið í lófa lagið að koma með togurum til landsins. Nú ganga njósnarar í sparifötum, víst á hverskonar skrifstofum.

Auðvelt er að komast í góðu veðri á ládauðum sjó á litlum skipum til landsins, Það getur hver og einn ályktað og séð ef menn eru glöggir og ekki upptekknir að fóðar fiskana í sjónum, með því fara með Norrænu eftir hennar áætlun. Ferðamenn og allskonar óútskýrður lýður koma til lands og verða að fara að lögum og reglum. Ef lögreglustjóri telur  að þar vanti eitthvað á og hann geti ekki komist skammlaust í gegnum daginn og ráði ekki við ástandi, þá verður hann að bera sig upp við dómsmálaráðherra um úrbætur, frekar en að vera með köpuryrði eins og það að þegar ,,apinn fer lengra upp í tréið að þá sést betur í rassinn á honum''. Ég hélt að svona orðfæri væri lagt af í samtölum embættismanna við yfirmenn sína  eins er það ekki hlutverk lögreglustjóra að segja að hinn eða þessi eigi að taka pokann sinn. Þarna er lögreglustjóri farinn að stunda stjórnmál. Ég hef skilning á því að ekki sé álitlegt að flytja á stað eða svæði,sem menn hafa ekki áhuga á, ungmenni í  námi í skólum sem eru ekki til á landsbyggðinni það er mikil röskun á stöðu og högum til búsetu og verka, sem menn vilja ógjarnan ekki fara á og er oftast ekki hægt að fá það uppborið, en eins og þekkt er eru Lokinhamrar á Vestfjörðum en ekki á Austfjörðum, þetta er nú það sem mér finnst lögregluforingin hafi tapað mest á og væri maður af meiru að biðjast afsökunar á þessum kjafthætti. Það er skiljanlegt að menn fari að titra þegar þeim finnst á einhvern hátt vegið að sér. Þá er galdurinn að fara hljóðlega um, alls ekki með veggjum en láta aðra bera boðin, t.d. lögmenn og láta skrifa lagaálit. Að öðrum kosti fara mál út í móa og geta farið oní keldur og þýðir lítið að nota aðferð Munkhásen að reyna að draga sjálfan sig upp á hárinu.

En alls ekki fara að líma sig upp við Miðflokksmenn. Það er svo sem hægt að taka sénsin með von um sýslumansembætti, vel að merkja sem er verið einfalda það kerfi og geta öll skjöl gengið hratt fram og aftur um landi.Nákvæmir sýslufulltrúar geta oft og tíðum verið trekktir þegar þeir eru að lesa kaupmála, þinglýsingar á fasteignum. Er þetta vottað? Er þetta á löggiltum skjalapappír? Var þetta skrifað á tölvu? Þar hefur beygurinn ef til vill  oft verið.


mbl.is „Því betur sést í rassgatið á honum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsaki hvorn annan.

Færi ekki best á því að menn og konur rannsaki hvort annað og kæri eftir aðstæðum.

Hér áður fyrr gátu íbúar sveitafélags kært, ef þeim þótti útsvarið of lágt á grannanum. Það væri nú grá upplagt að hafa það þannig.

Ég hef það á tilfinningunni að einhverjir hafi sloppið frá því að upplýst sé nægjanlega hvernig mál standa. Hefur eitthvað verið rukkað úr skattaskjólum. Þekkir einhver svoleiðis mál? Hvað með Panamskjöl aldrei séð  eða heyrt svokallað rannsóknarblaðamenn koma með eitthvað bitastætt. Þetta er nú ef til  ekki rétt hjá mér. Þeir fóru að vísu til Aferíku. Allt sem Guðrún segir og leggur til er laukrétt

Þannig að líta til hægri eins og Guðrún gerir með þessari opnun á þetta mál og auðvitað til vinstri líka. 

Í kjaftasögunum fyri hrun talaði maðurinn á götunni um að dýrir bílar hefðu horfið af götum, Range Rover var kominn inn í bílskúr, en komu svo aftur  á göturnar þegar punktur var í megin atriðum komin fyrir aftan það ástand að menn töldu sig hólpna með og allt væri í himnalagi.

Ég tók eftir því þar sem ég var að vinna í götu að einn, sem var með sérnúmer á bílnum og það var verið að fjalla um hans mál í fjölmiðlum og virtist hann vera á leiðini heim, órólegur. Skrýtið að hann var kominn á almennt númer í bakaleiðinni, skælbrosandi. Þetta hefur ef til vill verið eins og í auglýsingunni, þetta verður bar á milli okkar tveggja. Ég var ekkert að njósna ég get svo svarið það. Er bar mjög athugull.

Bjarni og Sigmundur voru dáðadrengir að koma með leiðéttinguna. Þar voru skuldir reiknaðar aftur í tíman, þannig að hjólhýsin og íbúðirnar sem átti að leigja á frálsum markaði voru komin inn í skuldaklafan, svo var leiðrétt og allir himin glaðir yfir stjórnmálaástandinu.

Allt útspekulerað til að hafa pöpulinn ánægðan.


mbl.is Vill nefnd til að fjalla um sérstakan saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt að leggja þessa hefð niður

Einhver útgjöld koma vegna þessarar hestaferðar, lokanir og þrífa hrossatað upp og einhverjar tryggingar.

Hestamenn eiga að koma með krók á móti bragði við þessari afstöðu RVK. Fara nokkrir saman og vera á hvítum hestum og fara leiðina sem Sigurður Ólafsson söngvari í Laugarnesi fór þegar hann hafði Glettu sem fararskjóta og vann á Keldum og tamdi hryssuna í leiðinni og takið eftir að ég segi hryssa en ekki meri. Það er hnjóðsyrði sem ætti að leggja niður í hrossarækt. Fara þar sem engin eða lítil umferð er.

Semja við borgina um einhvern viðburð þegar taka þurfi á móti leiðtogum erlendra ríkja til að leggja á móti þessari háu upphæð sem borgin heimtar. Fá afslátt en borga einhverja tíkalla og að öll sveitarfélög á höfuðborgar svæðinu taki þátt í þessari notkun lands.

Skrifari fór einu sinni með ferðaþjónustu bónda í Borgarfirði í hestaferð eða slóst í hóp með ferðaþjónustubónda en ég var staddur í Húsafelli. Farnar voru reiðgötur í kringum Strút og þurfti bóndi að greiða einhverja upphæð fyrir afnot af þeirri leið, og eðlilegt var að greiða upphæð sem bóndi þurfti að inna af hendi, einhverjar 200kr/pr mann.

Leiðin sem Sigurður fór er auðvitað gömul þjóðleið. Eins er um ýmsar leiðir innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, sem ekki hafa verið aflagðar með einhverjum þjóðlendu úrskurði. Borgin er auðvitað að gera lítið úr sér að rukka þetta og ætti að reikna það út í þríliðu hve mörg atkvæði tapast við að raglast í þessum krónum á meðan hægt er að byggja sundlaug fyrir seli, 60 millur,takk, en seli er hægt er sjá í náttúrulegu umhverfi á Vatnsnesi. Þannig læra borgarbörn á náttúruna og eins hafa borgarbúar gaman að svona mörgum hestum í hóp. Hægt væri fyrir þessa hestamenn að vera í einhverskonar búningum til skemmtunar.

Þessi atburður verður að eiga sér stað gratís fyrir hestafólk, annað er afturför í félagsskap borgarinnar.

 


mbl.is Sorglegt að áratuga gömul hefð verði slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slapp einhver af Hrunverjum?

Hvað sagði karlinn? Spurt er?------

Hefur einhver náð fram einhverjum hagsmunum vegna þessara hlerana sér í hag undan réttvísinni?

Mesta hlerunar venjur fylgdu íslenska sveitasímanum. Það var sátt um það þó það hafi aldrei verið greitt atkvæði um það í sveitum, þetta þótti skemmtilegt. Það heyrðist þegar símtólin voru tekin upp og margir lágu við síman. Nokkrir létu setja rofa á símana svo ekki heyrðist skruðningar og það sem gat borist í síman.

Þá var málum þannig hátta að til varð hálfgert rósamál sem notað var á milli bæja. Svo var fylgst með því ef færð var erfið vegna snjóa.

Eitt skemmtilegt mál komst í umræðun í minni bersnkusveit. X og Y húsfreyjur skimuðu eftir bændum sínum úr kaupstað, jú jú þarna koma þeir á sínum bílum. En hvor var hvað? Jú ljósin voru mis skær. Já, Já sá sem er á undan er með bjartari ljós en hinn sem er á eftir. Annar var nýr en hinn var gamal. Þess vegna voru ljósin daufari  á þeim gamla og þá var spurningunni svarað.

Þá eru það sauðaþjófarnir. Heyrt hef ég einhvers staðar að skynsamri sauðaþjófar hefðu gjarnan hulið sína slóð með því að skera dilkana við læk og töldu sér borgið við það. Nú er  spurningin hvort hægt sé að rekja einhverjar slóðir og einhver hafi náð að skjóta sér undan réttvísinni og sloppið? Það er nú það. Margar sögur eru nú til um sauðaþjófnað og verða ekki raktar hér.

En það er spurning hvort hægt sé að nota covid aðferðina í þessu máli? Það er annara að finna það út með rakninguna. Ef til vill kemur ný aðferð.

En þetta getur ekki gengið svona lengur. Ef hægt er að nota njósnara til að koma sínum málum í rétt horf.

Sveita síminn var góður að því leiti að ef eitthvað bjátaði á, t.d. eldur logaði í hlöðu, þá var hægt að vekja alla upp í sveitinni með einhverri símhringingu líklega 5 langar. Líkt var þegar hundahreinsun var á næsta leiti, dagsetnigar og svoleiði og hvað væri gert ef hundar kæmu ekki til hreinsunar, sektir o.þ.s.h. og er nú mál að linni. Þá má minna á rannsóknarskýrslur Alþingis sem ritaðar voru eftir hrun, hvort þar væru einhverjar glufur eða vísbendingar, Svipur, fölur eða rjóður eða einhver væri ofsakátur? og færi með gamanmál?


mbl.is „Ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónleikur saminn upp úr minnningargrein um Karítas Skarphéðinsdóttur

KarítasÉg held mikið upp á ömmu mína, Karítas Skarphéðinsdóttur, sem var baráttukona á Ísafirði. Í tilefni 1.maí, langar mig að deila sjónleik sem eiginkona mín, Inga Þórunn Halldórsdóttir, samdi upp úr minningargrein eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing.

***

 

SJÓNLEIKUR

 

Sögumaður:  Fundurinn var haldinn í einni kennslustofu barnaskólans á

Álftanesi og var vel sóttur.  Ræðumenn voru þessir:  Ólafur Thors,

Guðmundur Í. Guðmundsson, Þórarinn Þórarinsson og Sverrir

Kristjánsson.  Við vorum allir fremur léttir í skapi, enda farnir að

kunna ræðurnar nokkurn veginn utanbókar, eins og börn til spurninga,

þegar komið er að fermingu.

 

Það var jafnan siður á samkomum að fundarstjóri spurði háttvirta

kjósendur hvort einhver vildi taka til máls.  Ég minnist þess ekki að

kjósendur hafi neytt þessa lýðræðisréttar síns á fyrri fundum.  En nú

bar nýrra við.  Á aftasta bekk við austurenda skólastofunnar sat kona

ein.  Hún reis á fætur og biður um orðið.  Það var ekki laust við að

léttur rafstraumur færi um okkur frambjóðendur, þar sem við sátum hlið

við hlið á bekknum, hægra megin við pontuna.  Mér fannst við ekki

ólíkir sakamönnum, gripnum fyrir smáhnupl.  Auðsætt var að

fundarstjóri bar ekki kennsl á konu þessa.  Fundarstjóri bað hana að

segja til nafns.

 

Karítas:  Ég heiti Karítas Skarphéðinsdóttir.

 

Sögumaður:  Enginn kannaðist við nafnið að því er mér sýndist.  Mér

varð starsýnt á konuna.  Hún var tæplega meðalkona á hæð, miðað við

vöxt íslenskra kvenna af hennar kynslóð, en mér virtist hún vera

einhvers staðar á milli fimmtugs og sextugs.  Andlitið frítt, hárið

mikið og vel snyrt í fléttum, hnarreist var hún og upplitsdjörf.  Hún

leit rétt í svip yfir kjósendahjörðina, síðan nokkuð fastar á okkur

sakborninga á frambjóðendabekknum og mér sýndist ekki betur en það

brygði fyrir léttri fyrirlitningu í augnaráðinu, þegar hún horfði á

okkur.

 

Karítas:  Það mál sem ég ætla að ræða hér á þessum stað er sjálfstæðismálið.

 

Sögumaður:  Nú lyftist brúnin á þessum fjórum á sakamannabekknum.

Auðvitað vorum við allir sjálfstæðismenn með litlu essi og Ólafur

Thors meira að segja með stóru.  Okkur hvarf hræðsla sem við höfðum

kennt í fyrstu, því að frambjóðendur bera oft lúmskan ótta til

kjósanda sem er óskrifað blað þangað til hann hefur krossað á

kjörlistann.

 

Karítas:  En það sem ég tel mikilvægasta sjálfstæðismál íslensku

þjóðarinnar er áfengismálið.  Og nú vil ég spyrja háttvirta

frambjóðendur, viljið þið útrýma áfengisbölinu og flytja áfengið út úr

landinu?  Og ég heimta skýr svör við spurningu minni.

 

Sögumaður:  Að lokinni ræðu Karítasar Skarphéðinsdóttur birti mjög

yfir ásjónum sjálfstæðishetjanna góðu á sakamannabekknum.

Áfengisbölið íslenska hefur jafnan verið vinsælt umræðuefni

landsmanna, en nú hafði Karítas gert það að helsta sjálfstæðismáli

þjóðarinnar.  Og nú hófst baráttan um þetta prúðbúna atkvæði, sem

enginn vissi deili á.  Þingmálafundurinn þarna á Álftanesinu tók allt

aðra stefnu en ríkt hafði á fyrri fundum.  Hin stutta en kjarnyrta

ræða Karítasar Skarphéðinsdóttur hafði lyft þessum lágkúrulega

þingmálafundi upp á himinhátt plan, þar sem heiðríkjan og siðgæðið

ríktu.  Ekkert pólitískt skítkast lengur, engar skammir, engin

bolabrögð.  Samkvæmt reglum fundarins tók Ólafur Thors fyrstur til

máls.

 

Ólafur Thors:  Ég vil þakka þessari konu sem nú tók síðast til máls

fyrir hina afburða góðu ræðu.  Það voru sannarlega orð í tíma töluð.

(Þögn).  Ég vil segja.  Íslendingar drekka illa.  Ég vil segja meira.

Íslendingar drekka mjög illa.

 

Sögumaður:  Í framhaldinu jós Ólafur sér yfir áfengisneyslu Íslendinga

af slíkri orðgnótt að með sjálfum mér harmaði ég að Góðtemplarareglan

hefði ekki borið gæfu til að ráða Ólaf sem faranderindreka sinn um

landið.  Næsti ræðumaður var Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður,

svipurinn einlægur og sakleysislegur eins og títt er um menn sem geta

sagt allt - nema satt.

 

Guðmundur Í:  Ég vil leyfa mér að þakka Karítas Skarphéðinsdóttur

fyrir hennar ágætu ræðu. Svo sem kunnugt er mörgum, er

Alþýðuflokkurinn, sem ég hef þann heiður að vera fulltrúi fyrir,

beinlínis sprottinn upp úr bindindishreyfingunni á Íslandi.  Frá fyrstu

tíð hefur Alþýðuflokkurinn haft bindindi og vínbann á stefnuskrá sinni

og hefur aldrei hvikað frá þeirri stefnu.  Ef háttvirtir kjósendur

Gullbringu- og Kjósarsýslu vilja sýna mér það traust að kjósa mig til

þings þá mun sannarlega ekki standa á mér og flokki mínum að útrýma

áfengisbölinu og gera Ísland að vínlausu landi.

 

Sögumaður:  Þriðji ræðumaður var Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri

Tímans, heitur stjórnarandstæðingur og hugði til mikillar afreka þegar

Nýsköpunarstjórninni yrði steypt af stóli.

 

Þórarinn:  Frá því ég var fjórtán ára, hef ég hvorki neytt tóbaks né

áfengis.  Mér er því einkar ljúft að taka undir orð Karítasar

Skarphéðinsdóttur um áfengismálið.  Það þarf varla að geta þess, sem

alþjóð veit, að Framsóknarflokkurinn hefur allt frá stofnun barist

gegn áfengisneyslu og áfengisböli Íslendinga.  Og er skemmst að

minnast að á Alþingishátíðinni árið 1930 er Framsóknarflokkurinn fór

með ríkisstjórn var vín ekki veitt í opinberum veislum og sátu þær þó

erlendir þjóðhöfðingjar, sem eru vanir að drekka vín með mat, enda fór

hátíðin fram með mikilli prýði og kurteisi sem frægt er í annálum.

Háttvirtir kjósendur Gullbringu- og Kjósarsýslu, ef þið viljið stuðla

að þingsetu minni mun Framsóknarflokkurinn berjast með oddi og egg

fyrir þeim kröfum sem fram voru bornar í hinni ágætu og snjöllu ræðu

Karítasar Skarphéðinsdóttur.

 

Sögumaður:  Stúkubræður frambjóðendahópsins höfðu nú lokið máli sínu.

Ég hef aldrei hlustað á svo hjartanlegt bræðralag.  Á öllum

framboðsfundum höfðu þeir barist eins og grimmir púkar í neðra.  Nú

voru þeir orðnir eins og vængjaðar englaverur í efra, mér sýndist

jafnvel votta fyrir litlum hvítum fjöðrum á herðablöðum sýslumannsins

Guðmundar I.

 

Sverrir:  En nú var komið að mér, Sverri Kristjánssyni.  Hvernig átti

ég að svara Karítas Skarphéðinsdóttur ?  Átti ég að slást í hópinn með

stúkubræðrunum þremur?  Mér bauð við tilhugsuninni.  Það yrði að hafa

það, þótt ég færi af þessum fundi reyttur englafjöðrum.  Það var víða

kunnugt að Sverri Kristjánssyni þótti áfengi ekki vont á bragðið - svo

ekki sé meira sagt.  Það myndi enginn trúa einu orði, ef Sverrir

Kristjánsson héldi bindindisræðu á framboðsfundi.  Og svo þurfti þessi

kelling, Karítas, að koma hingað anstígandi einhvers staðar utan úr

buskanum á Álftanesi, gera áfengismálið að sjálfstæðismáli og heimta

að brennivíninu yrði hent í hafið.  Ég kaus að þegja sem mest.

Góðir kjósendur.  Ég sem fulltrúi Sósíalistaflokksins vil eindregið

hvetja ykkur til að kjósa flokkinn, hans eindregnu stefnu í öllum

landsmálum, þjóðinni til góðs.  Nauðsyn er að efla gengi hinnar

sósíalísku stefnu á Íslandi.

 

Sögumaður:  Háttvirtir kjósendur fóru að tínast burt.

Frambjóðendurnir þrír, stúkubræðurnir, slógu hring í kringum Karítas,

klöppuðu henni um herðar og þökkuðu henni ræðuna.  Ég sat einn í sæti

mínu, yst á bekknum, sakbitinn sósíalisti sem hafði brugðist

stefnuskrá flokksins um vínbann og bindindi.  Ég fann það mjög

greinilega að í dag hafði ég verið slæmur kommi.  En Karítas ýtir þá

frá sér þeim stúkubræðrum og gengur til mín.

 

Karítas (réttir Sverri höndina):  Jæja, Sverrir Kristjánsson, ósköp

held ég að við eigum fáar sálir í þessari sveit.

 

Sögumaður:  Ég sá Karítas aldrei síðan.  En ég fræddist um nokkur

atriði ævi hennar.  Hún var fædd í Æðey en bjó um langt skeið á

Ísafirði.  Hún var aðeins sautján vetra er hún giftist manni sínum,

Magnúsi Guðmundssyni, og ól honum tíu börn en þremur börnum manns síns

af fyrra hjónabandi gekk hún í móðurstað.  Á Ísafirði vann hún lengst

við fiskþvott og snemma kynntist hún ísfirskum atvinnurekendum við

samningsborðið og mælt er að hún hafi oftar en ekki velgt þeim

dáyndismönnum undir uggum.  Hún var stofnfélagi í Kommúnistaflokki

Íslands og svo var og eiginmaður hennar.  Síðan var hún virkur félagi

Sósíalistaflokksins.  Fertug að aldri skipaði hún sér í þá fylkingu

verkalýðshreyfingarinnar er sótti fram til þeirrar tíðar sem koma

skyldi.  En í sama mund stóð hún djúpum rótum í gróðurmold íslenskrar

alþýðumenningar.  Hún var hafsjór íslenskra kvæða, vísna og kviðlinga

í fornum skáldskap og ungum.  Já, þannig var Karítas

Skarphéðinsdóttir, harðger íslensk jurt vökvuð hlýju regni alþjóðlegra

hugsjóna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband