Mér finnst alltaf fallegt þegar svona hlutir gerast. Einhver hefur haft köllun til að leggja blómsveiginn á leiði.
Sjómanndagsráð hristi af sér drungan þegar hafist var handa að reisa Minningar Öldurnar við Fossvogs kirkju og hægt var að setja nöfn týndra sjómanna á. Ég er þeim ævinlega þakklátur fyiri að hafa drifið í því. Síðan þá hefur hefur Guðmundur Hallvarsson fv. alþingismaður komið á góðu og fallegu skipulagi að hafa viðburð á sjómannadaginn við Öldurnar sem hefur meitlast í góða og virðulega athöfn. Þar er byrjað að blása fallegt lag í trompet sem hrífur gesti,næst ávarp og bæn prests,síðan er lagður blóma krans á stein sem er útvörður þessa listaverks. Landhelgisgæslan hefur jafnan verið með heiðursvörð við athöfnina og jafnan boðið áhöfnum erlendar gæsluskipa að vera með. Þar eru gefnar hoonur sem er svona virðingakveðja líkra hópa og oft herdeilda.
Ég hef verið talsmaður þess að þegar eru obinberar heimsóknir þá sé smart að gefa fulltrúum erlendra ríkja að mæta á staði.
Þetta ber að þakka, allt.
Mér er ómögulegt annað en geta frænda míns við þetta tækifæri, sem var frá Flateyri. Hann heitir Hallgrímur Péturssonar var víða á svæðinu skipstjóri eða stýrimaður, en síðast stýrimaður á l.v. Pétrusey. Hallgrímur lauk fiskimannaprófi frá í Sjómannaskóla Íslands og fórst með Péturseynni þegar Þjóðverjar skutu hana niður við austurströnd Englands í seinni heimstyrjöldinni skipið drekkhlaðið niður af ísuðum fisk.
Hallgrímur var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Skjaldar á Flateyri. Hann var stilltur maður og prúður, fastur fyrir, þrekmaður og mannsefni mikið.
Hallgrímur var ókvæntur. Ömmur okkar voru systur Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir og Karítas Skarphéðindóttir.
Amma Kæja var hrifin að því þegar Wellington flugvélar Bandaríkjahers hófu leitarflug á norður Atlandshafi. Þá hurfu kafbátarnir af svæðunum einsog mý á mikjuskán. Amma Kæja og Manús fori voru stofnendur Kommanistadeildar á Ísafirði og þótti það tíðindi þegar kerlingin breytti til að lofa Bandaríkjaher. En næsti bær við þær félagsaðstæður voru sósíalistar. Sem nú eru í framboði til Alþingis á Íslandi.
Kennsl borin á óþekktan sjómann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.11.2024 | 15:31 (breytt kl. 15:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dálitla löngun hef ég til að segja frá þessu öndvegisriti sem fjallar um lcesave málið og samningana.
Hér að neðan setjum við upp kaflaskipan að ritinu, svo það verði léttara og fólk geti einhent sér í að lesa ritið og gera sér raunverulega grein fyrir málunum því málið er stórt og margslungið.
1.kafli: Þeir áttu samt ekki Ísland
2.kafli: Í upphafi var minnisblað
3.kafli: Minnihlutastjórn breytir ekki öllu
4.kafli: Samningaviðræður og samningar
5.kafli: Virðing Alþingis - hvað er nú það?
6.kafli: Taka tvö
7.kafli: Taka þrjú
8.kafli: Í niðurstöðum var þetta helst
Tilvísanir, heimildaskrá og nafnaskrá
Icesave voru innlánsreikningar sem Landsbankinn í Bretlandi og Hollandi stofnuðu. Þar voru boðnir háir innlánsvextir og fólk var mjög ánægt með þetta og peningar streymdu inn frá einstaklingum.
"Tær snilld", sagði einhver og kapítalistarnir voru mjög ánægðir að sjá allt þetta fé streyma inn í bankana. Og gátu þá keypt fleiri búðir í Bretlandi. En þá gall við í Davíði Oddssyni, "við borgum ekki skuldir óreiðufólks". Og þá fékk þjóðin kvíða í magann og taldi þetta vera alveg rétt. Til að tryggja þessi innnlán átti hvert land að vera með Tryggingarsjóð innistæðueigenda og þar átti hvert ríki að tryggja ákveðna upphæð, 20þúsund evrur pr. einstakling. En okkar Tryggingarsjóður innistæðueigenda var næstum galtómur.
Jafnvel einstaklingar í þingflokkum voru farnir að gefa í skyn að vandræði væri í uppsiglingu vegna þessa og hugsanlega yrðu flugvélar og skip haldlögð þegar þau kæmu til Bretlands eða Hollands. En í slíkum málum milli þjóða, þá er svokölluð friðarskylda.
Þegar verið er í málastappi er yfirleitt reynt að ná samningum, fremur en að vísa málinu til dómsstólana. Því enginn getur ábyrgst hvað gerist fyrir dómsstólum og því betra að leita samninga fyrst. Það var hugmyndin með þessu samninga makki. Og Svavar Gestsson var skipaður sem formaður nefndar sem átti að leita eftir samningum við Breta og Hollendinga. Í samninganefndinni var valinn maður í hverju rúmi og nefndin fékk lögfræðiaðstoð, erindisbréf og annað sem hún átti rétt á. Þó svo að það hafi kvisast út að Svavar hafi verið skipaður pólítískt og kannski ekki rétti maðurinn í þetta starf, þá reyndist hann vera góður langhlaupari í þessu máli.
Þegar að bankarnir voru einkavæddir, þá voru þeir ekki lengur í forsjá ríkisins. En við Íslendingar höfum litið svo á, að fé sem væri lagt inn í ríkisbanka væri gulltryggt og á ábyrgð ríkisvaldsins. Við einkavæðingu fellur ríkisábyrgðin formleganiður væntalega.
Bretland og Holland stefndu okkur að lokum fyrir EFTA dómstólinn og var Ísland sýknað. Við sigruðum því hvert og eitt í Icesave deilunni og öll saman. Þrotabú Landsbankans gat greitt upp lánið sem Bretar og Hollendingar voru að lána okkur til að greiða eigendum Icesave reikninganna.
Á baksíðu bókarinnar stendur: "Eitt síðasta verkefni Svavars Gestsonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrunið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykktir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýjir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar ástandi, eins og það blasti við honum".
Þegar ósköpin gengu yfir, flutti Geir Haarde forsætisráðherra ræðu í sjónvarpinu og í lok ræðunnar bað hann Guð að blessa Ísland,( þetta eilífðar smáblóm með titrandi tár) innan sviga bætir síðuhafi nokkrum orðum úr þjóðsöng Íslendinga við, það er smartara að hans mati.
Sannarlega rættist bænin.
Kaflaskipti tekin úr bókinni með leyfi Guðrúnar Ágústsdóttur.
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2024 | 11:30 (breytt 26.11.2024 kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Afar gaman að horfa á foringjana svara fréttamönnum á sjónvarpsfundinum. Mér fannst allir koma vel fram, kurteisir og án þess að gjamma fram í fyrir öðrum. Fundurinn vel skipulagður og gaf stjórnendum gott færi á að að hafa stjórn og geta neytt síns myndugleika og sett tímamörkum sem fundarmenn neyddust til að taka mark á. Með því að skilja fundarborðin svona í sundur og hver hefði sitt rými kemur í veg fyrir eins og maður hefur séð að fundarmenn geti farið fram fyrir hvern annan og raunverulega bolað viðkomandi í burtu. Það hefur gerst á svona fundum þar sem fundarborðið var samfellt.
Að því að Miðflokkurinn er með þessa skynsemishyggju í forgrunninn þá virðist Sigmundur Davíð líta þannig á að hann sé sá skynsamasti. Í barnaskóla í gamladaga þá voru þeir sem gátu ýmslegt í námi og leik fengið eina umsögn frá einni skólasystir minni sem kallaði, hann er ofviti þessi. Sigmundur alveg skynsamur en hann er ekki ofviti. Hann má ekki fara að halda það sjálfur.
Allir eru skynsamir en misjafnlega skynsamari. Stjórnmálamenn nú til dags eru í miklu betri færum að láta athuga mál djúpt en var í gamla daga og fá réttar lausnir fram sem er hægt að framkvæma, en þegar menn urðu að stóla á hyggjuvitið. Þess vegna má það undrun sæta að þjóðfélaginu sé ekki betur stjórnan enraun
Sigurður Ingi talaði vel um útlendingamálin og hefur skynsamlega sýn á þau eins og friðelskandi maður á að hafa. Stjórnendurnir unnu vel saman og höfðu vald á fundinum. Inga Sæland er sjálfsprottin kanóna, eins og fólk var hér í eina tíð, beitti blýantinum af list.
Yndislegt þegar þau vor sett í það að hæla hvort öðru og tala vel hvet um annað. það var got atriði. Lauk fundinu bara vel.
Ný könnun: Fylgi Viðreisnar eykst og eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2024 | 23:23 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 278
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 215
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar