Það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum.
,,Í Hrd. 1964:596 var fjallað um mörk verkfallsvörslu. Hafði Kassagerð Reykjavíkur fengið lögbann lagt við því að Dagsbrún hindraði móttöku og flutninga á vörum að og frá verksmiðjuhúsum, sem starfsmenn Kassagerðarinnar, sem ekki voru félagsbundnir í félögum sem áttu í verkfalli önnuðust. Höfðu Dagsbrúnarmenn þráfaldlega hindrað starfsmenn fyrirtækisins, sem voru félagsmenn í Iðju, í störfum sínum við fermingu, akstur og affermingu flutningabifreiða. Enginn Dagsbrúnarmaður hafði verið í starfi hjá Kassagerðinni. Lögbannið var staðfest í undirrétti og sagði þar meðal annars að í málinu sé það atriði eigi til úrlausnar, hvort Dagsbrún hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, heldur það hvort verkfallsverðirnir hafi haft lagaheimild til þess að hafa réttarvörslu í því efni. Eigi verði séð að 18. gr. laga nr. 80/1938 né heldur 4. gr. laga nr. 50/1940 um lögreglumenn veiti aðilum að vinnustöðvun rétt til þess að taka í sínar eigin hendur réttarvörslu. Aðgerðir verkfallsvarðanna voru því dæmdar ólögmæt réttarvarsla af þeirra hálfu.Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu með þeim rökum að hvorki lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 né önnur réttarákvæði hafi veitt Dagsbrún heimild til þeirrar valdbeitingar gegn Kassagerðinni sem sönnuð var í málinu. Niðurstaða málsins var því sú að réttarvarslan sjálf var dæmd ólögmæt, en ekki lagt mat á það hvort um brot á II. kafla laganna um stéttarfélög og vinnudeilur hafi verið að ræða.
Frami 1964
Krafist var lögbanns við verkfallsvörslu félagsmanna Frama, sem voru í verkfalli gegn Landleiðum hf. í janúar 1964. Verkfallsverðir félagsins hindruðu akstur skrifstofustjóra og fulltrúa fyrirtækisins, en akstur framkvæmdastjórans var látinn afskiptalaus. Synjað var um lögbann með þeim rökum að viðkomandi ökumenn væru að vísu starfsmenn Landleiða, en þeirra starfi hjá félaginu hefði ekki verið sá að aka bifreiðum þess, heldur vinna skrifstofustörf. Yrði því ekki talið samkvæmt tilgangi og anda laga um stéttarfélög og vinnudeilur að Landleiðum hafi verið rétt að grípa til þessara manna til þess að vinna störf þeirra sem ættu í verkfalli við félagið. Þannig yrði ekki talið að Frami hafi gerst brotlegur um ólögmætar aðgerðir gagnvart Landleiðum með því að hindra akstur þessara manna á áætlunarbifreiðum félagsins.
Óðal 1973
Í nóvember 1973 kröfðust eigendur Óðals lögbanns á verkfallsvörslu Félags framreiðslumanna, en þeir reyndu að hafa opið fyrir gesti og önnuðust sjálfir framreiðslu og höfðu eiginkonur sínar sér til aðstoðar. Félagsmenn Félags framreiðslumanna fjölmenntu á staðinn og hindruðu gesti í að komast inn. Fógetaréttur synjaði um lögbannið með þeim rökum að lög nr. 80/1938 kvæðu ekki á um nein úrræði til þess að löglegu verkfalli yrði haldið uppi. Hefði jafnan tíðkast að samtök þau sem væru í verkfalli hefðu sjálf séð um að halda uppi þeirri vörslu sem þau teldu nauðsynlega til þess að verkfall mætti verða virkt. Hefðu þessar aðgerðir verið ýmiskonar, þar á meðal að meina öðrum störf þau er stéttarfélagið annaðist og eftir atvikum að koma í veg fyrir aðgang að þeim stað, þar sem verfall væri. Lögreglumönnum væri í lögum fyrirmunuð önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar eins og annars staðar uppi friði og afstýra skemmdum, meiðslum og vandræðum. Þetta þýddi að lögreglumenn yrðu ekki kvaddir til að hlutast til um tíðkanlegar verkfallsaðgerðir. Yrði að telja að lögbanni yrði ekki beitt gegn slíkum tíðkanlegum aðgerðum aðila að vinnudeilu og breytti þar engu þótt hinn aðilinn teldi þessar aðgerðir ólögmætar gagnvart sér eða valda tjóni". Tekið af vef ASÍ.
Það getur orðið þrautin þyngri að ákveða hvað er verkfallsbrot og hvað er ekki verkfallsbrot og ekkert einhlýtt í þeim efnum.
![]() |
ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.8.2010 | 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er alltaf skemmtilegt þegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra er í glímunni við fréttamenn fyrir framan stjórnarráðið. Þar er hann gjarna tekinn tali um búvörufrumvarp sitt og samkeppni á búvörumarkaði. Síðast þegar ég sá hann varðist hann mjög fimlega spurningu frétta manna um störf sín og svaraði jafna þegar hann var spurður; ,, Ég ber ábyrgð", svona gekk þetta í ein sjö skipti og aldrei hrökk Jón niður af tröppunum.
Nú nýlega var gerð mikil orrahríð að honum fyrir framan stjórnarráðið vegna frumvarps hans um búvörusektir og einokun í framleiðslu mjólkur. Þá lendir hann í þeirri sérkennilegu stöðu að villast á bílum og vera nærri kominn inn í vitlausan ráðherrabíl. Það hefði nú verið saga til næsta bæjar ef honum hefði verið ekið upp í viðskiptaráðuneyti og hann ekki vitað af sér fyrr en hann hefði verið sestur í stól viðskiptaráðherra.
Stjórnsýslan þarf vitaskuld að taka það til athugunar hvort ekki sé hægt að merkja ráðherrabílana svo ekki sé hætta á að ráðherrar villist upp í rangan bíl og lendi upp einhverju ráðuneyti sem þá langa alls ekki að koma í.
Hægt væri að hugsa sér að það væri mynd af viðkomandi ráherra á bílnum eða önnur kennileiti sem ráðherra gæti glöggvað sig á.
Eðlilegast og nærtækast væri að bíll landbúnaðarráðherra væri með merki Bændasamtakanna. Þá væri öruggt að Jón mundi ekki villast á bílum.
![]() |
Bændur telja frumvarp til mikilla bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.8.2010 | 20:32 (breytt kl. 20:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á bloggi sínu á Eyjunni segir Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður í Norðvesturkjördæmi frá tveim lagaálitum sem hafa borist sjávarútvegs-og landbúnaðarnefnd vegna búvörulagafrumvarps Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra.
,,Fram hafa komið rökstuddar efasemdir um að núverandi fyrirkomulag (ég tala nú ekki um hin hertu aðhaldsákvæði) standist atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Fyrir liggja tvö lögfræðiálit sem munu hafa orðið til í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fyrir nokkru, sem ganga sitt í hvora áttina hvað þetta varðar", segir færsluhöfundur.
Ef alþingismenn samþykkja frumvarpið óbreytt eru helmings líkur á að þeir séu að brjóta stjórnarskrána, ef þeir er sammála því að lagaálitin hafi sama hlutfallslega vægi.
Þeim er nokkur vorkunn að standa í þessum sporum, þar sem engin stjórnlagadómstóll er til í landinu sem gæti skorið úr hvort lagaálitið væri rétt niðurstaða.
Þess vegna verða þeir að leyfa stjórnarskránni að njóta vafans og fella sektarákvæðið út úr frumvarpinu.
Allt frá landnámi hafa bændur haft rétt á að selja búsafurðir sínar hverjum sem hafa vill, án þess að vera sektaðir eða eitthvað þaðan af verra.
En rétt er að geta þess að svo kölluð, Bændasamtök Íslands, hafa gert ákveðin samning við ríkisvaldið og verða að efna hann. Þó eru ekki allir sammála um að Bændasamtök Íslands hafi aflað sér nægilega traustra skriflegra samningsheimilda frá hverjum og einum bónda eða umboða til samningsgerðar.
Þeir bændur, sem ekki eru bundnir af þessum samningi hafa frjálsar hendur.
Ég hef það á tilfinningunni að það sé kvíði í Ólínu yfir þessu máli og því vilji hún eyða málini með einhverju tali um endurskoðun búvörulaganna einhvern tíman í framtíðinni.
![]() |
Allsherjar endurskoðun búvörulaga óhjákvæmileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.8.2010 | 18:21 (breytt kl. 19:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gott að það er búið að birta þetta lögfræðiálit lögfræðistofunnar Lex og einnig minnisblað aðallögfræðings Seðlabankans Sigríðar Logadóttur.
Þessar upplýsingar hreinsa andrúmsloftið.
Seðlabankastjóri á hrós skilið fyrir þetta.
Þetta er allt saman fortíðarvandi.
Í nýútkomnum Þjóðmálum, tímariti um stjórnmál og menningu er birt grein eftir Davíð Oddson fv, seðlabankastjóra sem ber heitið; ,,Það var engin vanræksla". Greinin er svar Davíðs við athugasemdum sem komu fram í bréfi Rannsóknarnefndar Alþingis til hans 8. febrúar 2010.
Ekki er hægt að fara í útlistanir á greininni hvernig hún horfir við leikmanni en hún er eigi að síður forvitnileg í ljósi þeirra atburða sem eru að eiga sér stað nú að loknum Hæstaréttardómi um lögmæti myntkörfulánanna og svo þessa lögfræðiálits og minnisblaðs sem birt hefur verið.
![]() |
Búin að ná botninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.8.2010 | 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau höfðu lítið umleikis og það voru erfiðir tímar. Lítið var um skemmtanir og gleðileiki. Þó kom það fyrir að þau fóru í læknisleik til tilbreytingar.
Eitt sinn er þau voru búinn að vera í læknisleik að þá fer karlinn eitthvað að fáta í kerlingunni.
Þá gellur í kerlingunni. ,, Aftur og nýbúinn".
Það er spurningin hvort hæstvirtur borgarstjóri ætti ekki að hafa þetta eins og forsetinn að koma bara einu sinni fram í hverju atriði.
![]() |
Jón Gnarr leiðir gleðigöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2010 | 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvæmt lögum nr. 36 22. maí 2001 á Seðlabanki Íslands að stuðla að öruggu fjármálakerfi;
,,4. gr. Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd".
Seðlabanka Íslands ber að athuga verði hann þess áskynja að eitthvað sé óeðlilegt við fjármálakerfi eða meinbugir á fjármálagjörningum eða fjármálastarfsemi, að hlutast til um að slíkt eigi sér ekki stað og taka tafarlaust í taumana.
Til þess hefur hann haft næg tækifæri svo sem með athugunum, rannsóknum og tilmælum, viðræðum og leiðbeiningu eða þá beinum skipunum, nú eða þá að leita til dómstóla ef aðilar fara ekki eftir hans forsögn og leiðbeiningum.
Þetta hlutverk hefur Seðlabanki Íslands að því er virðist, vanrækt og er öllum mönnum augljóst miðað við hvernig málefnum þjóðarinnar er komið. Það er algert haldleysi að benda á eitthvað annað.
Það veit allt fulltíðafólk að Seðlabankinn er ekki dómstóll. Þessa vegna ætti núverandi forysta Seðlabankans ekki að vera birta svona yfirlýsingar.
![]() |
Seðlabankinn ekki dómstóll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.8.2010 | 19:11 (breytt kl. 19:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru erfiðir tímar hjá bændum. Það er búið að vera mikil eldgos og öskufall og valdið miklum búsifjum. Að vísu hefur þetta verið staðbundið á ákveðnu svæði.
Spretta hefur svo sem verið ágæt og heyöflum góð en þó hafa melatún brunnið vegna þurrka og vandséð að hægt sé að fá nokkrar bætur út á slíkt.
Þá hafa menn ekið ógætilega innan um lambfé og talið er að yfir 80 fjár hafi farist af þeim völdum á Vestfjörðum einum og munar um minna. Ekki bætir nú úr skák að bændur eru farnir að finna ummerki um sauðaþjófnað á láglendi og er nú skörin farinn að færast upp í bekkinn.
Eilíf umræða um samkeppni getur nú verið þreytandi fyrir bændur þegar þeir koma kúguppgefnir inn frá bústörfum. Neytendur eru sífellt að sífra um lægra verð á búvöru en gera sér enga greina fyrir því hvað þarf að hafa fyrir hlutunum. Á meðan þeir geta hangið í sumarfríum, jólafríum, páskafríum, helgarfríum, hinsegin dögum, menningarnótt, eða 150 daga á ári verða bændur að vinna.
Það er nú nóg fyrir bændur að hafa áhyggjur af girðingarmálum milli nágranna og þessu eilífa pexi í smalamennskum og göngum og réttum heldur en að þurfa taka þátt í því að vera att saman við nágrannann um einhverja samkeppni.
Samkeppnin til sveita felst nú aðallega í því að hafa hús sæmilega máluð, græn tún og myndarlegar búvélar og sauðfé af Séra-Guðmundarkyninu og vera vel ríðandi.
![]() |
Segja frumvarp draga úr samkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.8.2010 | 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einu sinni komu tvær stúlkur inn í matvörubúð og sögðust vilja kaupa tvo banana.
,,Okey sagði kaupmaðurinn þið viljið kaupa tvo banana. Hérna er ég með þrjá banana á kippu, er það í lagi". ,,Já, já, allt í lagi", sögðu stúlkurnar og litu hvor á aðra. ,,Við borðum bara þann þriðja".
![]() |
Óvæntur gestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.8.2010 | 21:25 (breytt kl. 21:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Landgræðslan hefur áhyggjur af því að lúpínan taki völdin í Þórsmörk.
Vill Skórækt ríkisins að Þórsmörkin fyllist af lúpínu og standi svo á sinu meiri hluta ársins?
Málið er viðkvæmt en hvað skal gera?
Ég held að það verði að fara fram með þetta mál að bestu manna yfirsýn öllum til hagsbóta.
Rétt væri og skylt að skipa gerðardóm í málið, þar sem valinkunnir sómamenn ættu sæti og mundu ráða ráðum sínum.
Aðalatriðið er að ræða sig til skynsamrar niðurstöðu yfir kaffibolla, þar sem málsaðilar kæmu sér saman um fundarstað og skildu við málið í bróðerni og bærilegri niðurstöðu.
![]() |
Óttast að lúpínan taki völdin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.8.2010 | 18:07 (breytt kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef ekki bloggað um þetta mál þar sem ég hef ekki haft alla málavöxtu og vitneskju um málið.
Það var innan sjóndeildarhrings að verulegir hnökrar virtust vera á þessari ráðningu.
Eigi að síður var ekki vitlaust að ráða vanan mann, það er að segja mann sem hafði upplifað sömu ömurlegu tilfinningar að skulda og standa frammi fyrir gjaldþroti eins og því miður margir standa frammi fyrir núna.
Um samanburð á hæfismati einstaklinganna get ég ekkert sagt því ég hef ekki yfirsýn eða vitneskju um það.
Það lág alveg fyrir að málið yrði pólitískt erfitt fyrir félagsmálaráðherra og hann hefur ekki treyst sér til að taka þann slag. Enda væntanlega stórskaðað flokkinn með áframhald þess.
Fyrir liggur að Runólfur Ágústsson hefur engin lög brotið og engar skuldir hafa verið afskrifaðar enn sem komið er. Enginn veit hve lengi þetta félag dregur andann sem hann seldi. Hann var afar hreinskiptinn í þessum Kastljósþætti. Sigmar fréttamaður var líka ágætur. Kurteis en ágengur um svör.
Þá er það einkahlutafélagsformið. Það er það sem er að valda usla hér. Að aðilar geti drekkt félögum í skuldum og bankastjórnendur skuli lána með gáleysis hætti fé inn í slík félög með veði í hlutabréfunum sjálfum er tóm endaleysa. Og þetta þarf að ræða til einhverra vitrænna niðurstöðu.
Ég verð bara að segja að mér virðist allir hafi komið standandi niður í þessu máli og er því hér með lokið á þessari bloggsíðu.
![]() |
Umboðsmaður skuldara hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2010 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 601433
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar