Fjármagnsruðningur

Það er kunnugt úr jarðfræði og vatnafræði að óbeislaðar jökulsár geta í vorleysingum ruðst með heljarkrafti fram , sprengt af sér íshelluna og borið aur og möl yfir haga og ræktarlönd. Þarna eru óbeisluð náttúruöflin að verki. Þar fær maðurinn engu um ráðið. Þegar aftur á móti búið er að virkja jökulvötnin eru hlutirnir með allt öðrum hætti, árnar renna fram með fyrirfram ákveðnum hætti og er því stýrt af stjórnkerfi virkjanna. Jafnvel örfoka eyrar og heilu undirlendin dalanna verða að ökrum.

EES og ESB regluverkið hvílir á 4 stoðum m.a.  Frjálst flæði vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, atvinnu og fjármagnsflutninga. Það hefur verið kynnt viðkomandi þjóðum að þegar á heildina er litið að þá sé það til hagsbóta viðkomandi þjóðum og sameiginlegur samkeppnismarkaður.

Forstjóri Samkeppnismála Evrópusambandsins varaði strax við því, í nóvember s.l., þegar hver ríkisstjórnin á fætur annarri í Evrópu fór að lýsa því yfir að þær myndu tryggja bönkunum heimalands síns fé, að slíkur ríkisstuðningur raskaði samkeppni á markaði. Síðan hefur lítið heyrst af forstjóranum.

Það sem hefur gerst á Evrópska efnahagssvæðinu er stjórnlaus fjármagnsruðningur eins og jökulsárnar okkar, án nokkurrar vitrænnar stjórnunar. Sameiginlegar leikreglur hafa verið hálfgerðir fósturvísar, engin módel hafa verið til að byggja á. Samt sem áður hefur þetta verið sameiginleg hugmyndafræði sem þessi tilraunastarfsemi með þjóðríki byggist á. Við höfum orði verst úti vegna smæðar okkar.

Mér virðist því að mjög mikill galli sé á þessu sameiginlega regluverki og hugmyndafræði og hæpið að ein 300.000 manna þjóð geti tekið á sig ábyrgð á því tilraunaverkefni.

Þetta hlýtur því að verða sameiginlegt verkefni Evrópuþjóða að leysa og ábyrgjast. Og búa síðan til stýringu eins og þegar jökulvötn eru virkjuð, öllum til hagsbóta.

Ég vil því leggja til við alþingismenn, að mynda samstöðu og búa til nýtt uppkast að Icesavesamningi. Og senda samninganefndina út með það. Það hefur nú oft verið þrefað og karpað í Evrópu um smærri efni. Evrópusambandi er nefnilega dauðhrætt um að þetta mál lendi fyrir dómstólum. Því þá er hætt við að spilaborgin hrynji.

Í því uppkasti yrði megin hugsunin sú að í svona málum væri litið á Evrópusambandið sem hvert annað byggðasamlag og í svona tilfellum greiddu þjóðir í hlutfalli við mannfjölda og tekjur. Annað er alger fjarstæða og að engu hafandi.

Icesave skatturinn verður ofviða íslenskri þjóð og það ber að hugsa málið allt upp á nýtt út frá sameiginlegri ábyrgð Evrópuþjóða.


mbl.is Getum staðið við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ályktað hjá Khamenei

Hér á landi birtist framangreind heimska í fréttinni í því, að menn þykjast vera flytja frumvarp um kosningar þar sem hægt er að raða frambjóðendum í sæti á lista eins og það sé eitthvert úrslitaatriði.

Ekki er byrjað að líta til þess að kjósendur hafi jafnan atkvæðisrétt og það lagfært, sem er grundvallaratrið lýðræðisskipulagsins, einn borgari eitt atkvæði.

Hér hefur verið búið til kosningagettó, Suðvesturkjördæmi, þar sem kjósendur hafa 1/2 atkvæði og hægt að færa rök fyrir því að helmingurinn af mannskapnum er með engan kosninga rétt. Miðað við önnur kjördæmi. Þar ættu alþingismenn að vera 16 ef allt væri með felldu, en eru 12.

Svo tönglast ríkisútvarpið á kosningasvindli í  Íran, en dregur lappirnar þegar borgari vill afhenda fréttastofu kæru vegna misvægis atkvæða á Íslandi og fréttafólk er víggirta af eins og í Rómversku hofi með víðar og stórar tröppur. Og svo er því svarar til að það sé ekki vaninn að menn komi fótgangandi með erindi til fréttastofu. Ekki einu sinni boðið upp á kaffi eins og gert er á bæjum þegar tíðindi spyrjast út.

Hér á landi virðist kosningaréttur miðast við búfjáreign kjördæmis. Það virðist alla vega vera beint samband þar á milli. Ég finn enga aðra skýringu. 

 


mbl.is Heimskuleg ummæli Vesturlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsátur um Suðvesturkjördæmi

Suðvesturkjördæmi er stærsta kjördæmi landsins með 58202 kjósendur og hefur 12 þingmenn en ætti að réttu að lýðræði að hafa 16 þingmenn. Þar hafa kjósendur 1/2 atkvæði miðað við kjósendur í Norðvesturkjördæmi: einnig er með réttu hægt að segja að helmingur kjósenda í SV-kjördæmi sé með atkvæðisrétt miðað við kjósendur í NV- kjördæmi en hinn helmingurinn eða 29101 kjósandi  sé án atkvæðisréttar. Þetta er stærsta kosningagettó landsins og svolítið furðulegt að fólk skuli láta bjóða sér þetta.

Þetta vita þau Guðfríður Lilja og Ögmundur alþingismenn VG  í Suðvesturkjördæmi og því eiga þau mjög erfitt núna að ákveða sig í Icesavedeilunni. Eiga þau að standa með þjóðinni eða eiga þau að ábyrgjast skuldir útrásarvíkinganna og Landsbankans h/f? Þau eru raunar komin í sjálfheldu ásamt Atla Gíslasyni alþingismanni VG í Suðurkjördæmi. Bardaginn stendur raunverulega um Suðvesturkjördæmi og halda stöðu sinni þar.

Það mun gerast með einhverjum hætti að kjósendur í þessu kjördæmi fá fullan kosningarétt og 16 alþingismenn. Framboðskandídatar eru þegar farnir á stjá í kjördæminu og bíða óþreyjufullir í biðröðum.  Þeir eru farnir að láta sjá sig í stórmörkuðum og alstaðar þar sem fólk er, því þarna eru sóknarfærin til þingmennsku. Af þeirri ástæðu er pólitískt umsátursástand um Suðvesturkjördæmi.

Hvað sagði fv seðlabankastjóri ,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna".


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í draumaheimi

Stöðugleikasáttmáli - ópíum fyrir almenning.

Það eina sem verður stöðugt í næstu framtíð er að sólin kemur upp á morgnana og árstíðirnar halda sér.

Ef aftur á móti Steingrímur J. Sigfússon gerist byltingarforingi fyrir sína þjóð og neitar að greiða Icesave skuldirnar fyrir hlutafélagið Landsbankann h/f, þá verður bjart framundan fyrir Íslendinga.


mbl.is Sáttmáli undirritaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En bændur?

Af hverju eru bændur ekki boðaðir eins og síðast þegar þjóðarsáttin var gerð? Þetta er mjög sérkennilegt.
mbl.is Stöðugleikasáttmála ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra til Alþingis vegna misvægis atkvæða milli kjördæma

Við Alþingiskosningarnar 25. apríl s.l. hefur komið í ljós að borgarar lýðveldisins Íslands sem eiga heima í byggðum fyrir botni Faxaflóa og upp til Hellisheiðar og Bláfjalla, nánar tiltekið í Landnámi Ingólfs Arnarsonar fyrsta landnámsmanns Íslands, búa við skertan kosningarétt miðað við borgara í öðrum byggðum landsins.

Þetta eru Reykjavíkurkjördæmi norður , Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi.

Af þessu tilefni var riturð kæra 1. maí 2009 vegna þessa mismunar og afhent dómsmálaráðherra og byggist kæran á lögum nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Kæran er unnin af lögfræðingi og stærðfræðingi. Kæran er undirrituð af tveim kjósendum, sem hafa hagsmuni að gæta og sem eiga heima í ofangreindum byggðum, færsluritara, Þorsteini H. Gunnarssyni Reykjavík og Ingibjörgu Hauksdóttur í Garðabæ. 

Dómsmálaráðherra sendi Alþingi kærunna til úrskurðar eins og mælt er fyrir í lögum. Mér er ekki kunnugt um að kæra, sem varðar þetta ágreiningsmál, hafi áður borist Alþingi til til úrskurðar.

Á fyrsta fundi Alþingis var kosin kjörbréfanefnd sem tók þegar til starfa. Hún skilaði áliti til fundarins m.a. um kæruna og sem var afgreitt í fljótheitum og án umræðu. Sjá vef Alþingis. Það sem vekur athygli við afgreiðslu nefndarinnar, er að ekki er um það getið að aflað hafi verið lögfræðiálits um ágreiningsmálið, ekki var óskað umsagnar eins né neins. T.d umboðsmanna listanna í kjördæmunum en það er lagaskylda að senda þeim afrit af kærunni. Engin var kvaddur fyrir nefndina t.d kærendur og athugað hvort sættir gætu tekist í málinu, áður en kjörbréfanefnd afgreiddi málið til þingsins. Allir voru nefndarmenn þó einróma um mikilvægi þessað jafna atkvæðisrétt en gerðu ekkert í því, þó hér væri komið kjörið tækifæri til þess. Þess skal getið að Margrét Tryggvadóttir alþingismaður var með fyrirvara og kvaðst vera sammála kærendum í meginatriðum.

Rétt er að benda á, að á þeim fundi sem kæran var úrskurðuð sat á forsetastóli Alþingis handhafi framkvæmdavaldsins, sjálfur forsetisráðherra, sem hafði hagsmuna að gæta vegna sinnar nýmynduðu ríkisstjórnar. Í stjórnarskránni segir:  2. gr. Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.

Hér má sjá kæruna í heild sinni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Í faðmi fjalla blárra

Dagurinn í gær 17. júní var hinn ágætasti. Ákveðið var að fara í jeppaferð frá Reykjavík inn að Hlöðufelli og þaðan niður að Laugarvatni og til Reykjavíkur. Þátttakendur voru auk mín, fyrirliðinn, Birgir frændi og kona hans Sóley, Gunnar frændi sem var aðal ljósmyndari ferðarinnar og kona hans Guðrún. Arnbjörn bróðir og tveir Grindvíkingar þeir feðgar Guðjón og Hörður. Ég var á 22 ára gömlu Cherokee, en Arnbjörn bróðir var á nýlegum Benz-jeppa. Það er svolítill metingur hjá okkur bræðrunum hver kemst meiri torfærur. Birgir og Sóley voru á Nissan Terrano jeppa.

Við stoppuðum á Þingvöllum og nutum gróandans. Þar sungum við Arnbjörn ,, Einu sinni á ágústkvöldi" eftir þá bræður Jón og Jónas Árnasyni og tók fólkið undir. Kom þá í ljós að ekki voru allir sammála hvar Bolabás væri en það mál upplýstist þegar einhver hafði gert eitthvað í dulitlu dragi inni í kjarri við Bolabás.

Frá Þingvöllum var ekið sem leið liggur upp á Uxahryggi og er þar nýlegur uppbyggður vegur að gatnamótum Línuvegar og Lundareykjardalsvegar. Þaðan var ekið að Skjaldbreið.

Áður en gangan á hana hófst reyndi ég að syngja ,,Fannar skautar faldi háum fjallið, allra hæða val" eftir Jónas Hallgrímsson en var ekki búin að æfa mig nóg. Allir gengu upp á fjallið, sumir gengu lengra en aðrir, en allir gengu upp og niður. Birgir hljóp mjög niður fjallið, Grindvíkingarnir voru röskir og þá er Guðrún og Gunnar gengu niður af fjallinu, gerðum við svona mini búsáhaldabyltingu til fagnaðarauka en það er nú mjög í tísku þegar tíðindi og atburðir gerast.

Næst var ekið að Hlöðufelli og bergmyndanir skoðaðar. Síðan lá leiðin niður Rótarsand og yfir melöldur og ása í átt að Laugarvatni. Þegar þar var komið lentum við snjósköflum í giljum og drögum og reyndi þá mjög að aksturshæfni, áræði og útsjónarsemi ökumanna. Allir vildu ráða og allir vildu leiðbeina og allir vissu allt, en engin vissi hvernig fara ætti að. Tók fólk nú að benda í allar áttir og snúast og mæla dýpt snjóskafla. Einn vildi fara hér og annar þar.

Að lokum komumst við að hálendisbrúninni og sáum hinar fegurstu sveitir, gróin tún, búsmali á beit og í kjarri kúrðu sumarbústaðir með sína íbúa. Þá sagði ég þau orð sem lengi munu uppi vera;

,, Hér erum við í faðmi fjalla blárra "

Niður í Miðdal komum við, eftir bratta sneiðinga og þar blöstu við okkur þrír fánar Lýðveldisins Íslands. Þá var dagur að kveldi kominn og söng hópurinn ,, Hæ, hó, það er kominn sautjándi júní ". 


Búvörusamningur?

Ætli nýr búvörusamningur og óvænt þingsæti hafi haft áhrif á ákvörðun bóndans og þingmannsins? Það er spurningin í þessu máli? Þarf að launa einhverjum eitthvað? 

Það eru vondar stjórnarathafnir að pólitískir ráðherrar sem ætla sér ráðherrasetu áfram, geri stóra hagsmunasamninga líkt og búvörusamning, 10 mínútur fyrir kosningar, án knýjandi þarfa almannahagsmuna og ríkis.

Út úr slíku atferli er meiri hætta á að almennt sé uppi ,, theoría" um að verið sé að hafa áhrif á kosningar. Sérstaklega við þær aðstæður þegar ákveðið ,, goodvill", þarf til að breyta og hreyfa fylgi og þingsæti. Og enn frekar  þegar meintur sökudólgur og ,,vondi kallinn" ( hér til skýringar Einar Guðfinnsson sem var forgöngumaður um að afnema vertryggingu búvörusamninga sem landbúnaðarráðherra og færa þá til samræmis við samninga launamanna), er í samkeppni um atkvæði í viðkomandi kjördæmi.

 


mbl.is Líklega með Icesave en er á móti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk neftóbakspontu

Ég ólst upp með gömlum manni að nafni Ágúst Björnsson. Hann var lengi vinnumaður víða í Svínavatnshreppi en lengst af hjá Jóni Jónssyni alþingismanni í Stóradal. Jón í Stóradal klauf Framsóknarflokkinn ásamt nokkrum félögum sínum og saman stofnuðu þeir Bændaflokkinn.

Ágúst fékk vinnuhjúaverðlaun Búnaðarfélags Íslands en félagið veitti dyggum hjúum slík verðlaun. Pontan var úr silfri og áletruð. Ágústi þótti vænt um pontuna og bar hana jafnan á sér. Ágúst dvaldi seinnihluta ævi sinnar hjá dóttur sinni og tengdasyni en þau voru sjálfseignarbændur. Var Ágúst alla jafna frjáls í fasi og gat verið skemmtilegur en var ógurlegur ef hann reiddist.

Það er ágætur siður að verðlauna einstaklinga bæði unga og gamla. En mér sárnar við Forseta Íslands að hann skuli vera dreifa flokksmerki Sjálfstæðisflokksins eins og nú er málum háttað hjá okkur. Ég átta mig ekki almennilega á, af hverju merkinu og nafni orðunnar er ekki breytt.


mbl.is Tíu sæmdir fálkaorðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17.júní 2009

Gjör rétt þol ei órétt!

Málfrelsi á Alþingi Íslendinga!

Burt með misvægi atkvæða borgaranna!

Jarðnæði handa öllum sem vilja!

Hlunnindabréf í sjávarauðlindinni handa öllum Íslendingum.

Allar fjölskyldur eiga rétt á húsnæði án ótta við fjármagnseigendur og lánadrottna.

Lifi Lýðveldið.

Þökk, Jón forseti, fyrir það sem þú hefur gert fyrir okkur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband