Borgarráð samþykkti í dag að endurskipuleggja rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Hugmyndin virðist vera að spara í rekstri með því að stækka einingarnar. Jafnframt er í fréttinni að þetta verði skoðað faglega.
Vitað er að sumir skólar geta tekið við fleiri nemendum á meðan aðrir eru að springa. Reykjavík er eitt skólahverfi en hverfamörk eru misjöfn. Foreldrar geta ráðið því í hvaða skóla þau innrita börn sín. Venjan er samt að börn innritist í þann skóla sem næst er heimili viðkomandi. Flestir foreldrar virðast hugsa um fjarlægð frá heimili til skóla og vini barna sinna. Það ætti samt að vera kostur að börnin séu í skóla sem hefur nægt pláss og hefur hagstæðari bekkjarstærðir.
Þar sem fjármagn er af skornum skammti og fyrirsjáanlegt að ekki verið ráðstöfunarfé til nýbygginga skólahúsnæðis á næstu árum er nauðsynlegt að upplýsa foreldra betur um að börn þeirra geta farið í hvern þann skóla sem þeir kjósa en innrita ber börn fyrir auglýstan innritunartíma.
Samrekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila virðist því vera kostur sem huga ber vandlega að því þannig er án efa hægt að spara í rekstri. Faglega eiga þessar einingar vel saman og starfið verður heildstætt.
Þannig geta stjórnvöld frekar haft áhrif í þá átt að skólarnir verði sem jafnastir að stærð,faglega sterkir.
![]() |
Vilja endurskipuleggja rekstur skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2010 | 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli sjálfheldu nú um stundir. Forustan skynjar það að fólk treystir ekki flokknum eftir bankahrunið. Flokkurinn er eins og sigmaður í bjargi þar sem reipið er að skerast í sundur á bjargbrúninni. Þetta ætti Árni Johnsen að geta útskýrt fyrir félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum
Þess vegna er brugðið á það ráð að halda blaðamannafund og fréttamönnum sýndar einhverjar tillögur á A4 sem eiga að heita þingsáætlunartillaga.
Það er lítilsvirðing við við Alþingi Íslendinga að leggja ekki tillöguna fyrst fyrir Alþingi, þar sem slík mál eru fram borinn, en láta alþingismenn frétta um hana fyrst á Mogganum. Þetta sýnir hverskonar fjölmiðlasirkus er í gangi.
Flokkur sem er kominn með fv. formann sinn og fv. forsætisráherra fyrir Landsdóm og sætir ákæru af hálfu Alþingis sem er einsdæmi Lýðveldissögunni, en þekktist helst á Sturlungaöld þegar Sturla Sighvatson og Órækja Snorrason voru reknir úr landi með Alþingisdómi.
Forusta flokksins hefur haft eitthvert pat af þessari skoðanakönnun og hringt í auglýsingarstofu til að fá ráðleggingar í stöðunni. Og svo er sýningin birt tímanlega fyrir skoðanakönnunina.
Sérstaklega vekur athygli myndbirtingin af málverki af Geir Hallgrímssyni fv. formanni sem var settur í stjórnarandstöðu á sínum tíma, af varaformanni Sjálfstæðisflokksins Gunnari Thoroddsen, sem myndaði ríkistjórn með bónda norður í landi og sýslumanni vestur í Dölum, Framsóknarflokknum og Alþýðubandalagin. Allt fram hjá forustu flokksins. Þá var myndskeið af málverki af Þorsteini Pálssyni, þeim er Davíð Oddson felldi út úr stól formanns Sjálfstæðisflokksins.
Engar myndir voru sýndar af Geir Haarde eða Davíð Oddsyni og ekkert talað um það hvor skerða ætti fjármuni til dómstóla og réttarkerfisins vegna Bankahrunsins en það væri mjög æskilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svo væri gert og yrði væntanlega fyrsta verk hans ef hann kæmist aftur til valda.
![]() |
Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2010 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 601433
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar