Seglbátur

Sturla Þórðarson tannlæknir á Blönduósi lét smiða fellikjöl í árabát sinn, sem smíðaður var hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd.

Síðan kom hann fyrir fellanlegu álmastri í bátnum og sigldi fyrir vindi um allan Húnaflóa eins og Þórður kakali gerði forðum daga í Flóabardaga.

Ég var svolítið veikur fyrir því að gera þetta við samskonar bát sem ég á en tímdi því ekki vegna þess að þetta tók nokkurt pláss, því það þurfti eins og þetta var hannað að hafa plastkassa í kring.

Kosturinn við fellikjöl er að hann er hægt að draga upp þegar komið er á grunnsævi eða í höfn sem er með takmörkuðu dýpi.

Mér sýnist borðleggjandi að þróa þessa hugmynd, sem fram kemur í fréttinni, þannig að hægt sé að setja fellikjölinn neðar, hafa álmastur og notað vindinn sem orku meðfram vélarafli.

Þá erum við komnir býsna langt í sjálfbærni við fiskveiðar.

Hún er orðin dýr olían og á eftir að hækka.


mbl.is Fellikjölur heillar Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband