Í Vatnsdælasögu er greint frá því að Norðmenn hafi komið hingað upp frá Raumsdal í Noregi og finna Vatnsdal og nema þar land og er til af því dálítil saga. Raumsdalur er falleg sveit með góðri siglingaleið út á haf.
Baltasar Samper hafði augljóslega grandskoðað söguna þegar hann málaði fresku af atburðum úr Vatnsdælu upp á vegg í Grunnskólanum að Húnavöllum.
Það var einstaklega gaman að fylgjast með því hvernig verkið varð til og þegar það var fullmótað, hvað það var skemmtilegt að geta fylgt söguþræðinum. Hver þáttur eða atvik er málað sem sér mynd sem verður svo að einni heildarsamfellu og sögu.
Baltasar hafði mjög gaman að tilsvari Þorsteins á Hofi þegar hann frétti af því að Víðdælingar væru á leið inn í Vatnsdal til að drepa hann eftir brúðkaup hríðarveður málaferli og níðstöng.
Þorsteinn fór með mannskap á móti Víðdælingum og hafði orð fyrir Vatnsdælingum og spurði um erindi í dalinn. Því svarar Finnbogi rammi: "Oft eru smá erindi um sveitir".
Þetta þótti Baltasar gott svar og hló mikið að því.
Baltasar er frumkvöðull í því að koma sögu okkar í listform málaralistarinnar.
Mest hefur verið málað landslag, gróður og sjórinn og er það ágætt, en verður meiri breidd þegar farið er að setja söguna í svona form og liti.
Ég hef bent hótelhaldara á Húnavöllum á að það vanti að setja úrdrátt úr Vatnsdælu við þessar myndir til að ókunnir geti haldið söguþræði. Má vel vera að það sé búið en ef ekki þá er það tímabært núna.
Hafðu þökk Baltasar fyrir áhuga þinn á Vatnsdælu og öll skemmtilegheitin við sköpun þessa listaverks.
![]() |
Engin leið út úr þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.7.2020 | 21:19 (breytt kl. 21:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi hugmynd um öskur er merkileg og ekki síst áhuginn á öskrinu.
Mér er styrt um stef að leysa 1.st bloggfærslu um efnið. Einu öskrin sem ég raunverulega þekki er þegar ég kom til gegninga í minni búskapartíð í fjósið, ef ég var ef til vill of seinn í fjósið þá gátu kýrnar staðið á öskrinu og maður áttaði sig ekki á hvað var að gerst.
Þá hafa þær sjálfsagt verið óánægðar með seinaganginn með að fá ekki gjöfina á réttum tíma svo hitt sem var sprenghlægilegt að það hafði fæðst lítill bolakálfur, sem búið var að kara og hann ranglaði um á milli kúnna og fékk sér að sjúga þegar hentaði og hvar sem var.
Ekki komst á kyrrð fyrr en kálfurinn var kominn til móður sinnar og kýrnar komnar með hey í fóðurganginn og mjaltavélar komnar í gang Þá varð allt orðið hljótt.
Flestir þekkja þjósöguna um Karlson sem leiddi Búkollu og lenti í viðureign við skessuna. Fyrst var hár tekið úr hala Búkollu og gert að fljóti sem skessan lét nautið drekka svo var hár tekið úr hala Búkollu og gert að eldi. Haldiði að skessan hafi ekki komið með bolann og látið hann mýga á bálið. Síðast var hár notað til að búa til fjall og skessan boraði inn í fjallið og sat þar föst þegar sólin kom upp og varð að steini.
Það er gott og blessað að þessi 1500 milljón krónu markaðskynning hafi lukkast svona vel, ekki geri ég athugasemd við að fólk fá útrás og öskra í íslenskri öræfakyrrð sem við Íslendingar höfum í einfeldni okkar haldið að væri aðal verðmætið sem hægt væri að bjóða ferðamönnum.
Fyrst til eru svona miklir peningar þá vil ég gjarnan að þeir séu notaðir í áríðandi verkefni að færa íslenskar bókmenntir og list í átt til ferðamanna bæði innlendra og erlenda.
Svo er mál með með vexti að Jónas Hallgímsson var með stúlku sem hann var ástfanginn af fram við Galtará á Eyvindastaðaheiði og var að greiða henni þar og orti að því tilefni ljóðið Ferðalok.
Þegar virkjunarsamningu um Blönduvirkjun milli Landsvirkjunar og hreppanna sem áttu beitarnytjar á afréttum þar sem viðkomandi hárgreiðsla fór fram var gerður, kom babb í bátinn. Þótti bændum erfitt að kyngja því að staðurinn framm við Galtará færi undir vatn og hvernig væri hægt að leysa það mál. Niðurstaðan var sú að fellt var ákvæði inn í samninginn að með einhverju móti væri þessa staðar minnst. Ekki er mér kunnugt að það hafi verið gert.
Vindum nú kvæði okkar í kross Íslendingar og fullnustum Blöndusamninginn með því að setja hljóðstöð fram á Eyvindastaðarheiði, þar sem þreyttir ferðalangar geti ýtt á hnapp og notið kvæðisins Ferðalok eða hlustað á það í tölvu sinni og notið einhverskonar stemmingar við lónið í bland við lóminn og hljómlist hans. Ég skora á menn að klára þetta mál.
![]() |
Mikill áhugi á öskurherferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.7.2020 | 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er áhugavert að taka eftir því að losun af Co2 koltvísýringi í flugsamgöngum hefur stórlega minnkað eins og mér skilst af fréttum, enda flugsamgöngur stór losunaraðili í heiminum.
Þekkt er að garðyrkjumenn nota Co2 til að auka vöxt og láta vaxa hraðar.
Þetta á auðvitað um allan gróður í heiminum, gróskan verður því meiri sem úrkoma eykst vegna meiri uppgununar úr hafi og vötnum.
Ísland er ekki afkasta mikið í þessari tillífun og er þar aðalega takmarkandi þáttur stuttur sprettutími plantna. Þar takmarkar hiti og stuttur birtutími og vangróið land
Ef maður tekur vel eftir trjágróðri t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu þá geta athugul augu skynjað mikla gróðursprengingu í laufvexti trjáa. Það má hvarvetna taka eftir hve laufkrónur eru búsnar og fallegar.
Náttúrann undirbýr nú átök við loftslagsógnina og vinnur að því að ná jafnvægi. Þetta er vert að taka eftir og sérfræðingar þurfa helst að gera tillraunir, mæla og stúdera, flugmálin og gróðursprenginguna.
Er hægt að spara fluvélabenzin með því að taka öðruvísi á loft. Spenna hraðan minna, nota vinda til að ná hagstæðar flugi o.s.frv.?
Allt þetta þarf almenningur að gefa gaum og sérstaklega gróðurspreningunni og gera sínar sjónrænu athuganir og bera saman ár eftir ár.
Auðvitða hefur týnst mikill gróðurmassi á Íslandi í áranna rás af margvíslegum orsökum, en líka er ýmsir aðilar að reyna að auka tillífunina.
Stjórnmál og samfélag | 1.7.2020 | 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 600482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 145
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar