Galdurinn við stríð er að fara ekki í stríð. Það er eðlilegt að hafa viðbúnað, en eins og kemur fram í bókinni Kúbudeilan 62, sem er nokkurskonar grundvallar bók þar sem Kennidy var fyrir ferðarmikill með ákvarðanatöku.
Þá var það sjónarmið að stigmagna ekki átök. Grundvallar regla. En að vera alltaf viðbúinn er skátareglan - Ávallt viðbúinn.
Svo þetta stríð í Úkraínu. Ég hélt að það væri ekki nein landþrengsli í Rússlandi.
![]() |
NATO sendir liðsafla í austurhluta Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.9.2025 | 09:18 (breytt kl. 10:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ragnar Arnalds kenndi okkur í einhverjum kosningum að auglýsa í litlu viku auglýsingar blaði vikulega, eitthver mál sem nú ætti að ræða og við héldu á stað og auglýstum eitthvað um landbúnaðinn og næst grunnskólan og svo fjárveitingu í brimvarnargarð á staðnum. Gamlir menn komu stundum snemma á morgnana og spurðu og voru mjög alvarlegir. Hvað á að ræða í dag? Þá voru Framsónarmenn orðnir svo lítið pirraðir, en gerðust skemmtilegir og auglýstu. Allir velkomnir í kaffi og mega ræða hvað sem, er.
Þetta bingó spjald hennar Kristrúnar er svolítið líkt, að fanga athyglina. Svona fer spóinn alltaf að, ef maður finnur hreiður og hann stekkur af því og gengur mjög virðulega frá því og aldrei beinaleið heldur siksakar hann frá hreiðrinu og lítur til hægri og vinstri og flýgur.
Moggaritstjórinn uppgötvaði keimlíka aðferð að hans sögn í staksteinum í dag.Hann varpaði því fram að ekkert væri talaðu um ESBkosningarnar í málefnaskránni og það væri gert til að halda athyglinni að þeim málum sem þirftu að fá strax brautargengi og ekki að hleypa neinu málþófi að. Mín orð með þá athugasemd. Þetta virkar allt saman.
Föðurbróðir minn.Bergur Arnbjörnsson bifreiðaeftirlitsmaður sá um meiraprófsnámskeið á NV landi. Ein spurningin á námskeiðin sem ekki gilti til einkunnar var svona. Hvaða er að bílnum? þega hann fer ekki í gang og ekkert er að honum? Allir götuðu. svona þarf að hafa þetta, vera eins og spóinn og tófan, fara krókaleiðir og teyma andstæðinganna annað hvort í gildru eða út í buskann. svarið var bensín lokið var stíflað og það komst ekkert nýtt loft í bensín tankinn. Svona er þetta alltaf í stjórnmálunum það þarf nýtt loft.
![]() |
Ég er nú kannski ekki merkilegur stjórnmálamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2025 | 22:42 (breytt kl. 23:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er búið að samþykkja í borgarstjórn Reykjavíkur að hefja vinnu við að friða Laugarnes.
Þessar myndir eru sennilega teknar á tímabilinu 1950-1960.
Arnbjörn og Þorsteinn
Arnbjörn og Þorsteinn Hallgrímur Gunnarssynir
Þessi verður sennilega friðaður
Hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Gunnar Arnbjörnsson á númer 36
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2025 | 16:11 (breytt 6.9.2025 kl. 21:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var háseti um áramót 1965-1966
Friðgeir Höskuldsson, frændi minn og vinur, benti mér á milli jóla og nýárs 65-66 að það vantaði háseta á Loft Baldvinsson á komandi vetrarvertíð. Mig vantaði vinnu og var á lausu og var munstraður háseti eftir áramótin en þá var farið að róa.
Skipstjóri á Lofti Baldvinssyni var Gunnar Arason frá Dalvík. Ég var nú búinn að fá reynslu á sjónum og hlakkaði til að takast á við þetta háseta starf.
Ég komst fljótlega að því að ég var kominn á góðan stað. Mér var vel tekið og ég gekk í störfin eins og lagt var fyrir mig. Byrjaði við borðið þar sem fiskurinn var greiddur úr netunum. Menn voru með venjulega vinnuvettlinga við að greiða úr og virtust ekki finna til kulda. Þessu var alveg öfugt með mig, ég gat ekki unnið við þetta. Reddaði stýrimaðurinn á dekki málunum, setti á mig ullarvettlinga og belgvettlinga. Það var náttúrulega ekki hægt að greiða úr netunum með þann búnað. Þá setti hann mig á spilið og það starf lá vel fyrir mér og var ég alla vertíðina þar. Það var auðvitað erfitt en ég kláraði mig alveg á því.
Það var gaman að draga netin og þau voru oftast bunkuð af þorski. Ef fiskur féll úr netinu og fór aftur með skipinu, þá var kallinn kominn strax út á bátaþilfar, með langan krókstjaka og náði alltaf fiskinum. Svo þarna var vel gengið um auðlindina og ekkert fór í súginn. Svo þegar búið var að draga trossuna og leggja hana snyrtilega niður svo greiðlega væri að leggja trossuna þegar þar að kæmi. Það fyrsta sem ég var varaður við það var: Þorsteinn, þú skalt passa þig á því að setja ekki fótinn í einhverja lykkjuna. Því þá færi ég í sjóinn. Ég hef gott auga fyrir hættum og aldrei lent í neinum slysum. Í messanum var alltaf komið rjúkandi kaffi og brauð með niðursneiddum banana ofan á. Alveg dúndrandi orka sem var í slíku brauðmeti. Auk þess var oftast borið fram bakkelsi og kruðerí. Og var svo alla vertíðina. Kokkurinn var virkilega góður, með sitt starf. Kom stundum út á þilfar að hjálpa við störfin.
Næsta vers var fyrir skipstjórann að finna næstu trossu. Trossurnar voru með ljósi þannig að hún fannst fljótlega. Við höfðum þann háttinn á að tveir komust undir matarborðið í einu og gátum hvílt okkur á meðan skipstjórinn var að leita að annarri trossu. Skiptumst við á þessum hvíldarstað. Svo þegar slegið var af, þá var það merki um að bauja var fundin og þá þutu tveir hásetar upp og gerðu sig klára til að ná baujunni upp á þilfar. Þá voru allir klárir á dekkið að fara að vinna að því að draga trossuna inn. Þessi þáttur að taka baujuna skiptist sjálfkafa niður á áhöfnina, tveir og tveir í gengi. Það gerðist sjálfkrafa og var sjálfsprottið, engin sérstök fyrirmæli gefin. Ég lenti með ákveðnum manni sem var harður af sér og ætlaðist til þess af öðrum, var Strandamaður eins og fleiri jaxlar í áhöfninni.
Það má segja að við höfum aflað mjög vel þarna á miðunum undir Snæfellsjökli. Hver trossa full af vænum þorski.
Það var nú lítið um frí þessa vertíð, maður gat skroppið einhvern tíma um helgi til að sjá vini og vandamenn. Þó gerðist það einhverju sinni að við fengum að fara á ball í Þórskaffi. Það var gaman, Svo þegar komið var að síðasta dansi og einhver kominn með dömu í fangið
Þá kom kall og allir drifnir út í leigubíla og skutlað suðrí Hafnarfjörð og út á sjó.
Skipstjóranum hefur sennilega þótt of mikil áhætta að missa áhöfnina eitthvað út í bæ á rall og vita ekkert hvar áhöfnin væri og það hefði svo sem verið rétt hjá honum.
Líklega mynd af nýja Lofti Baldvinssyni við heimkomu
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2025 | 15:49 (breytt 12.9.2025 kl. 20:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísborgin 8. júní - 28. október 1965 Reykjavík-Leningrad
Ég var munstraður á Ísborgina 8.júní 1965 og afmunstraður af henni 28.október 1965.
Við sigldum frá Reykjavík út á Atlantshafið og þaðan í gegnum Kattegat til Kaupmannahafnar. Þar fór Haukur mágur minn, en hann var skipstjóri með mig í Tívolí. Þar var ýmislegt hægt að kaupa. Þaðan fórum við inn í Eyrarsund til Málmeyjar. Þá vorum við búnir að losa okkur við farminn sem hefur verið síldartunnur og síldarmél.
Þegar við vorum í Málmey rákumst við inn í verksmiðju sem var að vinna síldina sem var frá Íslandi. Við fengum leyfi að skoða hana ásamt manni frá verksmiðjunni. Þar rákumst við á loft tæmingarvél. Þetta var ekki komið í notkun hjá okkur. Svo voru reykt síldarflök sett í lofttæmdar umbúðir. Við Haukur töluðum um hvers konar grasasnar við værum að vera ekki búnir að tileinka okkur þessi vinnubrögð, því verðmæta aukningin var vitaskuld mikil. Nú er allt vakum pakkað sem eykur geymsluþol sem gerir það að verkum að hægt er að hækka verðið. Haukur átti mjög góðan vin, Inga, sem starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Og tel ég að Haukur hafi komið þessari hugmynd til hans.
Núna veiðum við makríl sem væri gott að setja reyktan í svona umbúðir og er vafalaust hægt að reykja hann lausan, bara taka innan úr honum. Ég hygg að þeir séu farnir að vinna makrílinn svona og auðvitað síldina flakaða og reykta.
Við sigldum síðan inn í Eystrasaltið og inn í Finnska flóann, inn til Leningrad í Rússlandi, eins og borgin hét þá, að lesta timbur. Leningrad heitir núna Pétursborg. Við þurftum að bíða í bugtinni í viku. Lögreglan var alltaf í varðstöðu á einhverjum hafnsögubátum. Ungt fólk reyndi að koma til okkar að sníkja eða kaupa vín og sælgæti. En oftast komu bátarnir og hirtu unga fólkið og settu í land. Svona voru nú austan járntjalds löndin. Mátti ekki einu sinni versla með tyggjó.
Loks komust við að kæjanum og farið var að lesta. Þeir sem unnu við það voru oftast konur á miðjum aldri, stórar og ábúðarmiklar og duglegar. Skipin voru lestuð á þessum tíma, á þann hátt sem var kallað að stúa. Þá var hvert borð lagt ofan á hvort annað og þannig raðað saman. Lestunin kláruð og við höldum heim, Finnski flóinn, Eystrasalt og inn í Eyrarsund Kaupmannahöfn og inn í Kattegat.
Þar lentum við í hættu. Þar var svartaþoka.Þegar komið er út á mitt Kattegat, heyrum við eimpípu hljóð og sjáum við birtast stórt skip fyrir framan okkur, þarna var komin mikil hætta á árekstri. Við vorum nokkra metra frá miðri stefnu skipsins sem þeytti eimpípuna. Ekki var hægt að víkja eins og siglingalög mæla fyrir um, þá hefði orði árekstur og við hefðu fengið stóra skipið á miðja Ísborg. Með eldingar hraða stekkur Finnbogi á stýrið og rúllar því í bakborða, Ísborgin tekur krappan beygju á fullri ferð. Árekstri er afsýrt.
Réttu hana af Steini og settu hana á strikið. Ísborgin réttir sig af, hún er í krappri beygju og leggst töluvert á hliðina , það kom fát á okkur því, ekki var slegi af. Ísborgin öslar öldurnar og tekur stefnuna norður á bógin. Stóra skipið var týnt í þokunni, en sást í radar aðeins fyrir framan okkur og við vorum öruggir. Finnbogi hefur orð á því hvort áhöfnin hafi rumskað. Engin kom upp í brú. Finnbogi fer út á bátaþilfarið. minnugur Drangajökulsslysins en þar var hann 2. stýrimaður og fer að aðgæta björgunarbáta og búnaðar, en sæfarendum er nauðsyn að hafa slík í lagi. Svakalega brá mér Steini og svo fór hann og horfði í radarinn og allt var okey. í kringum okkur Ég var drullu hræddur, þokunni létti töluvert þegar við eru að sigla út úr Kattegat.
Mín fjölskylda hefur mátt þola mörg sjósslys, Péturseyin var skotin niður allir fórust, Drangajökull fórst í Pentlinum þar var björgun allra áhafnarinnar Vitaskipið Hermóður fórst í Reykjnesröst Öll áhöfnin fórst með skipinu. Opinn bátur frá Súðavík fórst og áhöfnin með honum.
Nú eru við frelsaðir á leið heim.
Við áttu gæfulega siglingu heim.
Amen eftir efninu..
Stjórnmál og samfélag | 31.8.2025 | 21:59 (breytt 12.9.2025 kl. 20:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland-Messína 1964
Ísborgin ÍS 250
Ísborgin var síðutogari, einn af nýsköpunartogurunum sem var breytt og brúin færð aftar til að skapa meira lestarrými. Skipið var upphaflega gufuskip en breytt og gufuketillinn tekinn í land og seldur til Síldarvinnslu ríkisins á Siglufirði og dugði sá peningur til að breyta skipinu. Sett var ný Skandíavél í skipið og gekk það 11-12 mílur á fullri ferð í góðu veðri. Nýsköpunarstjórnin var með fullan ríkissjóð eftir stríðið og þeir voru miklir mátar Ólafur Thors og Einar Olgeirsson og vildu gera gagn. Þeir notuðu þetta fjármagn til að kaup fiskiskip og endurnýja flotann. Skipin voru botnvörpuskip og varpan tekinn inn fyrir lunninguna og kölluðust síðutogarar. Það þurfti sterka menn að koma veiðarfærum og aflanum inn fyrir lunninguna auðvitða notuð spil, en reyndi nú líka mikið á mannskapinn Vélsmiðja Guðfinns sá um breytingarnar og hafði mannskap í það. Í Vatnagörðum voru margir svona togarar sem verið var að leggja til frambúðar. Guðfinnur eyddi viku í að skoða álitlega togara og valdi Ísborgina ÍS 250 í verkefnið.
Þarna sýndu þeir félagar, Haukur Guðmundsson og Agnar Hallvarðsson, og vélsmiðja Guðfinns gott framtak. Þeir sá þarna tækifæri til að komast yfir flutningaskip.
Lokin hjá Ísborginni frá Ísafirði voru þannig að hún fór undir hentifáni og var inn í Miðjarðarhafi, sem smyglskip. Svo á endanum var hún tekin af einhverri strandgæslu. Gæslan tók eftir því að kominn var radar á skipið eins og herskip nota og gat því siglt á fullri ferð í þoku. Gamli radarinn var eins og hænsnaprik miðað við hinn. Það þótti skipstjórun á freygátunni sérkennilegt og var skotið viðvörunarskotum að Ísborginni sem jók bara hraðann en þá kom freygátan upp að Ísborginni og var hún tekin eins og hvert annað góss. Hún liggur við bryggju í Grikklandi og á ég mynd af henni þar. Einhver maður kom inn á komment hjá mér og skýrði frá afdrifum skipsins. Þetta er munnleg heimild.
Siglingin
Við lögðum af stað á Ísborginni IS 250 ca 1. júlí 1964 frá Reykjavík. Þá var ég munstraður sem háseti. Fljótlega komnir út á Atlantshafi fulllestuð af saltfiski. Ísborgin var ekki með sjálfstýringu og var því alltaf háseti á stýrinu og skiptumst við á því á klukkustunda fresti. Stefnan var tekin á Marokkó en þar er hægt að sigla inn í gegnum Gíbraltarsund og komast inn í Miðjarðarhafið. Við stoppuðum í Ceuta til að taka olíu en sú borg er olíu verslunarborg.
Það var gaman að rifja upp að á Syðri- Löngumýri jólin 1963, þá fékk ég bók sem ég las í striklotu. Bókin heitir Byssurnar við Navarone eftir Alexander Maclean. Hann var afkastamikill rithöfundur og maður fékk alltaf nýja bók um hver jól. Byssurnar hafa sennilega verið Spánar megin á berginu þar og bókin var um það að ná yfirráðum yfir þeim. Þetta var spennandi bók og ævintýri líkast að koma á staðinn þar sem sagan gerðist.
Við siglum inn í Miðjarðarhafið um 6.júlí. Stefnan tekin á Napólí. Siglingin inn að borginni var glæsileg. Napolí er við lítinn fallegan flóa, myndar svona boga sem byggðin stóð við, húsin mjög há. Satt að segja er Reykjavík svolítið áþekk þeirri sjón að sjá Napólí af hafi, eftir að háu blokkirnar risu. Gæti verið að íslensk stjórnvöld hefðu þá hugsun sem líktist Napolí vera svolítið flott.Þarna var saltfiski landað. Við skoðuðum Pompey. Þar eru rústir borgarinnar frá dögum Rómverja, mjög heillegar.
Við siglum svo til Sikileyjar og tökum í land í Messíana og settum saltfisk í land. Ég keypti mér harmonikku á 45.000 lírur sem ég ætlaði að eiga allt lífið. En það rættist nú ekki. Í Messíana var gæi sem yfirtók okkur hásetana og bauðst til gera allt fyrir okkur, keyra og fara í búðir og svo að skemmta sér. Þetta var ágæt tilhögun og strákurinn var skemmtilegur. Við fórum með honum bæði í búðir og skemmtistaði. Allir keyptu eitthvað bæði handa sér og fjölskyldunni. Eitthvað var nú farið út á lífið en allir komu heilir um borð aftur. Frá Messíana sigldum við til Torrevieja. Þar áttum við að taka salt.
Smá útúrdúr varðandi siglinguna frá Messína. Þegar búið var að tæma Ísborgina og við lagðir af stað þá var það ljóst að vegna breytinganna sem gerðar voru á skipinu að breyta út síðutogara yfir í fragtskip að það reisti það sig svo mikið tómt að það sást ekki fram fyrir skipið. Auðvitað var hægt að vera öruggur um að sjá stór skip í radarnum, en ekki smábáta. Þess vegna var einn háseti settur á öryggisvakt, frá Messíana til Torrevieja. Það var góð vakt að standa frammi á hvalbaknum (stefninu) og bara að líta í kringum sig. Skemmta sér við að sjá höfrunga og hnísur að skemmta sér í allskonar leikjum, því það var mikið af þeim sem fylgdu skipinu í hópum. Svo voru það flugfiskarnir. Þeir komu í gegnum lensportinn (sem eru löng göt á síðu skipsins fyrir ofan dekkið, sem eru til þess að skipið hreinsi sig þegar það fær stórar og þungar öldur á sig og þá þurrkar skipið sig og sjórinn fer út aftur í gegnum lensportinn). Flugfiskarnir voru með einhver fosfór litarefni í sér svo þeir voru sjáanlegir í myrkri. Þeir sáust oft við hliðina á skipinu og var sami hraði á þeim og skipinu 11-12 mílur. Þeir höfðu nú samt ekki neitt úthald. Þessi dvöl fram á hvalbak var eftirminnileg. Maður var bara í stuttbuxum og fékk heitan blástur á skrokkinn, eiginlega alla leiðina, dýrðleg frelsistilfinning. Svo var manni fært kaffi og með því. Það var alltaf gott atlæti um borð og kokkurinn hugsaði vel um okkur.
Í Torrevieja var lítil byggð á staðnum á þessum tíma og aðalatvinnuvegur eyjabúa að framleiða salt. Sjór var látinn renna í tjarnir og vatnið látið gufa upp. Síðan var saltinu mokað upp og unnin þannig að það yrði verslunarvara. Þarna var sól og mjög gott veður. Mátulegur hiti því það kom gustur frá Gíbraltar. Engir ferðamenn voru þarna og ekkert hægt að sjá eða gera. Við fórum því ekki í land.
Þarna átti ég að mála nafn skipsins á kinnunginn og hékk í rólu við það starf. Þetta var lítið verk og því gat ég leikið mér og synt í höfninni. En svo var farið að huga að heimferð. Þá lögðum við á stað og komust fljótlega út á Atlantshafið og áttum góða siglingu heim og ekkert gerðist markvert. Sama leið var farin til baka eins og þegar út. Fengum ágæta siglingu heim, enda hásumar og veður kyrrt. Við komum heim ca. 19.ágúst 1964. Það er ágiskun miðað við það sem ég hef í höndunum.
Hér lýkur að segja frá vinnu minni á Ísborginni þetta sumarið.
Stjórnmál og samfélag | 30.8.2025 | 12:10 (breytt 13.9.2025 kl. 22:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er engin efi hjá mér að hér verður að setja málfrelsi á bið um stundarsakir á meðan þess fyrirlestur fær ekki framgöngu, og rétt og skylt að henda fyrirlesaranum út úr Háskólanum.Við eigum helst að hafa sem minnst samskipti við þessa barna morðingja Hægt að setja fyrir lesturinn á netið, þá er hægt að setja málfrelsið í gang aftur og hver og einn getur lesið hann heima hjá sér og boðið öllum að heyra hann lesin upphátt.
Enginn á að hafa samskipti við fólk sem drepur börn og lamar þjóð. Svo er hugmyndin á að ryðja Gasa sem verður fallega fasteignin segir Trump. Væntanlega á að búa til nýja strönd með hóruhúsum og spilavítum.
Hvað gerði Fidel Castró sendi melludólgana heim til Ameríku og eyðilagði spiavítin? Heimurinn á ekki að taka í hönd Ísarelsmanna nema á friðarfundum.Það var ráðaleysi með þennan landsleik við Ísarel. Það hefði verið mansbragur að þegar boltinn væri kominn á miðjuna átti auðvitað að reka rítingin í boltan og henda honum upp í stúku, það hefði verið betra en að tapa. Svona virkar málsfrelsið, það týnist ekkert, það svífur alltaf í loftinu, maður þarf ekki að verða kjaftstopp.
![]() |
Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2025 | 19:04 (breytt 29.8.2025 kl. 15:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Útskýring á því hvað er sögufölsun, samkvæmt orðabókum er vísvitandi röng staðhæfing sem stenst ekki sagnfræðilega. Þetta er skrýtin kenning. Ég hélt að sögufölsun væri eitthvað sem stenst ekki skoðun í raunveruleikanum. Ég ætla að nefna hér tvö dæmi sem ég hef velt fyrir mér hér á eftir.
Það er ótrúlegt hvað sumir Íslendingar geta verið ginkeyptir fyrir sögufölsunum í fornritunum.
Nú hafa þeir Sunnlendingar framkvæmt Njálsbrennu í annað sinn. Ekki hef ég tekið sérstaklega eftir sögufölsun í Njálu.
Nú eru brennumenn látnir ríða svaka flottum rauðum skikkjum, sennilega úr gerfiefni. Það er nú ekki það versta, því þetta er leikur. En venjulega voru fornmenn í klæðnaði sem var útbúinn af afurðum af kvikfénaði. Þó einn og einn piltur hafi fengið einhverjar skikkjur frá blíðum kóngi.
Það er nú erfiðara að fást við að sanna sögufölsun eftir að hafa fengið útskýringu í orðabók, ef það er nóg að vísa í einhverja hluti sem hánga á spítunni í texta fornrita, en standast ekki raunverulegar staðreyndir og rök.
1. dæmi. Í upphafi segir Landnáma að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Þarna eru menn strax farnir að villa um fyrir eftirkomendum. Vissulega hefur landið verið vel gróið. En hér er um stafsetningar villu að ræða, mjög laumuleg og sett fram í skjóli þess að menn tækju ekki eftir henni, því hún leynir á sér.
Landið var víði vaxið, sem sagt kommu villa. Til sönnunar þessa er að fornmenn fóru til Noregs að afla sér viðar í hús sín. Það gerði Ingimundur gamli á Hofi í Vatnsdal.
Sjálfur hef ég grafið skurð, 1,5 dúpt m miðað við frá fjöru til fjalls. Eða nákvæmlega frá þjóðvegi inn á Kjöl við dalsmynni Blöndudals og beina línu upp í Stóradalshálsi. Var að leita að öflugri vatnslind og mældi hann 3 vetur. Á einum stað kom ég niður á viðarvöxt að gildleika 4-6 cm að þvermáli. Þetta kom upp undan svo kölluðu Hrísholti í Syðri-Löngumýrarlandi. Þessi styrkleiki gæti trúlega dugað sem stoð í fjárhúsum, en trauðl svo maður noti nú Guðmund Jósafatsson í málfarinu, sem burðarviður í híbýli, bæi landnámsmanna almennt við landnám. Þekkt er að hægt var að hrúa útihúsum með svona stoðum og nota svo granna tréboli, eins og notaðir eru til að hengja upp skreið trönur og breiða svo hrís á milli og þekja svo með torf. Er þá þessi umfjöllun sögufölsun enduð með viðbót.
Geldinganesið við Gufunes var beitt eins og annað land. Undanfarin ár hefur birki skotið þar rótum og er að breiða úr sér þar, víða sjást þessi breyting um land. Enginn viður til bygginga.
2. dæmi. Sagt er að Ingólfur Arnarson hafi hent öndvegissúlum sínum fyrir borð og sagt upphátt að þar skildi hann byggja sér bæ þar sem þær finndust. Okey, sagt er að þær hafi komið í stað sem hefur verið nefndur Reykjavík og er þar gott undir bú.
Spurt er eins og Jón Hannibalsson spurði tíðum. Að mínum (ÞHG) dóm er varla hægt að ímynda sér að súlurnar hafi komist í gengum aðaldauðagildru hafsins í kringum Ísland, Reykjanesröstina.
Hún er feikna straumhörð. Þetta er ef til vill ekki hægt að sanna í svona bloggrein, því fræðilegt er að þær hafi lent í Röstinni og hún borið þær suðvestur í Atlantshaf þar sem straum rastarinnar þraut og þar hafi rekið í lítinn straum og rekið yfir straumsvæði og lent í vindi sem bæri þær inn í Faxaflóa.
Myndinar í röð
eru fengnar hjá Jóni Sigurgeirssyni Stóradal/Stekkjardal:Guðlaugsstaðir Auðkúla Syðri-Löngumýri
Málaðar af dóttur Kjartans Eyþórssonar Syðri-Löngumýri
Stjórnmál og samfélag | 24.8.2025 | 12:46 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var á Öskjunni sumarið 1963. Skipið var lestað á ströndinni og var farmurinn síldarafurðir og siglt til Englands, Írlands, Hollands og Þýskalands.
Lagt var á stað frá Reykjavíkurhöfn 28.júní 1963. Siglt á ströndinni sem svo er kallað, þ.e. í krummaskuðum eins og kerlingin sagði. Náð var í fragt sem var aðallega söltuð síld og síldar- og fiskimjöl sem átti að fara til Englands, Írlands, meginlands Evrópu og til Danmerkur.
Um sumarið 1963 frá 28.júní til 18.september var ég á munstraður sem messi á flutningaskipinu M/S Öskju. Skipstjóri var Atli Helgason. Haukur Guðmundsson, mágur minn, var annar stýrimaður. Siglt var norður Faxaflóa og Breiðafjörð og komið norður fyrir land og siglt fyrir Húnaflóa. Þar var eina sjóorustan háð sem hefur verið við Ísland. Stefnan tekin á Ólafsfjörð og tekinn farmur þar og á Siglufirði, lestað var á Seyðisfirði.
Látið var í haf og fyrsti viðkomustaður Edinborg, sem er skosk borg en þetta var fyrsti viðkomustaður minn á erlendri grund svo ég man vel eftir þessu. Það var nótt og ég man ekki hvað var verið að gera þarna sennilega olía og kostur og einhver fragt, Þar komst maður í land og skoða borgina sem var mjög spennandi.
Eitthvað verslað. ég keypti 2 skotapils, gaf annað skólasystur minni í Reykjaskóla. Pilsið þótti sérlega flott og sjaldan sem þessi klæðnaður sæist í sveitinni en allir vissu um þessa menningu Skota. Meira var verslað, ýmsar vörur af þessu tæi. Ég sá pilsið svo 50 árum seinna og gekk ungur maður í því sem var sonur Ragnars í Haga. Ég var á hreppablóti og á Blönduósi og ætlaði ég að ærast af hlátri, bókstaflega hló, mig máttlausan. Hafði ég verið á spjalli við kunningja minn, Hauk á Röðli sem kallaði nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. "Hví hlærðu svona Þorsteinn?" "Það er svo gaman hérna," og sagði honum frá þessu 50 ára gömla pilsi.
Nú var stefnan tekin tekin á London. Ætlunin var að sigla í gegnum Kílarskurð, en klára England og meginlandið áður. Þá var farið til London. Þar komst ég í almennilegan verslunartúr. Verslaði á Oxford Street og sérstaklega keypti ég í Marks and Spencer. Þarna vorum við Halldóra systir mín í essinu okkar, keypti nælonskyrtur, támjóa skó - þrenn pör og jakka. Ekki með boðungi og dufffelcoat. Allt var þetta samkvæmt nýjustu tísku. Ég hafði aldrei átt svona fín föt og aldrei verslað í svona flottum verslunum. Mikið ævintýri fyrir sveitastrákinn.
Frá Englandi sigldum við til Írlands til Dublin og Cork. Í Dublin fórum við á írska krá og drukkum Guinness bjórinn og sungum íslenska rútubílasöngva. Það var fjör í Skotunum og þeir komu með sín þjóðlög og sungu. Fragt afgreidd á þessum stöðum.
Frá Írlandi sigldum við til Cardiff á Englandi, þaðan í gegnum Ermasundið til Amsterdam. Þar var tekin og losuð frakt. Við sigldum svo til Hamborgar, sigldum upp Elbu og svo niður aftur. Þar kom bátur að okkur og skyndilega slegið af og báturinn kom að skipinu og skipshafnar tollurinn hífður um borð. Það hafði verið pantað áður og áhöfnin fékk þetta afhent í Reykjavík. Tollurinn var þrjár flöskur af sterku og tveir kassar af bjór- Tuborg. Þaðan héldum við áfram í gegnum Kílarskurðinn. Það var mikil upplifun. Þar sáum við dásamlegar kýr á beit. Allar skjöldóttar og sællegar. Þetta var dýrðleg sjón en jafnframt sérstök fyrir sveitastrákinn að sjá allar kýrnar eins á litinn og töluvert stærri en þær íslensku. Þaðan sigldum við gegnum Eyrarsund og tókum stöðuna í Kaupmannahöfn og til Árhús, losað fiskimjöl og komum inn í Kattegat. Þá var þessu að verða lokið.
Frá Kattegat sigldum við til Skagerak. Þar er Histharls sem var mikill löndunarstaður þegar Íslendingar fóru að veiða síld í Norðursjó. Þar kom Arnbjörn bróðir oft en hann var stýrimaður á bát frá Grindavík Þórkötlunni sennilega. Síðan kom Atlantshafið og til Reykjavíkur. Þetta var skemmtileg reynsla, góðir félagar og kokkurinn fínn.
Á heimleiðinni fengum við slæmt í sjóinn við Færeyjar, hvasst og mikill sjór, gríðarleg brot og skipið gekk lítið og bar sí og æ. Verið að slá af, til að verjast brotsjónum. Við komumst ekkert áfram. Skipstjórinn var hálf lasi n, en stóð sig eins og hetja með góða menn við hlið sér, stýrimann og háseta. Ég held að við höfum dvalið við Færeyjar hátt í sólarhring. Þetta var erfitt, en hafðist loks að koma skipinu áfram. Það er mikil upplifun að sjá landið sitt í fyrsta skipti af sjó og greina Stóra-Dímon augum inn í landi.
Stjórnmál og samfélag | 21.8.2025 | 15:57 (breytt 2.9.2025 kl. 19:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mjög dularfullt að ekki sé hægt aðvinna að þessari atvinnugrein rétt, hún er ekki ný og það hljóta að vera eitthvert fúsk menn sem vinna í þessari atvinnugrein um víða veröld geta ef til leiðbeint um málið hvernig á að vinna verkin. Netin bar rifna og fiskurinn syndir frjáls burt og engi getur gert neitt.
Það væri nú saga til næsta bæjar ef bátur sem væri að drag þorkanet úr sjó og það kæmi bara flotteinnin og sökkuteinninn upp. Allt netið sundur klórað og ónýtt og engin fiskur í trossunni, Ha.það er ekki nema eitt að gera til að rétt verði rétt það er að kæra málið til lögreglu. En vegna þessa að slíkar kærur eru það umfangsmikil mál einar og sér við hverja á, að þá ætti að semja eina alsherjarkæru og að afhenda ráðherrum sem með málin á sinni könnum. Væntanlega, dómsmálaráðherra og atvinnuráðherra. Eiga bændur að rjúk frá sínum búum? hver á að mjólka kver á að aka rúllumi heim? hver á að undir búa haust störfin jarðræk girðingavinna? huga að að ná fénaði af afréttum Hér duga engin vettlingatök engin Pútisismi. Lögregla þarf að far í alsherjar rannsóknar, ferð um landið og tak lögboðnar yfirheyrlur og kom þessu í góðan búning svo ekki væri hægt að ónýta fyir dómstólum, og bara við fyrsta þröskull, ég veitt ekkert , ég er bara starfsmaður á plani eins og oft er mál nema þá helst kæru vegna bílastæðismála.
![]() |
Loka laxveiðiám með grjóti og grindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2025 | 16:45 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 614
- Frá upphafi: 600435
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 535
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar