Skipulagt upphlaup hollenska utanríkisráðherrans

Hollenski utanríkisráðherrann hóf leikinn með upphringingu til Össurar, ein stutt, ein löng og tvær stuttar hringingar eins og í gamla sveitasímanum. Össur tók  þátt í upphlaupinu með því að blaðra símtalinu í fjölmiðla. Hélt að það myndi skapa þrýsting og að hann gæti hrætt alþingismenn til fylgis við Icesavuppkastið, en það hafði þveröfug áhrif.

Það er nú lámark að Alþingi hafi frið til að afgreiða rétt framborinn mál á þeim málshraða sem það kýs án íhlutunar erlendis frá.

Það er bara verið að svara málinu á ráðherragrundvelli. Hér eru engar heybrækur á ferð. Það er sjáanlegt að Hollendingar eru á leiðinni að sprengja Icesave- og ESB-málið í loft upp. Þetta er ósmekkleg íhlutun Hollendinga um innanríkismál á Íslandi.

Ef öllu væri nú framfylgt sem Alþingi samþykkti þá væri okkar staða mikið betri t.d. ef ráðherrar undanfarinna ríkistjórna hefðu staðið vaktina og framfylgt lögum um Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og haft rænu á að gefa forstöðumönnunum áminningu fyrir sofandahátt um málefni stofnananna í stað þess að leysa  þá út með milljónir í poka á bakinu.

Þess vegna er gott að ráðherrar gái annað slagið til veðurs, líti í kompásinn og meti stöðuna og gangi til daglegra starfa með heill almennings að leiðarljósi, til þess eru þeir, að vera ráðagóðir og eru félagslega kjörnir yfirmenn okkar. 


mbl.is Auðvitað ekki frestun á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sammála þér Steini minn með Hollendinga! þeir vilja bara tryggja sig. En mér er spurn ber ekki hver og einn ábyrgð á því hvar þeir taka áhættu með að leggja inn peningana sína? Ég segi það nú bara eins og þjóðverjarnir sem spurðir voru í Íslandi í dag í seinustu viku. Ber ekki hver á byrgð á sér og sínum gjörðum?

>Nú er gamli SK..búin að kveðja þú skilur hvað ég meina.)

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.7.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband