Verðbólguskotið ekki leiðrétt, skuldarar látnir borga sjálfir niður skuldir sínar með séreignarsparnði. Hvað um þá sem hafa seld fasteignir sínar eða misst þær á uppboðum?.

Mér var boðið á fund um skuldamál heimilan af vini í fjölskyldunni. Fundurinn var haldlinn í Kaldalóni í Hörpu. Þegar til átti að taka fengum við ekki inngöngu þrátt fyrir að félagi minn hafi verið með það á hreinu að almenningur mætti mæta samkvæmt frétt sem hann las.

Við vorum krafðir um fréttamannapassa þar sem fundurinn væri aðeins fyrir fréttamenn. Ég sagði að ég væri fréttamaður, þar sem ég segði oft fréttir og væri auk in heldur bloggari á Mbl.is en það dugði ekki. Svo sá ég að fólk dreif að og þar á meðal biskupinn svo ég fór á eftir og sjá hvernig það mál væri afgreitt. Biskupnum var boðið og fékk inngöngu. Síða kom Birgitta Jónsdóttir með sveit manna og henni þóttir nú lítið til koma svona eftirá fyrirvörum og henni var hleypt inn og ég hengdi mig á hennar snaga.

 Birgitta hafði orð á því að þetta væri eins og jarðaför, því það var enginn stemming, en krans fyrir framan við púltið eins og títt er í kirkjum.

Síðan fóru þeir fóstbræður Sigmundur og  Bjarni yfir þessi mál og reifuðu þau eins og allir geta lesið um í fjölmiðlum.

Dr. Sigurður Hannesson stærðfræðingur formaður nefndarinn fór svo yfir efnisþætti málsins og var hans innlegg afar glöggt. Það sem vakti athygli mína var að not á séreignasparnað skuldara til að greiða niður höfuðstól fasteignaskulda, en á móti er gefinn eftir tekjuskattur 4% af iðgjaldi launþega og 2% af iðgjaldi frá launagreiðanda. með öðrum orðu það er farið í vasa skuldara og hann látinn borga. Þetta er svona eins og gert er í Tívolí af fjöllistamönnum.

Að lokknum framsöguerindum átti svo að heita að leyfðar væru fyrirspurnir úr sal með þeim fyrir vara að menn þyrftu að fara komast á fréttastofur og hlutaðeigendur í viðtöl svo lítið var um spurningar úr sal. 2 spurningar komu og var svarað af ráðherrunum.

Ég var tilbúinn með eina spurningu og var búinn að rétta upp hendi en forsætisráðherra tók ekki eftir því. Spurningin varðaði það hvort  og hvernig þeir nytu þessara að gerða sem væru búnir að missa frá sér fasteignina annað hvort í sölu eða nauðungaruppboði en búnir að fá á sig verðbólguskotið og bera hallann af því og ýmsum hremmingum öðrum sem hrunið hafi valdið þeim búsifjum.

Þessar aðgerðir eru ekki það sem hefur verið lofað í hástemmdum loforðum fyrir kosningar, en virða ber viljann fyrir verkið. Og ég er ansi hræddur um að mörgum finnist þetta þunnur þrettándi.


mbl.is Hámarkslækkun höfuðstóls 4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenningar Fjölskylduhjálparinnar - Heimasíða forseta Íslands

Þetta er tekið af heimasíðu forseta Íslands frá 21. nóv.2013

,,Forseti afhendir viðurkenningar sem Fjölskylduhjálpin veitir fyrirtækjum sem gert hafa henni kleift að aðstoða fjölskyldur með mat, fatnaði og annarri aðstoð. Í ávarpi hvatti forseti til víðtækrar samstöðu til að draga úr þeirri neyð sem hinn mikli fjöldi hjálparbeiðna væri vísbending um".

Á hátíðarstundum er sagt að Ísland sé ríkt land. Hver er raunin?


Barátta gegn fátækt. Heima síða forseta Íslands

Þetta er tekið af heimasíðu forseta Íslands 22. nóv 2013:

,,Forseti tekur á móti fulltrúum evrópskra samtaka sem berjast gegn fátækt, European Anti-Poverty Network, sem haldið hafa fund á Íslandi. Í ávarpi áréttaði forseti nauðsyn þess að horfast í augu við fátæktarvandann sem í æ ríkara mæli einkennir flest ef ekki öll lönd álfunnar. Glíman við fjármálakreppuna hefði afhjúpað þann vanda á skýran hátt og milljónir manna ættu sér litla von á komandi árum nema umtalsverðar breytingar yrðu á viðhorfum og stefnu í álfunni. Nefndi forseti ýmis dæmi úr íslenskri sögu og áréttaði að þrátt fyrir árangur síðustu ára í glímunni við fjármálakreppuna væru enn þúsundir Íslendinga sem þyrftu að treysta á matargjafir og aðstoð hjálparstofnana".

Það er lærdómsríkt fyrir alþýðu Íslands að fylgjast með heima síðu, forseta Íslands herra Ólafs Ragnars Grímssonar.

 


Hreyfingin lögð niður

 

 

 

Erindi úr Heimsósómakvæði

Töpuð er trúin og baráttan búin í byltingarflokki 
velferðarbrúin er brotin og fúin og brestir í stokki, 
þjóðin er lúin og framseld og flúin og flestir í sjokki, 
hrakin og snúin og hamingju rúin í helvítis fokki.

 

 


mbl.is Hreyfingin formlega lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband