,, Að sögn Hermanns Guðjónssonar, Siglingamálastjóra, fékk Siglingastofnun ábendingu um að til stæði að flytja flugvélaeldsneytið með fiskiskipi og var í kjölfarið komið þeim upplýsingum til útgerðar skipsins að slíkt væri ekki í samræmi við alþjóðlegar reglur um slíka flutninga enda hafi staðið til að flytja eldsneytið í lest þess. Ástæða þess að lögregla hafi mætt á staðinn hafi verið sú að talið hafi verið að eldsneytið hafi verið komið um borð í skipið sem síðan hafi reynst rangt"
Það verður nú að fara með gætni við að flytja svona farm og öllum reglum að vera fullnægt. Einnig búnaður og þekking til að koma í veg fyrir mistök og vandræði.
Trauðla geta öll skip flutt svona farm svo vel sé og er eðlileg varkárni nauðsynleg.
Varðandi að Landhelgisgæslan flyti farminn er erfitt að segja til um. En ekki er hægt að bera Gæsluna og fiskiskip saman. Þar hlýtur Gæslan að hafa yfirburð, varðandi búnað og aðstöðu. Þetta eru skip sem kölluð eru út við hættulegar aðsæður þegar almannahætta er sett á hæsta stig.
Myndin er af síðutogaranum Ísborg ÍS 250 en henni var breytti fraktskip en aldrei fluttum við flugvélareldsneyti. Aðeins saltfisk og síldartunnur og pakkavöru.
![]() |
Mátti ekki flytja eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.8.2012 | 15:30 (breytt 15.4.2024 kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluhöfundur rifjaði það upp þegar fréttin var lesin að hann minnist móbruna í Svínavatnshreppi í kring um 1955-56.
Grafinn hafði verið framræsluskurður samhliða svokölluðum Samkomuhúsafleggjara og kom mikill mór upp úr skurðinum og var svo ruðningnum jafnað út. Þetta var afmarkað svæði.
Í minningunni logaði þarn eldur ári seinna og gróf sig niður í ruðninginn og hélst einhvern tíma og var ekkert sérstkt gert í málinu þar sem svæðið var afmarkað og lítið.
Færsluhöfundur hefur alla ævi staðið í þeirri trú að þarna hafi orðið sjálfsíkveikja ( barnalegt). Til að kanna þetta frekar og far ekki með neitt fleipur hringdi ég í jafnaldra minn og félaga Jón Sigurgeirsson frá Stóradal og síðar Stekkjardal og bar þetta undir hann.
Hann mundi vel eftir þessum atburði en sagði að móðurbróðir sinn Jón Jónsson, Jóni í Stóradal, hefði kannað þetta á þeim tíma og taldi að kviknað hefði út frá sígarettu sem kastað hefði verið út úr bíl.
![]() |
Rætt um að fá þyrluna í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2012 | 22:18 (breytt kl. 22:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er nú meiri vitleysan endalaust með þessi gangbrautarljós. Auðvita er aðalatriðið að aðskilja umferð ökutækja og gangandi vegfarenda.
Það verður ekki gert öðruvísi en vera með göng undir akbrautinni. Þannig er dekrað við kýrnar að Hálsi í Kjós. Þær þurfa aldrei að bíða eftir grænuljósi því þær hafa undirgöng undir veginn.
Þetta er sérdeilis hentugt þarna við Þjóðmynjasafnið þar sem vegalengdin er stutt. Það væri hægt að smella forsteyptum gangnaeiningu á einni nóttu-eða tveim.
Þetta er einhvernvegin voðalegt verkfræðilegt ráðaleysi hér á landi.
Þá væri áhugavert að gaumgæfa hvort ekki væri hægt að vera með ,,lárétta" lyftu fyrir umferðarþunga gangandi og hjólandi vegfarenda, þar sem akbrautir væru margar t.d. á Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Miklubraut.
Með því móti væri hægt að nota rafmagn til samgöngubóta.
Myndin er af skemmtilegu hringtorgi í Birmingham í Englandi, þar sem meginþungi umferðarinnar fer undir hringtorgið.
![]() |
Gangbraut yfir Hringbraut betrumbætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2012 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búfénaður hefur fylgt Íslendingum frá landnámsöld. Á þeim tíma giltu ákveðnar reglur hvernig menn helguðu sér land til búsetu í byggð og þannig spruttu landamerki bújarða. Reglur um helgun lands til eignar utan hins hefðbundna byggðamynsturs sem þróaðist voru aldrei settar eftir því sem best er vitað, svo sem um heiðar, almenninga og öræfi. Sú venja skapaðist snemma að bændur ráku fé til heiða til beitar. Þessi lönd voru kölluð ýmist víðlend heimalönd, afréttir eða almenningar. Hins vegar hefur lausaganga búfénaðar verið almennt leyfð á Íslandi og hefur sú tilhögun helgast af ýmsum ástæðum.
Landnám, afréttir, þjóðlendur
Með dómi Hæstaréttar frá 28. desember 1981 í máli nr. 199/1978 varðandi Landmannaafrétt, þar sem ríkisvaldið krafðist viðurkenningar á eignarrétti á landi og landsnytjum, var komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti landið en bændur ættu óskoraðan beitarrétt á þessum afrétti og kallast það afréttarnot. Það má segja að Hæstiréttur hafi með dómi þessum kallað eftir lagasetningu um eignarhald á afréttum og almenningum eða eins og segir í dómnum: Hinsvegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landssvæðis þess sem hér er um að ræða. Í framhaldi af þessum dómi varð mikil umræða varðandi eignarréttindi á Íslandi. Upp úr þeirri umræðu eru lög nr. 58/1998 um þjóðlendur sett. Í þeim er þjóðlenda skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda sem íslenska ríkið á þó einstaklingar eða lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi. Sem dæmi um slík réttindi eru beitarréttindi. Á okkar tímum er verið að úrskurða um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Þegar því er lokið mætti í raun halda því fram að landnámi sé lokið. Forsætisráðuneytið ræður þar með yfir þjóðlendum en önnur réttindi, eins og afréttur og beitarréttur, geta legið innan þjóðlendu.
Ef ráðuneytið vill friða þjóðlendu fyrir beit búfjár, þá verður það að semja við viðkomandi bændur um að afsala sér beitarréttinum, væntanlega gegn bótum. Takist það ekki er hægt að taka réttindin eignarnámi. Við fyrstu sýn virðist þó skynsamlegast að krefjast ítölu í þjóðlendu ef hún er illa farin vegna beitar. Ítala gæti jafnvel skilað niðurstöðu um að engin beit væri heimil í þjóðlendu og þar af leiðandi þyrfti engar bætur að greiða.
Ástæður lausagöngu búfjár
Sú venja hefur skapast við búfjárhald hér á landi að búfé hefur mátt reika um ógirta bithaga og afréttir og er ekki vörsluskylda á búsmala. Nefnist þetta lausaganga búfjár. Hún er aðferð til að nýta graslendi til hins ýtrasta, án tillits til þess hver á það. En hún er miðuð við þá lífshætti sem giltu fyrr á öldum og ljóst er að nú er öldin önnur. Meðfram vegum eru girðingar og þar á fénaður ekki að vera. Samt sem áður ber ökumaður bifreiðar tjón sem hlýst af því ef búfénaður stekkur óvænt í veg fyrir ökutæki en ekki bóndinn. Eini búpeningurinn sem er vörsluskyldur allt árið í högum eru stóðhestar og hrútar að hluta.
Íslenskir bændur hafa almennt ekki náð að girða bújarðir sínar og vegur þar þyngst kostnaður, tímaleysi og að sumar bújarðir er mjög erfitt að girða. Einnig fara girðingar mjög illa á Íslandi. Þær sligast vegna veðráttu, snjóa og ísingar og eru viðhaldsfrekar. Þetta eru helstu skýringar á lausagöngu sem viðgengst í landinu og svo ekki síst sterkri félagslegri og pólitískri stöðu bænda fram að þessu. Sveitirnar voru einsleitar og flestir áttu sameiginlegra hagsmuna varðandi beitina. Þess vegna er reglan um lausagöngu búfjár virk.
Framtíðar beitarskipulag
Íslenskt samfélag er að breytast. Hagsmunir einstaklinga, almennings og hins opinbera eru margvíslegir og hætt við árekstrum, m.a. vegna lausagöngu búfjár og annarskonar landnota. Má þar nefna umferð ökutækja, sumarhús, landgræðsla og skógrækt. Dæmi eru um að skógræktarmaður og sauðfjárbóndi hafi flogist á í hlíðum Esju út af beitarmálum.
Víst er að fyrr eða síðar rekur að því að lausaganga búfjár verði takmörkuð með einhverjum hætti. En vandséð er að það verði hægt að fá bændasamfélagið til að samþykkja breytta skipan mála. Ef koma á slíkri skipan mála verður að gera það með nýrri löggjöf um beitarmálefni. Skynsamlegt er að vera með svæðaskipulag og gera bændum kleift að hafa með sér beitarsamlög á ákveðnum svæðum sem mynda landfræðilega og búskaparlega heild og þar innbyrðis verði lausaganga leyfð. Umhverfi íslensku sauðkindarinnar hefur krafist þess að hún væri léttbyggð, léttræk og nægjusöm. Um miðja síðustu öld var ræktunarstefnunni breytt og var hafin ræktun á lágfættu holdmeira sauðfé. Nauðsynlegt er að halda áfram að rækta hraust afurðarsamt og vöðvafyllt sauðfé, sem hægt er að nefna láglendis- og dalasauðfé. Styðja þarf sauðfjárbændur til að klára að girða bújarðir sínar svo þeir geti haft fé sitt í heimahögum eða beitarsamlögum. Á móti sparaðist margskonar girðingakostnaður almennings og hins opinbera, þar sem lausaganga búfjár heyrir þá sögunni til. Bændur hefðu einnig ávinning af breytingunni svo sem varðandi íþyngjandi smalamennskur og útréttir. Í kjölfarið á slíkum breytingum ættu bændum að vera gefinn kostur á að kaupa sér tryggingu, sem bætti tjón vegna skaðabótaskyldu þeirra vegna lausagöngu búfjár.
Nýir hagsmunir eru sífellt að koma fram um notkun lands og má þar nefna ræktun lands til kolefnisbindings sem eru mikilvæg landnot nú á okkar erfiðu tímum varðandi loftslagsbreytinga. Þannig eru sífelldar breytingar á hagsmunum varðandi landnot. Ljóst er að lausaganga búfjár hefur áhrif á hagsmuni margra. Er því nauðsynlegt að hefja umræðu um nýtt beitarfyrirkomulag búsmala þjóðarinnar, sem fellur að almannahagsmunum. Nú á vormánuðum munu verða kosningar til Alþingis. Er því mikilvægt að afstaða tilvonandi þingmanna og framboða sé ljós því á endanum er það Alþingi sem setur markmiðin og markar stefnuna með löggjöf.
Höfundur er búfræðikandídat og fv. bóndi
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu fyrir síðustu Alþingiskosningar.
![]() |
Bændur harðorðir vegna Almenninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.8.2012 | 21:42 (breytt 8.3.2023 kl. 19:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 601406
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar