Bloggari hefur átt kost á því að fljúga skoðunarflug yfir Biskupstungnamannarétt mánaðarmótin Júni/Júlí. Auk þess hefur hann oft ekið yfir Kjöl. Gengið í Þjófadali og niður að Hvítárnessskála og skoðað Fögruhlíð, sem er fallegasta villta gróðurlendi sem bloggari hefur séð, end á sauðkind erfitt með að komast þangað því hlíðina verja jökulföll á báðar síður og jökull á eina hlið.
Ekki voru teknar myndir í flugferðinni af tillitsemi við bændur. Skemmst er frá því að segja afrétturinn er gróðursfarslega í henglum að mínu sjónmati.
Þá er spurning ef þjóðgarður nær fótfestu á hálendinu hvort ekki verði að gera heilstætt mat um gróðurfar og illa meðferð á landi. Erfitt er að ákveða við hvað ætti að miða. Íslendingabók Ara fróða sem segir að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Bloggari telur að í bók Ara sé kommuvilla vaðandi þann þátt að landið var ekki viði vaxið heldur víði vaxið. Á því er mikill munur og léttbærara fyrir bændur að greiða álagið ef til kæmi heldur en þurf aða far til Noregs eins og Ingimundur Gamli gerði þegar hann var að heyja sér við í hús sín, það styrkir þessa kommuvillukenningu mína. Ekki hafa utanferðir þurft til þessa að kaup húsavið ef landið var viðivaxið milli fjalls og fjöru.
Burt séð frá því mundi útektin sem yrði gerð augljóslega þannig að halla myndi á bændur. Bændur yrðu greiða landeiganda sem hér er íslenks ríkið álag. Þar sem um þjóðlendur væri að ræða. Svona úttektir eru framkvæmdar þegar leiguliðar sest á jörð og þegar þeir skila þeim og þá er reiknað álag. Bloggari hefur setið tvær leigujarðir og þurft að afhenda þær með úttekkt. I báðum tilfellum var leiguliða greitt álag. Flestir bændur eru það sem kallað er sjálfeignarbændur alfrjálsir. Ég vorkenni þeim ekki að þola svona rannsókn og mat að bestu manna yfirsýn.
Bloggari viðurkennir að hafa fengið ábendingu frá fulltrúa Landgræðslunnar um eitt hólf sem þurfti að létta beit hrossa af og var það gert samstundis. Svo það getur hent alla menn að ofbeita land sem þeir eru ábyrgir fyrir. Aðlaatrið er hvernig menn bregðast við því.
Bændur hafa mikið hampa því að vera að græða upp land og er það vel. Ég lýt nú mest á þá vinnu sem herbragð til áróðurs. Þó er ekki hægt að hafna því að eitthvað vinnst við það, en getur hallað á niður í byggð ef efni af húsdýraáburði bakkteríur kemst í grunnvatn.
Besta uppgræðslan lands er friðun fyrir beit.
Frægt var hér um árið dirfska bænda þegar þeir óku féi inn á Þórsmerkursvæði og slepptu því þar. Jú þeir voru að verja upprekstrarrétt sinn og ekki hafði verið staðið við einhvern lið í samningunum um girðingar. Þar höfðu bændur ekki hugmynd um hvað orðstír þeir væru að skapa sér til framtíðar með slíku háttalagi.
Það er ánægjulegt að bændur eigi víðast hvar upprekstur á afréttum og þjóðlendum. Víðast hefur hrossum verið vísað af afréttum og er það vel. Því ábyrgir menn sáu að stefndi í óefni, en nú er sem semsagt komið að því að taka afréttirnar og gera úttekkt. Í raun ætti ríkið alls ekki að taka við þjóðlendunum nema með einhverju formlegu mati svo það liggi skjalfest fyrir hvernig ástandið er og hægt að byggja beitarbúskapinn á og ef ráðast þarf í einhverskonar ítölu, sem bændur hata að mínu mati.
![]() |
Ríkið ráðskast í fullkominni andstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2020 | 11:37 (breytt 20.1.2020 kl. 07:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það ber að fagna þessu einstæða björgunarafreki. Þvílíkt og annað eins afrek. Gleðilegt að allir séu hólpnir, björgunarsveitarfólk líka og fagnaðrefni að allir séu heilir eftir fréttum að dæma þó sálin sé ef til vill löskuð.
Við fljótum á því Íslendingar að þessi björgun hafi tekist jafn gitusamlega og raun ber vitni um. Þannig að við verðum ekki að viðundri og dæmdir vitleysingar um víða veröld. Það er ekkert grín að vera venjulegur borgari og þurfa að undirgangast það að fólk geti ekki bjargað sér í eigin landi og fá skellin af umfjöllun af svona málum
Almennt séð finnsta manni Íslendingar vera vaxnir frá landi sínu og veðurfarsaðstæðum sem geta skapast og vankunnandi.
Líklega er sjómannastéttin eini hópurinn sem eitthvað kann fyrir sér gagnvart veðurfari og svo auðvitað þessir frábæru veðurfræðingar sem við eigum, það er mín tilfinning.
Þetta dæmalausa fyrrir hyggjuleysi skilur maður ekki, veðurskeyti eru búin að vera marg endurtekinn í öllum fjölmiðlum.
Það þarf að taka þetta mál sem alvarlega aðvörunn um að Íslendingar fái allsherjar þjálfun og menntun um hvernig ber að haga sér í samskiptum við land og veður.
Nýr þjógarður á hálendinu gæti haft hér hlutverki að gegna hvað varðar umsjón og heildar eftirlit og stjórnun á hálendinu og menntun.
Ríkislögreglustjóri hefur hlutverki hér að gegn að hóa í eina ráðstefnu um þessi mál. Hann er alinn upp í sveit og hefur væntanlega farið á milli húsa og bæja í vondu veðri.
![]() |
Fólk á öllum aldri í hópnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.1.2020 | 08:27 (breytt kl. 18:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er spáð vondu veðri og því forvitnilegt hvort bændur komi sínum hrossum inn í hús eða í skjól við peningshús. Vitað er um töluvert pláss að ræða, sem hefur myndast í gömlum heyhlöðum og votheysgryfjum eftir að rúllubaggatæknin var tekin í notkun víða í sveitum og rúllur geymdar úti. Eins eru aflögð fjárhús oft til taks. Hættan þar er sú að þök á slíkum húsum geta rifnað af í heilulagi því sperruendar eru oft orðnir fúnir við vegginn.
Bændur hafa komist frá því að verða lögsóttir fyrir það ástand sem skapaðist í hrossagreinini í síðasta hríðarkasti og var Matvælastofnun eitthvað að fjalla um það að ekki væri hægt að koma auga á það að þarna væri um hanndvömm eða hirðuleysi að bænda kenna, eins og ég skildi málið. Matvælastofnun blessaði svo yfir málið.
Bændur er liðlegir í því að snúa á yfirvöld. T.D komust þeir vel út úr rolludauðanum hér um árið og voru búnir að koma því inn hjá stjórnvöldum að þetta væri veiki og fá dýralækna til að trúa þessu að mestu þar til mál voru rannsökuð vísindalega og niðurstaðan var að þetta var hvorki veiki eða smitandi sjúkdómur. En vissulega var þetta veiki, svokölluð máttleysisveiki sem hefur oft verið að hrella bændur á vorinn.
Ég var allatíð viss um að þarna væri ekki allt með felldu. Víða þar sem maður fór um, leit fé illa út. Rúllur voru settar í hringlaga grindur þar sem komust ef til vill 15-20 ær á garða sem gerði það að verkum að féið misgekkst og ef ær komast ekki óhindrað í fóður þá eru þær fljótar að missa hold.
Hér í eina tíð man ég eftir bónda sem setti oft margt á svo þröngt var í húsum en bóndi hafði nóg hey. Þegar bóndi var búinn að gefa svo sem 2 hnepp þá þurfti hann að byrja að smala garðnn og reka ærnar úr flekknum og niður í kró. Voru ærnar sérlega lunknar að stökkva upp á bakið á vinkonum sínu og upp í garða. Bóndi var alltaf jafn hissa á þessu atferli og skildi það ekki. Hér í gamladaga var féi sem misgekkst hyglað með því að gefa einstklingum extraskammt af rúgdeigi. Voru miklar spekúlasjónir hvað vær hæfilegt. Voru gamlir menn iðnir við þetta og ærnar héldust í holdum.
Hræddur er ég um að lítið sé til af gögnum um holdafar á hrossum heilt yfir einn vetur. Hryssur far að leggja af upp úr áramótum þegar fylið fer að þurfa meiri næringu og þarf extra umhirðu og fóður.
Þessi nýja búgrein að taka blóð úr hryssum til notkunar í lyfjageiranum er umhugsunarverð út frá fóðrun hrossa að vetri til. Það þarf nú eitthvað til að standa undir ca 20 lítra pr hryssu blóðtöku yfir sumarið og meta það þegar hugað er að haust og vetrarútigangi stóðmera. Ég er ekki viss um að menn séu búnir að átta sig nægilega vel á þessu og hvaða extra ráðstafanir þarf að gera til að mæta blóðtökunni. Það er eðlilegt að bændur nýti sér þetta til að auka arðsemi af hrossum, því hun er nú fátækleg af stóðbúskap og vetrarharki.
Ég man eftir einum bónda sem útbjó sér skjól fyrir hross. Það var svona langur skápur, festu niður í jörð með staurum sem hross gátu stungið inn hausnum og étið í friði. Svo var skápurinn fylltur og engin hætt á að heyið fyki út í veður og vind sem alltaf er hætta, þegar gefið er úti.
![]() |
Djúp og víðáttumikil lægð á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.1.2020 | 09:45 (breytt kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 600488
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar