Mörgum Sturlungum þótti sopinn góður. Sturla Þórðarson varð skipreika í Færeyjum og komst hvorki lönd né strönd. Hann sló svo botnin í drykkjuna þegar hann fann það að málið stefndi í óefni hann tók sig til og skrifaði heil óskop og það bjargaði honum. Svona geta menn gengið út úr hlutverki Alkoholistans.
Miklar getgátur hafa staðið yfir, hvers vegna svo fór sem fór í Örlygstaðabardaga. Niðurstaðan er öllum mönnum ráðgáta eins og bardaganum er lýst. Skrifari las það eitt sinn fyrir margt löngu í lesbók Morgunblaðsins að Sturlungar hafi sennilega verið þunnir í bardaganum. Eru þau rök færð fyrir því að þeir hafi riðið um Skagafjörð deginu áður og heimtað mat og drykk af bændum og auðvitað létu bændur þá fá nóg að drekka. Það yrði þá auðveldara að slátra þeim.
Nú er Hannes Hólsteinn kominn með tilgátu um að Snorri Sturluson hafi verið frjálshyggjumaður. Skrifari hefur ekki kafað nógu mikið ofan í það mál til að vita svo gjörla um það, trauðla lýgur Hannes þessu.
![]() |
Ég var kominn í ógöngur með mína drykkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2021 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir eru merkilegir þessir útreikningar sem Eyþór setur hér fram. Mér hefur alltaf fundist þessi formúla í þjóðsöng Íslendinga um þúsund ár afar skrýtin. Ætli það sé eitthvað sem stuðst er við? Það er nú gott og blessað að borgarfultrúin fari í þessa útreikninga, sem ég hefði nú haldið að gæti reynst verkfræðiskrifstofu ansi snúið.
Þá eru spurningar um hvort allir sé á sama kaup við tafirnar og ekki getur maður glöggvað sig á batanum sem hýst þegar verkefnið fer að virk. Er eitthvað depit eða kredit í dæminu? Er hægt að hugsa sér einhver ávinningur af verkefninu?
Á hvaða kauptaxta eru menn á þegar tafirnar brotna á fólki Ég reikna mér alltaf sem eftirlauna maður minna kaup við að sækja lyf og snúningar sem lúta að ellinni. Ég er með meira kaup þegar er að snúist kringum barnabörn. Er svona lagað sett inn í dæmið? Sjálfur er ég ekki mikil loftslagssinni. Spurning hefur loftslagsváinn verið tekin með í reikninginn og reiknað + eða -? Það er bábilja að leggja þetta svona fyrir fólk. Nema kunnáttumenn fari í það með góðum tölvum. Mér finnst Sjálfstæðismenn sí og æ vera á móti. Nú eru þeir með fyrir vara í þessu frumvarpi sem er verið að legga fyrir þingið til að tryggja betra utanum hald vegna sóttvarna . Allskonar fyrirvarar en allt voða leyndó,það má ekki upplýsa það því þeir verða að fá að fara í pontu með þá.
Aðalatriðið er að standa saman en það gengur illa núorði og mér er raun af því hve xD, er út og suður. Þrátt fyrir þetta og vegna þess að reiknisdæmið er erfitt, væri sniðugt að stofna sjóð þar sem þetta fé ef það verður sjánlegt og handbær væri lagt inn á og notað til hagnýtra verkefna. Þá mundi glaðna yfir Bjarna Ben.
![]() |
Þúsund ár tapast á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.4.2021 | 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í upphafi gossins var fussað og sveið, hverskonar brjáæðingar væru að þvælast á þessar gosstöðvar.
Stjórnvöld varla starfi sínu vaxin til að hafa vald á aðstæðum, menn farnir að steykja beikon á eldinu.
Landeigendur eru spurðir um hvort þeir ætli ekki að hefja gjaldtöku og stjórnmálamenn, telja að þarna geti skapast störf í framtíðinni.
Þetta er allt saman merkilegt.
Þjóðin hefur sýnt það að hún er kjarkmikil og dugleg. Hún leggur í hann með unglinga sem hafa jafnvel ekki gengið í ójöfnu landi og allir standa sig vel. Klifra í ójöfnu landi við vonda aðstæður og hættulegar, þar sem steinar hrökkva undan fótum og viðspyrna bregst. Það skiptir máli að unglingar fái svona reynslu. Þeir sem stunda íþróttir standa betur að víg með þol og þrek, sveigjanlegan líkama og fimi til að ganga í erfiðu landi.
Landeigendur eru salla rólegir og eru ekkert að hugsa um peninga. Ámundur Friðriksson ber hag almennings fyrir brjósti og telur að þarna sé komið tækifærið sem beðið hafi verið eftir, vinna, vinna, vinna.
Stórnvöld eru ótrúlega róleg og umburðalynd gagnvart þessari uppákomu og það er gott að upplifa að við búum ekki í lögregluríki og afskiptaseminn í hófi. En nú er lögreglustjórinn á Suðurnesjum fari að klóra sér í kollinum. Þetta er nú doldið margt fólk og hvað gerist ef dalirnir fyllast af hrauni, hvar á fólkið að vera? Strákar og stelpur, við verðum að fara að skipuleggja?
Þjóðin lærir af þessu. Vandar með hverjum deginum sem líður klæðnað sinn og búnað og veitir þeim sem eru á striga- og blanksóm athygli, hum það á ekki að vera svona búinn. Það er gott að vita.
Björgunarsveitarmenn eru skítblankir og æðrulausir og það sem heldur þeim gangandi eru hugsjónir og fá að aka stórum jeppum annað slagið.
En nú held ég að dómsmálaráðherra verði að fara að hringja í landhelgisgæsluna og fljúga yfir en ljúga engu og grýpa til sértæka aðgerða og setja málin í ferla, ef Geldinga dalir eru að fyllast.
Svo væri gott að spyrja einhvern jarðfræðing, hvað næst?
![]() |
Fólk mætt fyrir klukkan sex í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.4.2021 | 13:33 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 600472
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 255
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar