Sjálfstæðisflokkurinn á móti jöfnun atkvæðisréttar

Sjálfstæðisflokkurinn er á móti jöfnun atkvæðisréttarins samkvæmt landsfundarsamþykkt.

Ekkert hefur verið fjallað um niðurstöður landsfundar Sjálfstæðisflokksins á opinberum vettvangi eftir að honum lauk. Á Mbl.is sem ég fylgist reglulega með er ekki einu orði vikið að samþykktum landsfundar. Einungis var síbylkjan þulin um formanskosningarna á meðan þær stóðu yfir.

Á landsfundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt:

Landsfundurinn leggst gegn hugmyndum um breytingar á atkvæðavægi í kosningum til Alþingis, en bendir á nauðsyn þess að lægfæra kjördæmaskipan í landinu.

Stjórnarskráin kveður á um það hvernig þessum málu skuli háttað:

II.
31. gr. [Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára.
Kjördæmi skulu vera fæst sex en flest sjö. Mörk þeirra skulu ákveðin í lögum, en þó er heimilt að fela landskjörstjórn að ákveða kjördæmamörk í Reykjavík og nágrenni.
Í hverju kjördæmi skulu vera minnst sex kjördæmissæti sem úthluta skal á grundvelli kosningaúrslita í kjördæminu. Fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi skal að öðru leyti ákveðinn í lögum, sbr. þó 5. mgr.
Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Ef kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi skal landskjörstjórn breyta fjölda þingsæta í kjördæmum í því skyni að draga úr þeim mun. Setja skal nánari fyrirmæli um þetta í lög.
Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi.]1)

Hugsanlega kæmust þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram  hjá þessu ákvæði án þess að brjóta landsfundarsamþykktina , með því að samþykkja stofnun lítils kjördæmis í Kópavogi og færa 3 þingmenn úr NV-kjördæmi og stitthvorn þingmannin úr NA-kjördæmi og Suður -kjördæmi í Kópavogkjördæmi.

Kjördæmin eru nú 6 en mega vera 7.

2/3 atkvæða þarf á Alþingi til að gera þessar ráðstafanir til breytinga.


mbl.is Gríðarlegur áhugi á framboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr prófkjörsannál Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi 1998

Jón Bjarnason tók á sínum tíma þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV- kjördæmi, þegar verið var að stofna hana 1998 eftir að hafa verið á lista Alþýðubandalagsins og óháðra en Alþýðubandalagið tók þátt í því prófkjöri sem stjórnmálaafl.

Jón Bjarnason kom býsna sterkur út úr því prófkjöri en eftirfarandi niðurstöður eru til í gömlum heimildum og stikla ég hér á stóru um þær tölur.

Jón Bjarnason 1 sæti 580 atkv 1-2 sæti 844 atkv 1-3 sæti 1038 atkv 1-4 sæti 1306 atkv samtals 3768=15,7%

Kristján Möller 1 sæti 852 atkv 1-2 sæti 1018 atkv 1-3 sæt 1153 atkv 1-4 sæti 1344 atkv samtals 4367=18,2%

Það var ótrúlega lítill munur á Kristjáni Möller og Jóni eða 2.5 % enda safnaði Möllerinn miklu liði á Siglufirði. Fylgi Jóns var dreift um allt kjördæmið.

Við stóru kjördæmabreytinguna lenti Siglufjörður í NA-Kjördæmi og Kristján Möller fylgdi með, en Jón hefur setið áfram í NV-kjördæmi.

Jón Bjarnason bauð sig fram á lista VG 1999 og kom inn sem þingmaður NV-kjördæmis þá.

Þannig að rétt er að í upphafi skal endirinn skoðaður í þessu ráðherramáli.  

Málatilbúnaður forsætisráðherra á hendur Jóni vegna fiskveiðifrumvarpsins og þeirra minnispunkta sem hanga á heimasíðu sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytisins almenningi til glöggvunar, er máttlaus.

Rétt er að minna á að eitt sinn ætlaði þáverandi forsætisráðherra að reka Albert Guðmundsson úr ríkistjórn en það mál snérist nú heldur betur í höndum viðkomandi forsætisráðherra.

Já hún getur stundum verið viðkvæm staðan í pólutíkinni og betra að gá til veðurs.


mbl.is Jón njóti sannmælis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband