Róttækur suðupottur

Það er svolítið skondið að fylgjast með umræðunni um Besta flokkinn. Það liggur nú ekki skjalfest hverjir kusu flokkinn. 

Það hafa ekki verið efnaðir og ánægðir Sjálfstæðismenn sem kusu Besta flokkinn.

Það hafa ekki verið bjargálna og klofnir Framsóknarmenn og þó.

Það hafa tæplega verið grónir Samfylkingamenn.

Það hafa varla verið bjargfastir Vinstri Grænir.

Það hafa verið 20.660 Reykvíkingar sem kusu Besta flokkinn. Ég held að þetta fylgi sé svolítill suðupottur. Ég held að það hafi verið betra að það hafi brotist fram með þessum hætt í kosningum en með einhverjum öðrum hætti t.d. einhverskonar átökum. Besti flokkurinn er kominn í pólitíska umgjörð og verður að taka ábyrgð á vettvangi stjórnmála og mannlífs.

Leiða má líkur að þarna hafi verið öfl sem tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni. Það má líka geta sér til að þarna séu markhópar sem tilheyra Borgarahreyfingunni. Borgarahreyfingin gerði mikla skissu þegar hún krafðist þess að þingmenn hennar færu að sverja fóstbræðraeiða.

Aðalatriðið fyrir svona hreyfingar er að láta ekki sundra sér. Þess vegna skiptir umburðarlyndið miklu máli.

Það væri fávíslegt að viðurkenna ekki kosningasigur Besta flokksins og verra að halda honum utan við stjórn borgarinnar. Því það myndi skapa ólgu.

Sumir halda því fram að þetta séu bara vitleysingar í Besta flokknum. Nú ef þeir eru vitleysingar þá mun það koma í ljós.

Og ef þeir fara að halla á almenna borgara þá er því til að svara að það eru lögin í landinu sem gilda og borgararnir geta þá rekið mál sín fyrir dómstólum þó það sé að vísu tafsamt.

Frá mínum bæjardyrum er mesta óvissu atriðið á næstunni hvort Jón borgarstjóri fari að veiða lax í Elliðaánum eða hvort hann mætir með sigti að veiða marflær og hornsíli. !!!


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andinn Mikli

Andinn Mikli er kominn til borgarinnar.

Borgarbúar bíða eftir að hinn Mikli Reykur stígi upp frá ráðhúsinu.

Bestiflokkurinn fékk 20.666 atkvæði

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20.006 atkvæði

Mismunurinn 660 atkvæði

Þetta eru merkilegar tölur, eintóm sex.

Þetta hlýtur að tákna eitthvað. Gasp


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsvæði ungviðis friðuð

Nr. 34/2010 - Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfestir friðun tiltekinna svæða í sjö fjörðum

1.6.2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason hefur ákveðið að vernda grunnslóð í Önundarfirði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði með því að banna dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í þessum fjörðum. Er þetta í samræmi við tillögur sem kynntar voru þann 30. apríl 2010. Verður aðgerðum þessum fylgt með sérstökum rannsóknum á fiskgöngum og vistfræði. Ráðherra hefur því undirritað reglugerð um bann við dragnótaveiðum sem mun taka gildi frá og með 7. júní 2010 og gilda til 6. júní 2015 í fyrstu og fylgir hún ásamt samantekt í viðhengi með þessari fréttatilkynningu.

Heimild: Heimasíða sjávarútvegsráðuneytis.

Góðir búmenn reyna að hlúa að uppeldisstöðvum og ungviði, það skilar sér inn í framtíðina.

Það er erfitt að vera ráðherra og má alltaf búast við því að einhverjir reyni að hoppa upp á bakið á þeim og góla þegar ákvarðanir eru teknar.

En það verður að ganga um auðlindina með gætni. Undan því verður ekki vikist.


mbl.is Sakar sjávarútvegsráðherra um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum málið

Ég held að það væri rétt að staldra aðeins við og hugsa málið áður en farið verði að eyða peningum í uppgræðslu á svæðið.

Landgræðslustjóri er alltaf fljótur að kalla eftir peningum ef hann sér góð tækifæri til þess og linar aðstæður stjórnmálamanna.

Ég held að rétt sé að sjá hver framvinda mála verður í gosvirkninni og hvort þessum goskafla sé lokið.

Úrkoma og einn vetur með sæmilegri snjókomu mun skila miklu um að askan setjist og þjappist.

En það er fyrirsjáanlegt að það verður hreyfing á ösku á svæðinu einhvern tíma en að fara að ætla að sá grasfræi og áburði í vor er algerlega máttlaust og óvíst að beri árangur á meðan yfirborðið er jafn gljúpt og lítið sest.

En það er ekki þar með sagt að á næstu árum þurfi ekki að vera með  einhverjar aðgerðir en það eru litlir peningar til og mikið af verkefnum nú eftir hrunið sem bíða.


mbl.is Þarf 100 mkr. til að hefta fok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband