Seyrumengun í Þjóðgarðinu á Þingvöllum

Komið hefur fram í fréttum að seyra hefur verið losuð í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þessi mál virðast vera í lamasessi í þjóðgarðinum.

Af hlaði í SkógarkotiUpplýst er í fundargerðum Þingvallanefndar að heildar úttekt standi fyrir dyrum á ástandi rotþróa á svæðinu, samhliða vinnu við endurnýjun lóðarleigusamninga.

Á Stöð 2 var sagt frá þessum deilumálum og hægt er að sjá fréttina Vísir.is. Þar segir:

,,Tekin voru sýni úr sex bústöðum á þriðjudag. Helmingur þeirra reyndist innihalda gerlafjölda yfir heilsufarsmörkum, og í einu þeirra var greinileg saurgerlamengun.
Heilbrigðiseftirlitið telur þó ekki að niðurstöðurnar taki af allan vafa um uppruna mengunarinnar, og hvorki fullyrðir né útilokar að hún stafi af athæfi fyrirtækisins, en áfram verður fylgst með neysluvatni á svæðinu. Þá telur eftirlitið fulla þörf á að kanna veitumál á svæðinu, þar sem hugsanlegt sé að mengunin komi úr rotþrónum sjálfum".

Í stefnumótum fyrir þjóðgarðinn 2004-2024 segir m.a.: Tekið af vef Þingvallanefndar.

,,S6: Sumarhúsasvæði: Sumarhúsasvæði eru tvö. Annað nær frá Valhöll í suðvestur eftir Hallinum að mörkum hins friðlýsta svæðis en hitt, sem er mun smærra, er í grennd við Gjábakka þar sem eru sex bústaðir. Þar hafa risið sumarhús á afmörkuðum lóðum sem leigðar eru til 10 ára í senn. Húsin eru margvísleg að gerð og gróður umhverfis þau er af ýmsum toga og almennt ekki í samræmi við gróðurfar þjóðgarðsins.

Mörk ásættanlegra breytinga. Ljóst er að sumarhúsasvæðin eru snortin og ekki áhugaverð til verndunar í núverandi mynd. Á hinn bóginn skal tryggt að svæðin stingi ekki frekar í stúf meira en nú er og því ekki leyfðar frekari byggingar á þessum svæðum né þau stækkuð. Stefna fyrir þetta svæði er sem hér segir: Stefnt skal að því að þjóðgarðurinn neyti forkaupsréttar þegar bústaðir bjóðast til sölu og taki yfir lóðir þegar leigusamningar renna út og skal í upphafi lögð mest áhersla á Gjábakkasvæðið. Deiliskipulag kveði á um atriði sem lúta að ásýnd, gróðurfari og aðgengi".

Mér sýnist eftir að hafa skoðað fundargerðir Þingvallanefndar og stefnumótunina 2004-2024 þá skorti Þingvallanefnd lagaheimildir til að vera að undirbúa lóðarleigusamninga á svæðinu.

Það er kveðið á um að nefndin hafi forkaupsrétt á sumarhúsum innan þjóðgarðsins en forkaupsréttu felur ekki í sér skyldu til að kaupa. Og síðan á nefndin að taka yfir lóðir þegar leigusamningar renna út og sumarbústaðareigendur farnir á brott með sitt dót.

VegvísirStefnumörkunin er alveg skýr. Þjóðgarðurinn er ekki sumarbústaðasvæði og þegar lóðarleigusamningar eru útrunnir þá eru þeir útrunnir og þá ber Þingvallanefnd væntanlega að sjá til þess að lóðirnar séu rýmdar í almanna þágu.

Þjóðgarðurinn er helgidómur Íslendinga eins og sagt er í hátíðarræðum og á að vera öllum heimil för þar í samræmi við innraskipulag hans hverju sinni. 

Alþingi hefur síðasta orði um málefni Þingvalla eins og verið hefur frá því að Alþingi var fyrst sett þar.


Þjóðlenda í Vestmannaeyjum?

Ég fór til Vestmannaeyjar í sumarleyfinu og ferðaðist um eyjarnar. Þar er margt skemmtilegt að sjá. Hafði ekki komið þar síðan 1964.

Grjót í VestmannaeyjumÍ janúar 1973 hófst gos þar eins og kunnugt er. Mikið hraun rann þar fram í sjó og var nærri búið að loka höfninni en mönnum tókst að koma í veg fyrir það með aðgerðum sem alþjóð eru kunnar.

Mikið öskufall varð þarna og fór hluti byggðarinnar undir vikur og hraun. Nú er hafin uppgröftur þar og hefur verið talað um Pompei norðursins og er mjög fróðlegt að litast þar um en um leið lærdómsríkt að gera sér grein fyrir náttúruöflum  landsins og lífsbaráttu fólks.

Í norðurhluta  hraunsins sem runnið hefur í sjó fram og myndað nýtt land eru ummerki um efnistöku á jarðefnum all nokkur. Eru þarna malargryfjur.

Þegar ég rölti þarna um fór ég að velta því fyrir mér hvort hraun sem rennur í sjó fram  og myndar nýtt land væri í einkaeign eða ný þjólenda? Þetta er væntanlega lögfræðileg spurning?

Árni Johnsen hefði átt í sínu tilvik, sem skapandi listamaður í lagasetningu, að heyja sér grjót eða efni í nýahrauninu og láta svo reyna á málið fyrir dómstólum, ef einhver kærði.

GaujulundurÞó hraunið sé úfið og berangurslegt hefur samt verið búin til lundur í því við vesturendann mjög haganlegur og fallegur sem nefnist Gaujulundur. Það starf er til marks um hvað hægt er að gera þegar elja dugnaður og útsjónarsemi er fyrir hendi.


mbl.is Árni skilar móbergshellum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvælaöryggið ótryggt

Með núverandi hámarksafurðarstefnu í mjólkurframleiðslu er matvælaöryggi þjóðarinnar stefnt í tvísýnu.

Nú nýverið kom fram í fréttum að afurðarhæsta kýrin í skýrsluhaldinu mjólkaði rösklega 15.000 lítra. Það er ótrúlega há nyt og slíkar hámarksafurðir byggjast að miklum hluta á innfluttum fóðurbæti. Og ef eitthvað raskaðist með aðföng væri vá fyrir dyrum.

Kýrnar að Hálsi í Kjós mjólka um 3000 lítra á ári og engin eða sáralítill fóðurbætir notaður. Það bú mundi fullnægja skilyrðum um matvælaöryggi mjög vel.

Talað er um að búvörusamningum í mjólkurframleiðslu fylgi skyldur og réttindi. Það má vel vera að svo sé. Þó er hvergi að finna ákvæði um að neinn beri ábyrgða á því sérstaklega, að mjólkurvörur séu til sölu hvar sem er á landinu á samræmdu verði.

Bændur hafa getað selt kvóta og stokkið frá jörðum sínum þegar þeim hentar og eru á engan hátt bundnir af neinum samningum  hvað það snertir. Brytjað jarðirnar niður í frístundabyggð, selt grósserum þær við hæsta verði.

Ráðamenn hafa breytt út faðminn og sagt að það sé gott að bændur geti selt jarðir sínar á uppsprengdu verði. Í Noregi skilst mér að það séu strangar reglur um sölu bújarða.

Núverandi fálmkennda og stefnuleysisstefna í landbúnaði hefur valdið stórskaða. Bændur eru stórskuldugir vegna fjárfesting  í vélum, kvótum og nýbyggingum

Menn í sparifötum hafa farið um sveitir með skjalatöskur og lokkað bændur til að taka lán sem erfitt verður að borga.

Héraðsráðunautar og fagfólk í landbúnaði virðast ekki hafa haft neina beina aðkomu að þessari þróun og landbúnaðarakademían er í felum og er aldrei spurð af fjölmiðlafólki hvernig gangi og hvort við séum á réttri leið.


mbl.is ASÍ leggst gegn mjólkurfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón ráðherra

Vitanlega megum við  veiða allt sem syndir. Út um öll mið og svið, inn til dala og fjalla.

RæðumaðurJón er allur að færast í aukana og nú verður ríkisstjórnin að fara að laga sig að lífsháttum Jóns, og fara út um annes og spyrja sjómenn um aflabrögð á makríl í staðin fyrir að dvelja alltaf á fundum upp í stjórnarráði.


mbl.is Í fullum rétti til makrílveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveigjanlegt skólahverfi

Þetta mál með þessar kennslustofur í Vesturbæjarskóla er alveg furðuleg uppákoma. Allar stærðir hafa verið kunnar svo sem fjöldi nemenda stærð skólahúsnæðis o.s.frv.

Þá er ekki síður nauðsynlegt að að börn hafi gott rými á skólalóð til að leika sér í frímínútum eins og að hafa gott atlæti í kennslustofum.

Vitað er að sumir skólar geta tekið við fleiri nemendum á meðan aðrir eru að springa. Reykjavík er eitt skólahverfi. Foreldrar geta ráðið því í hvaða skóla þau innrita börn sín. Venjan er samt að börn innritist í þann skóla sem næst er heimili viðkomandi.

Þar sem fjármagn er af skornum skammti og fyrirsjáanlegt að ekki verið ráðstöfunarfé til nýbygginga skólahúsnæðis á næstu árum er nauðsynlegt að upplýsa foreldra betur um að börn þeirra geta farið í hvern þann skóla sem þeir kjósa en innrita ber börn á auglýstum innritunartíma.

Nauðsynlegt er að skólayfirvöld og Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hugi að þessum málum í tíma, þannig að ekki komi til að illa farnar kennslustofur séu settar upp á skólalóðum borgarinnar eftir að skólastarf er hafið.

Slíkt veldur óþarfa úlfúð og deilum þegar mest á ríður að allir standi saman í upphafi skólaárs.


mbl.is Uppnám vegna skúra á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanínur í Sléttárdal

Jörðin Sléttárdalur í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu er í samnefndum dal og var þar stofnað lögbýli 1911. Þar hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi.

Þar er gott beitiland en vetrarríki talsvert. Jörðin fór í eyði 1944 og var síðasti ábúandi Bjarni Halldórsson sem þekktur var fyrir að vera mjög markglöggur.

Ég heyrði þá sögu í bernsku minni að einhverra hluta vegna urðu eftir þar um haustið, þegar ábúendur yfirgáfu bæinn, nokkrar kanínur. Mönnum til nokkurrar furðu voru kanínurnar vel sprækar um vorið.

Hægt er að fletta því einhversstaðar upp hvernig veturinn hefur verið.

Nokkrar heyfyrningar voru eftir í Sléttárdal og er talið að kanínurnar hafi lifað á þeim.

Það er tilbreyting að hafa villtar kanínur í borgarlandinu á afmörkuðum svæðum undir eftirliti.


mbl.is Ekki talin þörf á aðgerðum vegna kanína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón lokaður inni

Það kemur fram á myndum sem fylgja fréttinni að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra virðist lokaður einhversstaðar inni.

Það er nú lámark að maðurinn hafi lykla og það er vona að hann geti ekki mætt á ríkisstjórnarfund ef hann er lokaður einhverstaðar inni á gangi.

Guð sé lof að hann hafi farsíma þannig að Jóhanna geti alla vega talað við hann í síma og spurt hann út í misskilninginn og hvort það sé ekki örugglega búið að dagsetja allar göngur og réttir.

Það er löngu búið að ákvarða aðlögun okkar að ESB þó engin hafi tekið eftir þessu nema Jón Bjarnason.

Í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar segir:

                                                                1. gr.

                                                  Markmið samningsins

       1.4 Að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni.

 Þessi klásúla er í búvörusamningnum sem undirritaður var á sauðburði 10. maí 2004 og hnykkt á því í viðauka búvörusamningi frá 18 apríl 2009.

,,Samningsaðilar eru sammála um að beita sér fyrir könnun á skuldastöðu mjólkurframleiðenda í
samvinnu við viðskiptabanka í þeim tilgangi að leita lausna til að bæta stöðu greinarinnar í þeim
fjármálaþrengingum sem þjóðin býr nú við. Þá eru samningsaðilar sammála um að hefja vinnu við
endurskoðun á landbúnaðarstefnunni í þeim tilgangi að treysta stöðu landbúnaðarins og búa hann undir breytingar á komandi árum".

Bændur er framsýnir þó þeir fari vel með það og Jón glöggur að reka augun í þetta.


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóðarleigusamningar í þjóðgarðinum útrunnir

ÞingvellirÁ 369 fundi Þingvallanefndar 17. febrúar 2010 var samþykkt að framlengja alla lóðarleigusamninga fram til 31. desember 2010 en þeir eru nú allir útrunnir innan þjóðgarðsins.

Á fundi Þingvallanefndar 20. maí 2010 var rætt um að gera þyrfti úttekt á rotþróm og vatnsöflun innan þjóðgarðsins.

Á sama fundi var eftirfarandi texti færður til bókar:

,, Samantekt. Vinna við endurskoðun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála er nokkuð á veg komin og er ljóst að nefndin þarf að taka afstöðu til nokkurra atriða. Meta þarf hvaða skuldbindingar íslenska ríkið hefur undirgengist gagnvart frístundabyggð þeirri er hér um ræðir með skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá Unesco og að hvaða leyti taka þurfi tillit til þeirra skuldbindinga við endurnýjun lóðarleigusamninga og byggingarskilmála. Ákveðið óska eftir umsögn frá lögfræðingi ráðuneytis Heimsminjanefndar um þetta mál".

Ég átti leið um þjóðgarðinn í sumar og ætlaði að rölta eftir vatnsbakkanum til suðurs en kom þá að girðingu sem hefti för mína. Ég taldi mig vera í þjóðgarði og kom þetta svo sannarlega á óvart. 


mbl.is Saurmengað vatn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir synda Drangeyjarsund. Grettir og eldurinn

Grettissund , Drangeyjarsund og næst ?

Ég óska formanni Frjálslyndaflokksins til hamingju með þetta sund og vona að það verði öðrum stjórnmálamönnum hvatning til að vinna sambærileg afrek.

mbl.is Formaður Frjálslyndra synti Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Pokahlaup sjálfstæðismanna

Pokahlaup sjálfstæðismanna stendur nú yfir. Alþingismenn þeirra sem fara með löggjafarstörf á Alþingi Íslendinga, spyrjast nú fyrir um lagaleg atriði og virðast með öllu ókunnugir orsökum Hrunsins Mikla.

Beina þeir aðallega máli sínu til utanþingsráðherra, sem er hagfræðingur, og ólögfróður og virðast álíta að hann geti upplýst þá um lög sem þeir sjálfir hafa sett en vita ekki hvernig virka.

Ráðherrann sem er sérfræðingur í debet og kredit útskýrir fyrir sjálfstæðismönnum að valdið sé þrískipt í þjóðfélaginu, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og segir þeim að dómsstólar leysi úr réttarágreiningi og marg segir það á Alþingi. Meira viti hann ekki.

Refur á HörnströndumSíðan fer þessi ráðherra og fær sér göngutúr á Hornströndum til að skoða villta refi.


mbl.is Gylfi áfram ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband