79 þús íbúar áhrifalausir í Reykjavík

Það er er áhyggjuefni þegar þetta ágæta fólk heldur að það sé að fara taka þátt í kosningum en svo er allt í plati og fáir komast að til að stjórna.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:

a.      þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
            b.      þar sem íbúar eru 1.000–4.999: 11 aðalmenn,
            c.      þar sem íbúar eru 5.000–24.999: 17 aðalmenn,
            d.      þar sem íbúar eru 25.000–49.999: 31 aðalmaður,
            e.      þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 47 aðalmenn,
            f.       þar sem íbúar eru 100.000–199.999: 61 aðalmaður,
            g.      þar sem íbúar eru 200.000–399.999: 71 aðalmaður.

Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:

 

Ísland Íbúar Sveitarstjórnarmenn
Reykjavík 119.547 15
Kópavogur 29.976 11
Hafnarfjörður 25.850 11
Akranes 6.609 9
Ísafjarðarbær 3.972 9
Akureyri 17.541 11
Fjarðabyggð 4.723 9
Fljótsdalshérað 3.695 11
Hornafjörður 2.112 7
Vestmannaeyjar 4.086 7
Árborg 7.922 9

 Það sem vekur athygli er mikið mismunur milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús íbúar en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús íbúar og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús íbúum.

Þar sem fulltrúalýðræði er tíðkað svo sem  í verkalýðsfélögum, stjórnmálafélögum, sjómannafélögum, samvinnufélögum og búnaðarfélögum er ákveðin fastur félagafjöldi sem þarf til að koma að einum fulltrúa á þing eða fund hvar sem félagið er starfandi á landinu.

Gefum okkur að atkvæðavægi í Kópavogi sé rétt og sanngjarnt, 30 þús deilt með 11 sveitarstjórnarmönnum þá þarf 2727 íbúa til að koma manni að.

Segjum svo að þessi reikniregla verði heimfærð upp á Reykjavík 15 sveitarstjórnarmenn x 2727 íbúar=40905 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum.

Í Reykjavík eru 119500 íbúar og aðeins þarf 40900 íbúar til að koma að 15 sveitarstjórnarmönnum að samkvæmt Kópavogsreglunni þá eru 79 þús íbúar afgangs.

Þá ganga af 79 þús íbúar í Reykjavík sem raunverulega hafa engin áhrif.


mbl.is Framboðslisti VG í Reykjavík samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt hjá fólki

Það liggur alveg fyrir að það er mjög erfitt hjá fólki. Og það setur sorg að manni hvernig komið er. En við munum og skulum vinna okkur út úr þessu. Með samstöðu.

Sjálfur hef ég reynt þær tilfinningar að standa frammi fyrir gjaldþroti vegna stjórnvaldsákvarðana. Mér lukkaðist að komast í gegn um það.

Staðan í þjóðfélaginu er mjög flókinn. Stjórnmálin eru flókin. En ég held að flestir stjórnmálamenn vilji vel.

En sumir eru samt tæplega nógu greindir: Tökum t.d félagsmálaráðherra jafnaðarmannaflokksins.

Hann rápar um á bílamörkuðum og er í einhverri endaleysu um að afskrifa bílalán af flottum drossíum og jeppum eftir því sem fréttir herma. Eins og það sé aðalmálið. 

Hann ætti náttúrlega að einbeita sér að almannatryggingakerfinu og þróa það og segja við fólk að það verði engin sveltur, börn geti sótt skóla og engin verði borin út þó íbúðin fari á nauðungaruppboð. Við eigu þrátt fyrir allt heima hérna og eigum rétt á lámarks tryggingum um lífsviðurværi og samstöðu.

Það sem ég mundi ráðleggja fólki er þetta: Blanda geði við annað fólk, forðast áfengi, hugsa um börnin sín, missa sig ekki hvorki í einkalífi né á opinberum vettvangi. Taka þátt í friðsamlegum mótmælum. Fara inn í stjórnmálasamtök og flokka og reyna hafa árif með kurteisum og jákvæðum hætti og tillögum , eða þá bara til að hlusta og hitta annað fólk. Efla fjölskyldutengsl.


mbl.is Margir eiga um sárt að binda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saungfuglinn

Það er ánægjulegt að þessi mikli saungfugl stendur nú á fertugu.

Hann hefur fært þjóðinni sinni gleði og stuð t.d. á 17. júní og fleiri atburðum þar sem Íslendingar koma saman til að gleðjast.

Varðandi klámið er því til að svara að það hefur alltaf verið til staðar.  Ég hef staðið við slátt á engjum með tveim gömlum mönnum og þar var farið með dýrt kveðnar klámvísur sem styttu daginn og gerðu hann skemmtilegan.

Nú þegar heldur þyngist fyrir fæti hjá þjóðinni er ekkert mikilvægara en að eiga saungmenn sem geta haldið uppi fjörinu með vikivökum og rímnakveðskap og slíkri saunglist í bland við annað nýrra. 

Ég óska þér til hamingju með afmælið Páll minn og hafðu það ævinlega sem best og komdu eilíflega fagnandi þar sem þjóðin er að skemmta sér hverju sinni.


mbl.is Páll Óskar varð fangi klámsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisskekkja í Reykjavík

Þetta er glæsilegur listi hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík og var einróma samþykktur á fundi.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum gilda eftirfarandi reglur um fjölda sveitarstjórnarmann í sveitarstjórnum miðað við íbúafjölda, lög nr. 45 1998:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi sem Þór Saari flytur er lagt til að fjöldi sveitarstjórnarmanni verði eftirfarandi mál nr. 15:

a.      þar sem íbúar eru innan við 1.000: 7 aðalmenn,
            b.      þar sem íbúar eru 1.000–4.999: 11 aðalmenn,
            c.      þar sem íbúar eru 5.000–24.999: 17 aðalmenn,
            d.      þar sem íbúar eru 25.000–49.999: 31 aðalmaður,
            e.      þar sem íbúar eru 50.000–99.999: 47 aðalmenn,
            f.       þar sem íbúar eru 100.000–199.999: 61 aðalmaður,
            g.      þar sem íbúar eru 200.000–399.999: 71 aðalmaður.

Í greinargerð með frumvarpinu og töflum kemur eftirfarandi fram um stöðuna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi:

 

Ísland Íbúar Sveitarstjórnarmenn
Reykjavík 119.547 15
Kópavogur 29.976 11
Hafnarfjörður 25.850 11
Akranes 6.609 9
Ísafjarðarbær 3.972 9
Akureyri 17.541 11
Fjarðabyggð 4.723 9
Fljótsdalshérað 3.695 11
Hornafjörður 2.112 7
Vestmannaeyjar 4.086 7
Árborg 7.922 9

 Það sem vekur athygli er mikið ójafnvægi milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Í Reykjavík er 119 þús kjósendur en ekki nema 15 sveitarstjórnarmenn. Í Kópavogi t.d eru 30 þús kjósendur og 11 sveitarstjórnarmenn. Þarna munar 4 sveitarstjórnarmönnum en 90 þús kjósendum. Það er áhugavert að skoða og velta þessum málum fyrir sér nú þegar lýðræðisumræðan er svona sterk.


mbl.is Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík kynntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selja sundlaugina

Selja forsetaembættinu sundlaugina.
mbl.is Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berrassaður

Mér sýnist kallinn á sjónvarpsskjánum vera berrassaður!!!

En Össur kemur vel fyrir og bindið er svaka flott sem hann er með. Hann er þarna að tala máli þjóðarinnar við útlendinga og er í ,, Túninu heima".

Það vita nú allir að þetta Icesave- mál er dánarbú Sjálfstæðisflokksins.

Spurningin er hvort málið verður skuldaviðgöngubú eða skuldafrágöngubú og hvort það verði eitthvað til upp í útför og erfidrykkju.


mbl.is Með heimspressuna í túnfætinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýravernd á Íslandi

Víða í þéttbýli er fuglasöngur að hljóðna. Hversvegna? Jú það ganga kettir lausir og gjörsamlega eyða öllu fuglalífi á stórum svæðum. Er þessi váboði jafnvel verri en minkurinn.

Sérstakir viðhafnar stigar eru reistir við glugga og svalir fjölbýlishúsa og annarra húsa þar sem þessir kettir eiga heima. Síðan geta þeir verið á veiðum heilu næturnar út í vorinu og rústað fuglalífi og hreinsað úr hreiðrum þar sem ungar eru að komast á legg.

Lausaganga katta er ljótur blettur á vistkerfi borga og bæja og ættu stjórnvöld að taka þessi mál til athugunar og láta ketti sæta sömu reglum og t.d. hundar, en þeir mega ekki vera lausir á almannafæri í þéttbýli.

Brunar í útihúsum hafa verið í fréttum þar sem fleiri hundruð nautgripi og sauðfé hafa brunnið inni. Hvernig standa þau mál er allt upplýst eða er bara sagt, ha, hum og jæja og öllum sama.

Fréttir hafa verið af vanfóðrun hjá bændum fyrir austan og miklir erfiðleikar að fá þau mál í lag.

Dýraverndarmál þarf að taka fastari tökum en verið hefur og vinna að úrbótum.

Sérstaklega þarf að vera á varðbergi nú þegar rekstrarerfiðleikar eru í landbúnaði þá  þarf að fylgjast með fóðrum og fyrirkomulagi búfjárhalds áður en allt er komið óefni. 

Og svo eru það hrossin. Víða er fóðrun hross til fyrirmyndar. Enn annarstaðar er maður að sjá hrossum gefið í þröngu hólfum sem útvaðast í drullu og hey treðst niður í svaðið og geta valdið vandamálum í fóðrun.


mbl.is Svisslendingar hafna réttargæslumönnum til handa dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málskotsrétturinn

Ég hef velt þessum málum upp fyrir sjálfum mér með svipuðum hætt og frá greinir í máli Þórunnar.

En þó er ég að velta þessu betur fyrir mér og sjónarmið mín að breytast.

Málskotsrétturinn er um tiltekið afmarkað mál og erfitt að leggja mat á hvenær á að nota hann og hvenær ekki. Í raun er forsetinn hlutlaus á meðan hann gefur ekki upp afstöðu sína. Þar af leiðandi er hann ekki að tapa neinu máli á hvern veg sem það fer. Gefi hann aftur á móti upp afstöðu sína fyrirfram er hann í vondum málum. Þannig að slíkar aðstæður eru ekki uppi núna varandi forsetann.

Ríkisstjórnin er aftur á móti í mikilli klípu. Hún kemur málin ekki fram, nema í samkomulagi við stjórnarandstöðuna og/eða forsetan, nái hún á annað borð samningum við gagnaðilann.

Á meðan ríkistjórnin hefur meirihluta fyrir sinni stjórnarsetu þarf hún ekki að fara frá vegna þessa máls sérstaklega og er ekkert kveðið á um það í stjórnarskránni.

Aftur á móti er málið vont og afar erfitt. Það er mín skoðun að það verði ekki leist nema Evrópusambandið komi að því með einum eða öðrum hætti.

Ég er aftur á móti algerlega ósammála Þórunni um að atkvæðagreiðslan skipti ekki máli.


mbl.is Staðan breytt frá því í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf frá forseta Alþingis

Þá er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla yfirstaðin. Við atkvæðagreiðsluna höfðu kjósendur allir jafn rétthátt atkvæði óháð búsetu á landinu. Eitt atkvæði, einn kjósandi.

Við Alþingiskosningar er þessu öðruvísi fari. Þar er kjósendum mismunað eftir búsetu og er það kalla atkvæðamisvæg eftir kjördæmum. Það liggur fyrir að íbúar í fjölmennasta kjördæmi landsins SV-kjördæmi hafa 1/2 atkvæðisrétt miðað við NV-kjördæmi  Er það gjarnan rökstutt með því að kjósendur  í kjördæmum í hinum dreifiðubyggðum eigi að fá þann aðstöðumun sem felst í því að búa út á landi uppborinn í meira vægi atkvæða til Alþingiskosninga. 

Þetta eru haldlítil rök þar sem samgöngur eru gerbreyttar og fólk getur með miklu auðveldari hætti haft samskipti í gegnum tölvur og síma. Það mætti alveg eins snúa þessari röksemdafærslu við og segja að dreifbýlisfólk ætti að hafa rýrari kosningarrétt, þar sem það hefði auðveldari aðgang að bithaga, rjúpnaskytterí, veiði, eggja og berjatínslu, umgengni við náttúru, hreinna og tærara loft, o.s.frv.

Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí 2009 kærði færsluritari ásamt kjósanda úr SV-kjördæmi Alþingiskosningarnar til Alþingis á grundvelli laga og stjórnarskrá þar um. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að svara formlega um lyktir og afgreiðslu kærunnar, þannig að við hefðum svarið skjalfest í höndunum.

Föstudaginn 5. mars s.l. barst okkur svo bréf frá forseta Alþingis, eftir að hafa spurst fyrir um svar hjá dómsmálaráðuneyti og Alþingi. Í svari forseta er farið yfir málið og gerð grein fyrir afgreiðslu þess í þinginu og þeim sjónarmiðum og lagarökum sem Alþingi fari eftir.

Fram er tekið í bréfinu að þeir nefndarmenn í kjörbréfanefnd sem fjölluðu um kæruefnið séu einróma um mikilvægi þess að jafna atkvæðarétt í landinu. Margrét Tryggvadóttir skrifaði undir með fyrirvara.

Þar sem við tveir kjósendur teljum að réttur okkar til Alþingiskosninga sé skertur ákváðum við að halda áfram með málið. Hefur það nú verið kært til Umboðsmanns Alþingis á grundvelli 11.gr. lag um störf Umboðsmanns Alþingis. Hann hefur nú tekið við málinu og bíðum við afgreiðslu hans.


mbl.is Nei sögðu 93,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dágóð kjörsókn

Þetta er dágóð kjörsókn og það þarf engin að skammast sín fyrir hana, hvort sem hann hefur verið áhorfandi kosninganna eða þátttakandi.

Íslendingar sofna frá annarskonar þjóðfélagi í kvöld, en þeir vöknuðu til í morgun.

Forsetar og þingmenn koma og fara, en stjórnarskráin er, og lögin eiga að stjórna þjóðfélaginu.

Það snjóaði svolítið í kvöld, en það er gott á jörð, þar sem hagar eru á annað borð.

Að öðru leiti lítið að frétta.

Góðar stundir, við hittumst ef til vill seinna og þá getum við rabbað betur saman um lýðræðið og kosningarréttinn. Í dag voru Íslendingar allir jafnaðarmenn með jafnan kosningarétt.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband