Það verður víst margur feginn vætunni og vonandi að gróður taki vel við sér á öskusvæðunum.
En búast má við að þessir erfiðu tímar með öskufoki vari í nokkur misseri, en smásaman dregur úr öskufokinu og því meir sem úrkoman er meiri.
Og svo þegar gróðurinn dafnar nær hann að veiða döggina.
![]() |
Lægðin bindur enda á öskufokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2010 | 20:39 (breytt kl. 20:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að það sé viturlegt að koma á svona einhverskonar bráðabirgðasáttum svo mál geti þokast áfram. En mál gangi svo til dómstóla með haustinu þar sem endanlega verði skorið úr því með hvaða hætt ganga eigi frá þessum uppgjörum.
Komið verði upp tjaldbúðum á Þingvöllum þar sem alþýða manna geti komið saman og borðað nesti sitt í rólegheitum og hlustað á ym aldanna og skóhljóð forfeðra okkar þar sem þeir áttust við og gerðu með sér sættir og gengu til dóma með margvíslegum hætti.
Svo er hægt að vera við veiðar og göngur hverskonar á staðnum en engin hús eru lengur á staðnum því þau eru öll brunnin nema kirkjan. En þar er enn hægt að syngja messur og biðja fyrir friði til handa þjóðinni.
Þeir sem ekki eiga fyrir fari á Þingvöll verða fara á puttanum og ætla ég að biðja Landa mína að vera lipra við að leyfa fólki að fljóta með.
Ef mikill straumur verður á Þingvöll verður samgönguráðherra að setja á sérstakar rútuferðir.
Hittumst á Þingvöllum í sumar.
![]() |
Niðurstaða dómstóla í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2010 | 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er nú víst að bændur sem eiga eitthvert sparifé á innlánsreikningum fjármálafyrirtækja vilji nú sjá það streyma óverðtryggt út eins og dilkur hafi óvart opnast í réttum og streymi út á lendur félaga sinna sem hafa farið glannalega í fjárfestingum.
Það liggur fyrir að dómur Hæstaréttar er skýr- verðbinding við gjaldeyrisviðmið var óheimill. Það víkur þó ekki þeim rökum og sönnun frá að lánveitandinn og lánþeginn voru í upphafi málsins sammála um að höfuðstóll lánsins skyldi verðbættur.
Hæsiréttur gaf engar útskýringa á málinu af því að hann var ekki spurður. Þess vegna þarf að fá úr því skorið , hvorum fellur verðbótaþátturinn í skaut lánveitandanum eða lántakandanum.
Þess vegna þarf að fara í viðurkenningarmál um þennan þátt samningsins. Það er ekki sjálfgefið að lánveitandinn hafi sjálfdæmi um hvernig útreikningar fara fram.
Hæstiréttur þarf að kveða upp úr með hvaða hætti á að ljúka þessum lánamálum og hver sé til þess bær að setja reglur um það.
![]() |
Undrast viðbrögð við dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.6.2010 | 15:51 (breytt kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í gamla daga var kallin á kassanum á Lækjartorgi og allir tóku eftir honum og stöldruðu við til að hlusta.
Í Lundúnaborg í Englandi er til horn sem heitir SPEAKERS CORNER og þar getur hver sem er hafið upp raust sína. Reyndar er mynd af færsluhöfundi á þessu horni á þessari bloggsíðu. Það væri hægt að koma upp svoleiðis torgi upp hér fyrir frambjóðendur. Ég er viss um að Jón borgarstjóri væri til í það.
Helgi Hóseasson var alltaf með sitt spjald á horni Langholtsvegar og Holtavegar og allir tóku efir honum og þetta var alveg ókeypis hjá Helga.
Fyrrum nágranni minn Páll Pétursson fv. félagsmálaráðherra reið um sveitir á gráum hestum með flokk manna og allir tóku eftir Páli. Þetta gerðu Sturlungar og hefur Páll væntanlega haft fordæmið þaðan, enda las hann Sturlungu tvisvar á ári að sagt var. Svo það eru víða sóknarfæri til þess að láta á sér bera án mikils kostnaðar.
Það er líka hægt að fara fram og aftur í strætó á annatíma eða þá að vera í jarðarförum.
Það er líka Guð velkomið að lána traktorinn sem prýðir þessa bloggsíðu til að ferðast á í bíó og þesskonar.
Það er ástæðulaust að eyða miklum peningum. Svo er hægt að fljúg yfir þéttbýl svæði og dreifa karamellum yfir fólk. Það mundi gleðja fólk. En það kostar svolitla peninga. En svona eru tækifærin víða.
Eða þá að dreifa flugritum og þá færi fólk að hlaupa eftir sendingunni af því að það héldi að það væri að missa af einhverju.
Já það eru breyttir tímar nú í kreppunni og leiðinlegt að heyra að Sjálfstæðismenn séu óánægðir. En auðvita verða prestarnir í Sjálfstæðisflokknum að flytja siðferðistillögur. Það er skylda þeirra. Voru þetta ekki séra Halldór og séra Geir?
![]() |
Gefur skilaboðunum gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2010 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag eru 50 ár síðan m/s Drangajökull skip Jökla h/f fórst í Pentlandsfirði við Orkneyjar. Skipinu hvolfdi skyndilega en skozkur togari frá Aberdeen bjargaði allri áhöfn.
Í Öldinni okkar segir fyrsti stýrimaður svo frá: ,, Ég var á vakt, stóð í brúnni. Þá fór skipið að hallast á bakborða. Það hallaðist jafnt og þétt og við sáum strax að hverju fór. En þetta gerðist svo skyndilega að maður hefði aldrei getað trúað því. Það voru allir komnir í bátana eftir 15 mínútur. Menn voru rólegir og enginn æðraðist. Nokkrir þurftu að að fleygja sér fram af skipinu og synda á eftir bátunum. Skipstjórinn fór síðastur".
Í bókinni Á lífsins leið lV segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fv. borgarstjóri svo frá: ,, Ég var staddur í brúnni ásamt Hauk skipstjóra, sem var að leysa af og var í sinni fyrstu ferð sem skipstjóri, Georg Franklínssyni 1.stýrimanni, Gylfa frænda mínum og Halldóru ( Gunnarsdóttur ). Skyndilega tók Drangajökull, sem var 600 tonn, að hallast á bakborða. Haukur og Georg reyndu að rétta skipið af. Skipstjóri gaf skipun um að hægja ferðina, stefndi því næst upp í vindinn og setti á fulla ferð áfram, en skipið seig sífellt meir á bakborðshliðina - Já skipið var greinilega að sökkva og skipstjórinn sagði okkur að fara þegar í stað upp á stjórnborðshliðina og í björgunarbátana".
Síðar segir Vilhjálmur; Allir taldir upp nema ég.
,, Í fyrstu fréttum af þessu sjóslysi voru allir skipverjar taldir upp en mín var hvergi getið. Ég hafði ekki verið skráður og fékk því engar bætur en missti allt mitt. Raunar sagði Morgunblaðið svo frá fimmtudaginn 30. júní 1960: ,,Í upptalningu yfir skipsmenn í blaðinu í gær vantaði einn, en hann er Vilhjálmur Vilhjálmsson, Mávahlíð 42, sem er 14 ára drengur. Var hann skráður messadrengur en mun fremur hafa verið í skemmtiferð með skipinu".
Þessi atburður getur verið áhugaverður fyrri sagnfræðinga til að fjalla um. En ég hef undir höndum 11 blaðsíðna greinargerð mágs míns Hauks Guðmundssonar um þetta sjóslys.
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2010 | 08:46 (breytt 25.6.2020 kl. 06:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í fréttinni segir:
,,Ónógar fjárveitingar, viðhorf þess tíma til afskipta stjórnvalda af viðskiptalífinu og skortur á forgangsröðun og áræði urðu til þess að eftirlitið náði ekki markmiði sínu. Óskýr mörk milli verksviða eftirlitsstofnana bættu heldur ekki úr skák."
Þetta málefni þarf einhverra meiri útskýringa við. Kostaði það mikið fé að skrifa bréf og benda fjármálafyrirtækjum á að þetta væri ólöglegt?
Viðhorf og tíðarandi víkur ekki settum lögum frá. Það þarf hugrekki til að stjórna eftir lögum. Voru þá stjórnendur eftirlitsstofnana huglausir.
Óskýr mörk eftirlitsstofnana eru ekki haldbær rök.
Vinnubrögð t.d.Samkeppniseftirlitsins hafa t.d verið með allt öðrum hætti en Fjármálaeftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hefur farið með dómsúrskurði inn í fyrirtæki til að afla gagna og það hefur lagt á þungar sektir ef viðkomandi hefur reynst brotlegur.
Flestar aðgerðir Samkeppniseftirlitsins haf staðist fyrir dómi.
Ég minnist þess ekki að Fjármálaeftirlitið hafi staðið í ströngu það hefur þá bara farið fram hjá mér.
Settur ríkissaksóknari hefur hætt málatilbúnaði á hendur forráðamanna fjármálaeftirlitstofnana ríkisins sem voru álitnir hafa vanrækt starfskyldur sínar samkvæmt rannsóknarnefnd Alþingis. En hann hafði fyrirvara um það, sem var orðaður ,, að svo stöddu".
Settur ríkissaksóknari hlýtur að endurskoða þá ákvörðun sína í ljósi nýgengins dóms Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu.
![]() |
FME skoðaði aldrei gengislánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.6.2010 | 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurningin er hvort það standist stjórnarskrá að sekta menn vilji þeir reyna bjarga sér í atvinnulegu tilliti.
Stjórnarskráin mælir fyrir um atvinnufrelsi borgaranna.
Með bráðabirgðalögum nr. 49/1934 voru settar reglur um meðferð og sölu mjólkur og rjóma og fleira, en þau voru staðfest með lögum nr. 1/1935.
Mig minnir að þetta hafi gerst vegna deilu um sölu á mjólk frá Korpúlfstöðum en Framsóknarmenn voru eitthvað óhressir með það.
Ég verð þá leiðréttur um þetta ef það er rangt og tek því.
![]() |
Skjaldborg um styrkjakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.6.2010 | 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í færslu hér á undan reyfar Sverrir Stormsker hugmyndafræði varðandi kosningu formanns Orkuveitu Reykjavíkur sem Bestiflokkurinn og Samfylkingin bera ábyrgð á.
Hann fer ekki það sem er kallað fögrum orðum um kosninguna eða málefnið. En þetta er ákveðinn stíll einkum og sér í lagi á þeim tímum sem við lifum nú á og mikið liggur við.
15. júní 2010 er kosið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
16. júní 2010 fellur dómur í Hæstarétti þar sem binding lánskjara við breytingar á gengi, er dæmd ólögmæt.
Þess vegna er spurningin hvort þessi kosning sé mistök og verði endurskoðuð.
Eða að viðkomandi stjórnmálaöfl standi við hana og taki á sig pólitískan skell í upphafi kjörtímabils.
Ég meta það svo út frá minni dómgreind að þetta sé nú ekki það sem kjósendur þessara flokka hafi átt von á.
En það er náttúrlega ekkert grín að lenda allt í einu í því að þurf að fara stjórna 130 þús manna byggðarlagi.
![]() |
Ný stjórn tekin við OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.6.2010 | 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem kjósandi hef ég ásamt Ingibjörgu Hauksdóttur úr Garðabæ verið að finna leið til að ná fullum kosningarétti til Alþingis. Við kærðum m.a. síðustu Alþingiskosningar og gekk það mál allt eins og lög mæla fyrir um.
Alþingi úrskurðaði sig rétt kjörið og ekki eru augljósar áframhaldandi kæruleiðir þannig að við sem einstaklingar og kjósendur getum fengið einhverju um ráðið.
Þá höfum við vísað málinu til umboðsmanns Alþingis og hefur hann sent okkur lokabréf um málið. Er þar farið yfir allt málið og það rakið og er það mikil lögfræði. Allan þennan málatilbúnað hef ég upplýst hér jafnóðum á bloggsíðu minni.
Nokkrir þingmenn hafa á Alþingi lagt til að landið sé gert að einu kjördæmi. Þannig komi til með að nást fullt atkvæðavægi kjósandans. En um leið er hætt við því að kjósandinn fjarlægist fulltrúa sinn á Alþing og flokksræði aukist. Ég er alfarið á móti því að gera landið að einu kjördæmi, þó það virki svolítið sem ég sé kominn í mótsögn við sjálfan mig.
Ég held að farsælast sé að leiðrétta atkvæðamisvægið innan kjördæmanna en get verið sammála Bjarna Benediktssyni um að skipta kjördæmum upp og þyrfti ekki síst að gera það innan þéttbýlustu kjördæmanna.
Það er eðlilegt að heimafólk viti að það hafi rétt til að bjóða fram á sínu svæði því þar þekkir það fólk og málefni.
Ég held hins vegar að það ætti að fara varlega í að fækka Alþingismönnum nema að vel athuguðu máli.
![]() |
Segir koma til greina að skipta kjördæmum upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.6.2010 | 18:23 (breytt kl. 18:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmaðurinn segir að ríkisvaldið og fjármálastofnanir taki stöðu gegn almenningi í landinu. Þetta er röng orðnotkun og fráleit alhæfing þingmannsins.
Almenningur er miklu stærri hópur en þeir sem skulda og eru í þessu bílabraski og gjaldeyrishnoði.
Þetta eru augljósar atkvæðaveiðar og kynd undir óróa og er ekkert málefnalegt við þessi ummæli.
Hitt er annað mál að það er eðlilegt að ríkisvaldið komi á viðræðum milli málsaðila um úrlausn málsins og reynt sé til þrautar að koma á sátt í þessu veigamikla máli.
Báðir samningsaðilar hafa nokkuð til síns máls og ber að reyna að semja um málið og það hlýtur að vera hlutverk ríkisvaldsins að koma á sáttafundum.
Skuldararnir eru með formlegt félag sem ætti að hafa burði til að koma obinberlega fram fyrir þeirra hönd.
![]() |
Taka stöðu gegn almenningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.6.2010 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 31
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 601513
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 365
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar