Fjárhagslegir erfiðleikar steðja nú að sveitarfélögunum og þar er Reykjavík ekki undanskilin. Er þetta einkum og sér í lagi vegna hins mikla bankahruns sem átti sér stað hér og voru gerendurnir ýmsir braskara og fjármálafurstar. Breska efnahagslögreglan er nú að elta þessa fíra og setja þá í handjárn.
Tekjustofnar þorna upp við atvinnuleysi og minni innkoma í borgarsjóð. Fólk sem er í fyrirsvari á sveitarstjórnarstiginu er ekki öfundsvert af sínu hlutskipti.
Svona atburður, hafi hann gerst og fari Morgunblaðið rétt með vekja óhjákvæmilega upp spurningar hvort þetta sé í lagi eða með hvað formerkjum eðlilegt sé að koma sjónarmiðum varðandi viðkvæm málefni á framfæri? Og hvort svona útgöngumarsar komi til með að bjarga fjárhag Reykjavíkurborgar?
![]() |
Gengu út þegar Oddný kom í ræðustól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2011 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ámundi Loftsson fv.bóndi og sjómaður ritar grein í Morgunblaðið í dag sem ber heitið Vanvirðum ekki stjórnarskrána.
Við Ámundi vorum félagar í Bændafélaginu Röst og var hann formaður félagsins.
Félagið beitti sér mjög fyrir því að stjórnarskráin væri virt þegar búvörulögin nr. 46 1985 voru sett. Laut það einkum að eignarréttar og atvinnufrelsis ákvæðinu og um jafnræði borgaranna.
Ritaði Sigurður Líndal að eggjan félaga í Röst, höfuðrit um setningu búvörulaganna sem heitir Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands.
En gefum Ámunda orðið
,,Niðurstaða Hæstaréttar Íslands að kosning til stjórnlagaþings sé ólögmæt er staðreynd. Þó einhverjir kunni að vera niðurstöðunni ósammála haggar það henni ekki. Hæstiréttur Íslands fer með æðsta vald þjóðfélagsins og sker úr um gildi og framkvæmd laga sé það fyrir hann lagt og það hefur hann gert í þessu máli.
Þegar niðurstaða réttarins lá fyrir lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir á Alþingi að stjórnlagaþingið yrði ekki tekið af þjóðinni. Hún viðurkennir hinsvegar ekki að þar er ekki val um annað en að endurtaka kosninguna. Hvernig ætlar Jóhanna að koma á þjóðkjörnu stjórnlagaþingi á löglegan hátt án þess að kosið verði aftur?
Nú er komin fram tillaga þingskipaðrar nefndar um að Alþingi skipi þá sem ólögmætu kjöri náðu á stjórnlagaþing, í nefnd sem leggja á til breytingar á stjórnarskránni. Þessi tillaga er afspyrnu vond og andstæð öllum grundvallarhugmyndum um skipan lýðræðis. Að skipa þessa nefnd er ekki annað en blessun Alþingis á ógildum kosningum. Sniðganga við niðurstöðu Hæstaréttar. Stjórnarskrá lýðveldisins liggur í svaðinu.
Tillaga þessi er ekki um neitt annað en að Alþingi og ríkistjórn vaði á skítugum skóm yfir æðsta dómstól landsins. Þrátt fyrir að kosningin sé ólögmæt og lög um stjórnlagaþing séu numin úr gildi skulu hinir umboðslausu samt sem áður vinna það verk sem þjóðkjörnu stjórnlagaþingi var ætlað. Þetta er alveg í dúr og moll við annað sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stendur að og þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Tillagan um stjórnlaganefnd verður ævarandi skömm fyrir Alþingi íslendinga, verði hún samþykkt, vanvirða við löggjafarvaldið, dómsvaldið og ekki síst stjórnarskrána sjálfa.
Ekki verður heldur séð að þeir sem undir hana gangast og taka slíkri skipun séu mjög vandir að virðingu sinni fyrir lögum eða lýðræði, hvað þá stjórnarskránni. Hvers vegna unir ekki ríkisstjórnin og Alþingi niðurstöðu hæstaréttar, bætir úr þeim annmörkum sem á framkvæmd kosninganna voru og endurtekur þær? Er ástæðan sú að stjórnarflokkunum hugnast vel sá hópur sem ólögmætu kjöri náði? Er verið að leggja til að snúa hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi uppí flokksþing EB og Icesave-flokkanna? Viljum við íslendingar að lesið verði í sögubókum í framtíðinni um slíka ósvinnu við ritun stjórnarskrár fyrir lýðveldið? Halda einhverjir að raunveruleg virðing verði borin fyrir stjórnarskrá sem kemur út úr svona rugli?
Hugsunin á bak við þjóðkjörið var sú að breytingarnar á stjórnarskránni yrðu hafnar yfir allan ágreining, að stjórnarskráin yrði ekki einsog hver önnur tuska í höndum pólitískra afla. Þess vegna megum við alls ekki að stytta okkur leið í þessu máli.
Við verðum að taka krókinn, en ana ekki útí kelduna. Drögum réttan lærdóm af þessum mistökum, sníðum af þá vankanta sem á kosningunni voru og kjósum aftur. Gerum hina endanlegu niðurstöðu glæsilega. Með því öðlumst við von um að stjórnarskrá okkar öðlist það traust og þá virðingu sem henni ber. Þannig skulum við vinna að því að hún verði skýr og traustur grunnur öflugra mannréttinda og þess stjórnarfars sem við öll viljum búa við."
Heimild: Einkatölvupóstur
![]() |
Tillagan á mjög gráu svæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.3.2011 | 19:27 (breytt kl. 21:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings urðu þeir 25 kjörmenn, sem kosnir voru og höfðu fengið afhent kjörbréf til setu á stjórnlagaþingi umboðslausir.
Fram hefur komið þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs sem væri skipuð sömu fulltrúum og hlutu kjör til stjórnlagaþings til að gefa Alþingi ráð um nýja stjórnarskrá.
Líklegt er að þessi skipan mála sé ekki ólögleg út frá sjónarmiðum lögfræði. En eigi að síður er málið nokkur ögrun við ákvörðun Hæstaréttar og aðra grein gildandi stjórnarskrá um þrískiptingu þjóðfélagsvaldsins.
Hæstiréttur ákvað að ógilda kosninguna en hann lagði engar sérstakar hömlur að séð verði á viðkomandi einstaklinga að koma saman til fundar undir öðrum kringumstæðum til að ræða og gera tillögur um nýja stjórnarskrá.
Þó má vel vera að það sjónarmið geti verið á floti meðal manna að hægt sé að kalla eftir fundarbanni eða lögbanni hjá fógeta um að framangreindir 25 kjörmenn hafi ekki fararleyfi til slíkra samkomu. En um það verða lögmenn að fjalla.
Hitt er sínu verra að röð upphaflegu 25 kjörmanna getur riðlast mjög ef einhver eða einhverjir ganga úr skaftinu með því að þiggja ekki setu í stjórnlagaráði.
Það helgast af því að kosningakerfið er mjög flókið og ef einn eða fleiri taka ekki sitt sæti að þá færast atkvæðin yfir á aðra kandídata og virðist engin hafa yfirsýn hvað þá muni gerast.
Þannig getur Alþingi og þjóðin staðið uppi með allt annan hóp en upphaflega var kosinn.
Virðist því málið allt vera mjög óstöðugt og valt í sessi og orka tvímælis.
![]() |
Ófætt stjórnlagaráð klýfur flokkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.3.2011 | 08:32 (breytt kl. 08:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég sting upp á stéttaþingi til að leysa verkefni stjórnlagaþings og fyrirhugaðs stjórnlagaráðs.
Þar sem hver stétt og skilgreindur hópur ætti fulltrúa, allt kosið eftir einhverri formúlu um fjölda félagsmann sem kosnir væru lýðræðislegri kosningu innan hvers hóps. Óbundin kosning á miðum. Í slíkri kosningu þekktu aðilar frambjóðendur og fólk vissi hverra manna þeir væru.
Ég er að verða spenntur fyrir einhverri svona tilhögum.
Þing skipað á þennan hátt væri þversnið af þjóðinni.
Stéttafélögin bæru kostnaðinn af kosningunni. Ríkið greiddi þingfararkaup.
Þarna kæmu saman háskólamenn og sjómenn, bændur og kennarar, hjúkrunarfræðingar og eldriborgarar, öryrkjar og bifvélavirkjar, bæjarstarfsmenn og verkamenn, vélstjórar og stjórnendur, útgerðarmenn og auglýsingamenn, guðfræðingar og verkamenn o.s.frv. o.s.frv.
Það er vont mál að upphefjist valdatogstreita milli Alþingis og framkvæmdavalds annarsvegar og dómskerfisins hinsvegar. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
![]() |
Beðið með að birta skýrslu stjórnlaganefndarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2011 | 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna rétt fyrir kl:18:00 kom jarðskjálfti ég giska á svona 4.3. Heldur sterkari en um daginn fannst mér en þá kom fyrst högg og svo skjálfti. Ég varð nú hálf smeykur þá. Núna var þetta ívið meiri titringur, tölvan hristist en ég bý á 3 hæð.
Íslenskar byggingar eru sterkar og gert er ráð fyrir að þær þoli töluverðan jarðskjálfta. Eigi að síður fór ég að velta því fyrir mér hvað ég vissi um hvað ég ætti að gera við svona aðstæður.
Jú, jú, ég hafði lesið það í símaskránni að maður ætti að hlaupa út í horn. Var þetta enn í síma- skránni? Það stóð heima, ýmsar upplýsingar eru um náttúruhamfarir og þar á meðal jarðskjálfta í símaskránni bls. 17.
Gott að rifja þetta upp. Við lifum í landi náttúruhamfara svo það er gott að vera vel upplýstur.
![]() |
Enn skelfur jörð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2011 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á dagskrá Alþingis í gær var eftirfarandi á dagskrá;
Kosning aðalmanna í landskjörstjórn eftir afsögn kjörinna aðalmanna 28. jan. sl. og eins varamanns í stað Sólveigar Guðmundsdóttur til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 12. gr.laga nr. 24 16. maí 2000, um kosningar til Alþingis (kosningar) B677. mál.
Tveir listar komu fram, A og B listi og var Ástráður Haraldsson fv. formaður landskjörstjórnar á öðrum þeirra, A lista.
Forseti Alþingis ákvað þá upp á eindæmi sitt að ekki þyrfti að greiða atkvæði, af því á listunum voru mátulega margir í landskjörsstjórn.
Þó að vitað sé að A listi hefði meirihluta að þá þarf vitaskuld að greiða atkvæði til að kjósendur geti gert sér grein fyrir því hvaða alþingismenn standa að þessu kjöri.
Svona leynipukur gengur ekki. Menn geta ekki gengið með veggjum í þessu máli.
Svo þegar Steingrímur J. Sigfússon er spurður um þessa kosningu af RUV að þá bendir hann á Árna Þór þingflokksmann. Og á hvern skyldi hann benda?
Kjósendur eiga kröfu á því að fá upplýsingar um þessa ekkikosningu. Því á endanum eru það þeir sem verða að kjósa sína alþingismenn. Um það snýst pólitík.
Nema það verði bara pappakassakosningar næst og forðagæslumenn fari um sveitir með þá eins og gerðist í prófkjöri hjá Framsóknarmönnum í NV-kjördæm á seinni hluta síðustu aldar.
Ég man að í svona minni félögum var notaður hattur til að safna atkvæðaseðlum saman í.
Kæmi það til greina næst?
![]() |
Með hreinan skjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2011 | 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 601428
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar