Það virðist skollinn stríðsfóbía (hræðsla) á Vesturlöndum. Þjóðverjar eru tilbúnir að setja pening í jarðir til að flýja hugsanleg stríðátök.
Við skulum vona að það fari ekki svo að stríð brjótist út.
Bjóða í jarðir til að kolefnisjafna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2024 | 14:43 (breytt kl. 14:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögregluforingin er farinn að gefa hér einhverja frípappíra. Held að það sé nú dómstóla og saksóknar að gera út um þetta mál.
Málið þarf að rannsaka alveg upp í ríkistjórn að ráð- herraborði. Hvað ætli tryggingafélögin leggi til málsins.
Hvaða lög gilda um íshella og allmanna ferðir á þeim slóðum. Svona mál eru alveg hræðileg fyrir alla sem koma þar við sögu. Verið er að rústa orðspori íslenskrar ferðaþjónustu og dugar ekki hér eitthvað spjall fyrir ótímabærar yfirlýsingar yfirlögregluþjóns. Þar á ofan er komnar efasemdir um að stjórnkerfið virki hjá okkur.
Málið er grafalvarlegt og tilefni til að votta þeim sem eiga hlut að máli samúða og hluttekningu.
Björgunarsveitarmenn leggja á sig í mikið erfiði og áhættu við björgunarstörf sem rugludallar hafa orsakað.
Ólíklegt að fyrirtækið verði dregið til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.8.2024 | 21:00 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á wikipedia og á Vísindavefnum kemur fram að marþon sé langhlaup kennt við borgina Maraþon á Grikklandi. Það er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem talið er að boðberi nokkur hafi hlaupið með skilaboð um sigur í bardaga við Maraþon, frá borginni til Aþenu í kringum 490 f.Kr. Hafði þar Aþeningum tekist að sigra innrás frá Dareios Persakonungi og hans herdeildum.
Segir svo frá að boðberinn hafi ekkert stoppað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér fréttunum.
Maraþon eru oft hlaupin inni í borgum og eru sum þeirra afar vinsæl, s.s. í New York, London og Chicago. Þá eru líka hlaupin hálfmaraþon sem er 21.1 km. Hér á Íslandi er líka 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna.
Maður er nefndur Jón og hefur viðurnefnið hlaupari. Hann er Biskupstungnamaður. Hann er þekktur fyrir áhuga sinn á allskonar hlaupum. Jón ók vörubíl og flutti áburð fyrir bændur á Suðurlandi í den. Við kynntumst þegar verið var að lesta bílana í Áburðarverksmiðjunni, þegar ég var þar við störf vorin 1961-1965. Jón hefur tekið þátt í allkonar hlaupum. Einu sinni hittumst við á götu og tókum tal saman og bar þar á góma hlaup og ræddum um hvað margir væru að glíma við ofþyngd. Jón sagði að þetta væri ekkert vandamál. "Ef ég væri heilbrigðisráðherra mundi ég láta ríkissjóð borga fólki fyrir að hlaupa svona milli stöðva. Árangurinn mundi koma strax fram", sagði Jón kíminn.
Í Reykjavíkurmaraþoni er á ýmsum stöðum stöðvar til að þjónusta hlaupara, fá vatn og orkudrykki, o.þ.h. Og vera með viðburði til skemmtunar, því það verður að vera gaman. Við krakkarnir í Laugarnesi ákváðum 2018 að vera með viðburð. Ákveðið var að taka videó af hlaupagikkjunum og sýna Laugarnesið og láta Sigurð Ólafsson söngvara og hestamann syngja. Vera með Massey Ferguson og fána til gamans. Þetta tókst og það mjög vel.
Hér frumsýnum við þetta menningartengda videó.
Upptöku annaðist Erlendur S. Þorsteinsson.
Stjórnmál og samfélag | 24.8.2024 | 12:15 (breytt 25.8.2024 kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú erfitt að vinna forsetakosningar fyrir mann sem hefur verið skotið á og verið að dæma stuðningsfólk hans sem gerði tilraun til valdaráns sem sannanlega hann gaf út skipun um að drífa sig inn í þinghúsið. Unnin spjöll á húsinu og munum og ráðist á starfslið og réttkjörna fulltrúa fólksins
Dómstólar farnir að dæma í hverju málinu á fætur öðru og árásamennirnir á leið í tugthúsin.
Lýðræðið mun sigra. Bandaríkjamenn eru ekki svo grunnhyggnir að þeir vilji svona forseta eins og Trump er. Þeir verða hrifnir af því að hafa konu til að kjósa. Þannig liggur málið að þessi fylki hafa verið óviss um langt árabil og nú er fólkið farið að hugsa dæmið. Þessi góði árangur í þessu fylkjum sem oft hefur verið óvissa um hvernig línurnar liggja er viðsnúningur til sigurs. Þetta er eins og með stórt olíuskp eða flugmóðurskip. Það tekur tíma að breyta um stefnu eða stöðva.
Það er glans á svona kosningum og Pútinn sennilega með bensínlausa skriðdreka.
Kamala Harris nær forskoti í lykilríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.8.2024 | 21:37 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 37
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 187
- Frá upphafi: 573505
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar