Nú í hádeginu fóru ráðherrarnir í svo kölluð lyklakaup.
Steingrímur J. afhendi Oddnýju G. Harðardóttur lyklana að fjármálaráðuneytinu. Oddný er með minnaprófið í starðfræði og meistarapróf í uppeldis og menntunarfræðum og kann því að sussa á hina ráðherrana þegar þeir fara að biðja um vasapeninga. Minnaprófið dugar alveg í fjármálaráðuneytinu. Aðalatriðið er að vera sparsamur og eyða ekki meiru en aflað er.
Nágranni minn fv. , Björn á Löngumýri vildi einu sinni verða fjármálaráðherra en Framsókn þorði ekki að setja hann í ráðuneyti út af því að þeir héldu að hann væri svo aðhaldsamur og vildi ganga með ávísunarheftið og borga sjálfur, beint.
Steingrímur J. fær lykla að efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá Árna Páli en engin veit hvað verður um hann, að sinni.
Steingrímur J. fær ennfremur í sinn hlut lykla að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti frá Jóni Bjarnasyni, en Jón fer sennlega vestur í Bjarnarhöfn að skera hákarl fyrir þorrablótin, en kemur sennilega við og við til þings, sko, til að greiða góðum málum atkvæði, en vondum málum mótatkvæði.
Steingrímur fær einnig lykla að iðnaðarráðuneyti og verður afleysingarráðherra þegar Katrín Júlíusar fer í barneignarleyfi.
Steingrímur er sigurvegari í þessum lyklakaupum fær 3 lykla en lætur af hendi 1 lykil. Steingrímur J. er búin að vera duglegur lykilmaður í íslensku þjóðfélagi frá hruni og hvorki bognar né brotnar undan álagi.
![]() |
Tekur við lyklavöldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.12.2011 | 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur Jónasson alþingismaður VG og innanríkisráðherra stendur einn ráðherravaktina í SV-kjördæmi.
Þar eru 58 þúsund kjósendur. Ráðherrar Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi þau Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir eru að hverfa úr ríkistjórn. Þar með má búast við að sá hluti stjórnmálalífs Samfylkingarinnar í kjördæminu leggist af og fari í eyði til langframa.
Þessi ráðherrakapall er með ólíkindum og gengur ekki upp.
Ég held að það verði engin ríkisráðsfundur á morgun.
Þjóðin mun nú um þessi áramót syngja ,, Ólafur reið með björgum fram, villir hann stillir hann".
![]() |
Fundahöld um allt hótelið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2011 | 22:29 (breytt kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú svolítið undarlegt að láta ráðherra fara úr ríkistjórn sem er þingmaður og oddviti flokksins í stærsta kjördæmi landsins. Og hinn ráðherra flokksins í SV-kjördæmi kominn á steypirinn og verður að fara sinna ungviðinu.
Svo sniðgengur Sjálfstæðisflokkurinn SV- kjördæmi algerlega í málefnum sem varða jöfnun atkvæðisréttar (kjósendur í SV með helmingi minni atkvæðisrétt en í NV-kjördæmi), með sérstakri tillögu á landsfundi um að eig skuli atkvæðisrétturinn lagfærður.
Það er undarlegt fólk sem býr þarna í þéttbýlasta og fjöllmennasta kjördæmi landsins, ef það lætur þetta yfir sig ganga hávaðalaust.
Að vera utangarðsfólk í stjórnmálum landsins í eigin heimabyggð.
![]() |
Kristján og Sigmundur á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.12.2011 | 21:39 (breytt 1.1.2012 kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ásmundur Einar Daðason er svo lítið eins og sauðkindin. Hún fer þangað þar sem hún heldur að hagar séu betri og oft í túnið hjá öðrum og þá endar það með því að hundarnir eru settir á rollurnar.
Nú er komin túngirðing þvert í gegn um túnið hjá Framsóknarflokknum. Öðru megin stendur gamla bændaveldi með nýjan flokkaflakkara.
Í einu horninu hins helmning túnsins er að rísa nýbýli og er frumbýgingurinn Guðmundur Steingrímsson fv. forsætisráðherra Hermannssson fv. forsætisráðherra Jónassonar.
Framsókanrflokkurirn er þver klofinn eftir innkomu Ásmundar Einars Daðasonar í Framsóknarflokkinn. Það voru mistök hjá Framsókanrmönnum að taka við honum.
Það eru ekki alltaf pólitískarkynbætur að taka fagnandi þingmönnum úr öðrum flokkum.
En Framsóknarmenn sitja upp með þessa döpru niðurstöðu.
![]() |
Gamlir hundar sem engar breytingar vilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.12.2011 | 22:36 (breytt kl. 22:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það þyrfti nú að fara taka þessa féránsþjófa sem rændu bankana innanfrá.
Það hljóta að vera einhver vitni sem hafa orðið vör við þá atburði.
Það hljóta einhverjir að verða dregnir til ábyrgðar og þeir margir.
Ef ekki, þá má gera hér hvað sem er.
![]() |
Skutu hreindýr í leyfisleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.12.2011 | 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Syðri-Löngumýrarbærinn var burstabær, upphaflega með þrem burstum, byggður 1860 að ég held. Hann stóð á hól u.þ.b. 200 metra frá núverandi þjóðvegi og sneri til austurs. Syðra burstahúsið samanstóð af austur- og vesturhúsi og miðbaðstofu. Þessi hluti var allur viðarklæddur í hólf og gólf af vönduðum við. Miðburstin samanstóð af stofu sem sneri fram á hlað, björt og rúmgóð. Þar fyrir innan var eldhús sem var viðarklætt en vestast var geymsla fyrir búsáhöld, amboð og reiðtygi og var hún óþiljuð. Milli þessara bursta var þiljaður gangur inn í bæinn. Syðra burstahúsið stóð á upphækkun, væntanlega hugsað til að verjast gólfkulda. Búið var að rífa þriðju burstina sem var skemma en þar fyrir innan var köld geymsla fyrir súrmat og þar innaf var eldhús. Bærinn bauð af sér góðan þokka, var vandaður og kyntur upp með þurrkuðu taði og kolum.
Í skjóli fyrir sunnan bæinn var kartöflu- og rabbabaragarður sem mikið var notaður. Einnig uxu þar kryddjurtir, svo sem kúmen og graslaukur. Milli fjóss og bæjar var haganlega gerður brunnur sem vatn þraut aldrei í. Hann var aflagður um það leyti sem flutt var í nýtt hús 1957. Árið 1977 hreinsaði ég brunninn upp en þá var hann kominn í vanhirðu. Brunnurinn er um 3 metra djúpur, þvermál neðst 0,6 metrar og efst 1,8 metrar (þetta er eftir minni). Hann er vel hlaðinn úr grjóti og neðst í botni brunnsins er ávalur steinn. Hygg ég að vatnið hafi verið ræst frá uppsprettunni á meðan á hleðslunni stóð en fyrir framan er töluverður halli. Síðan hefur fráveitulögnin verið stífluð þegar verkinu hefur verið lokið. Brunnurinn var stráheill þegar ég fór niður í hann 1977.
Vindrafstöð var fyrir ofan bæinn, töluvert mannvirki, en var óvirk þegar ég kom þarna fyrst og ekki notuð. Reyndar hafði eitthvert átak verið gert í vindrafstöðvarmálum í hreppnum því víða voru þessar myllur uppistandandi og sums staðar í lagi. Fremst á hlaðinu var stór hestasteinn, 50x130x80 cm og á honum stóð, að mig minnir, ártalið 1860 sem er sennilega byggingarár bæjarins.
Vistfræði Syðri-Löngumýrar
Hnattstaða jarðarinnar er 65 gráður og 29 mínútur N og 19 gráður 52 mínútur V og hallar jörðin í móti austri. Jörðin er u.þ.b. 6 ferkm. Hún á merki við Höllustaði að sunnan, Stóradal að vestan, Ytri-Löngumýri að norðan og Brúarhlíð og Blöndudalshóla að austan en þar rennur Blanda á merkjum. Eftir jörðinni renna upprunalega þrír lækir. Merkjalækurinn rennur milli Syðri-Löngumýrar og Höllustaða, alveg frá Grámannsflá og niður í Blöndu. Tveir lækir renna niður frá efri brúnum norðan við miðju jarðarinnar og afmarka bæjarstæðið og eldra túnstæði. Þar hefur verið þurrast á jörðinni.
Eins og nafn jarðarinnar ber með sér er hún mýrlend og votlend, en inn á milli eru vallendismóar, börð og brúnir. Í 250 metra hæð yfir sjávarmáli tekur við þróttmikill fjalldrapi og samfelldar hálfdeigjur sem enda svo í Stóradalshálsi, eða svokölluðum Hálsi, sem er efsti hluti jarðarinnar. Þar uppi, sunnan við miðju jarðarinnar nær svokölluðum Lækjum, eru Kirkjuhólar. Jurtaflóra jarðarinnar var fjölskrúðug. Við plöntusöfnun vegna náms míns við búvísindadeildina á Hvanneyri, á árunum 1968-1970, safnaði ég mörgum plöntutegundum á jörðinni en hef ekki gögn um fjölda tegunda sem vaxa þar.
Í Blöndudal er veðursæld. Þó getur verið allhvöss SV átt á Syðri-Löngumýri. En oft er blíðviðri vor og sumar. NA-átt er ríkjandi vetrarátt með skafrenningi upp mýrarnar. Norðanstórhríð getur staðið allt upp í viku. Stillur og hægviðri eru þó oft ríkjandi á vetrum. Á sumrum í sunnanátt má oft búast við síðdegisskúrum. Oft er dalalæða á kvöldin, vor og sumar. Fuglalíf var mikið, bókstaflega allt morandi af spóa, lóu, hrossagauk, lóuþræl og stelk. Maríuerla var við hús og bæi, þúfutittlingur við gilskorninga og börð og steindepill í grjóti. Rjúpur gerðu sér hreiður hið efra í fjalldrapanum. Síðan sveimuðu hrafn og smyrill yfir. Í norðurhluta Hálsins í Klaufinni, þar sem heita Högg, var lágfóta með greni og þar var einu sinn mjög óvænt skotinn minkur. Það gerði Ólafur Sigurjónsson frá Rútsstöðum og hló lengi dags að því með miklum bakföllum.
Heimild: Húnavaka, rit Ungmennafélags Austur-Húnvetninga 49 árgangur-2009
Bernskuminnigar 2 kaflar bls.74-75, Þorsteinn H. Gunnarsson
Stjórnmál og samfélag | 25.12.2011 | 12:07 (breytt 23.12.2015 kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur. Þar er fólk á háum lífeyristekjum svo sem fv. alþingismenn og ráðherrar, sérfræðingar, millitekjufólk með dágóðan höfuðstól og vaxtatekjur, bjargálna fólk með sæmilegan lífeyrir,gamalmenni án lífeyrisréttinda.
Þannig að eldriborgarar geta tæplega farið fram með samræmda kröfugerð á hendur ríkisvaldinu af ofantöldum ástæðum.
Landsamband eldriborgarar hefur svo sannarlega hlutverki að gegna. Þar er reynslan af fjölbreytilegu lífshlaupi og þar er innanborðs fólk sem man tímana tvenna og hefur marga fjöruna sopið.
Það getur verið gott að hafa slík samtök til að skipuleggja tómstundastarf eldriborgara og sækja fram um byggingu öldrunarheimila og sjúkraþjónustu fyrir aldraða og standa vörð um ýmis sameiginleg hagsmunmál eldri borgara.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að skattleggja vaxtatekjur og arðgreiðslur með þeim fyrirvörum að þar sé gætt sanngirni. Í vaxtamálunum er eðlilegt að hafa einhverjir lámarks persónuafslættir og mörk og viðmið þannig að ákveðin vaxtaberandi höfuðstóll sé ekki skattlagður.
Það ætti að jafna afkomu eldriborgara. Engin ætt að þurf kvíða því að verða gamall.
Það er málið.
Áfram eldriborgarar.
![]() |
Röðin komin að eldri borgurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2011 | 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þennan húsgang fann ég á facebook hjá bloggvinkonu minni.
Engan fékk ég eyðisand
Ömmi´í tönn lét skína.
Nú er horfið Norðurland,
nú er ég farinn til Kína.
Svona reyna Íslendingar að skemmta sér í skammdeginu með ljóðum og ferskeytlum.
Þetta er hefðin. En ég veit ekki hvernig þetta er í Kína.
![]() |
Huang horfir enn til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.12.2011 | 21:43 (breytt kl. 21:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru alltaf bílslys í umferðini.
Þá er gott að vera með öryggisbelti eins og Jón Bjarnason.
Það haggast ekki húfan á honum þó hann lendi í stympingum.
Hann er enn ráðherra þó það sé verið að reyna hrynda honum.
Svo átti að fara hrekkja hann með skoðanakönnun á Fréttablaðinu.
Þá kom í ljós að Jón Bjarnason ráðherra er með 35,7 % fylgi.
Ekki er skrásett hvað aðrir ráðherra eru með mikið fylgi.
Þetta er Össur, utan-ríkis-ráðherra, -takið eftir utan- ríkis-, búinn að uppgötva.
Það er búið að kortleggja stöðuna og hlusta á veðurspána.
Nú vill Össur vera vinur Jóns Bjarna svo Össur verði ekki úti í umhleypingunum sem eru framundan.
![]() |
Kvótafrumvarpið eins og bílslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2011 | 21:46 (breytt kl. 22:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég stóð í þeirri trú að dómstólar tækju við málum eins og þau væru búin til dóms, með stefnu eða ákæru. Ekki væri hægt að breyta eða að bæta við í málum eftir að þau væru þingfest.
Þetta kemur svolítið á óvart.
Málskot til Hæstaréttar á þessum úrskurði ætti því að koma til álita og fá niðurstöðu Hæstaréttar hvort þetta sé leyfilegt að hægt sé að bæta fleirum ummælum við stefnuna eða hvort það sé nauðsynlegt að höfða annað mál samhliða því sem rekið er.
Það er hætt við að svona mál verði eilífðarmál, ef bloggarinn heldur bara áfram og stefnandinn héldi áfram þar til báðir væru dauðir.
Stefnan yrði þá einhverskonar þula eða vikivaki sem aldrei tæki enda. En það er náttúrlega eðlilegt að það spretti einhver ný menning eða kultur upp á þessum tímum sem við lifum.
Frægasta rit um ærumeiðingar er doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen, Fjölmæli sem kom út 1967.
![]() |
Fær að bæta við ummælum í meiðyrðamáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.12.2011 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 5
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 601414
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar