Raupið í Össuri að skila sér inn í umræðuna.

Held að það væri gæfulegt að forseti Íslands gæti talað íslensku. Lars gætti að vísu lært málið þó búast megi við að RRRRRRRRRRRRRRRRRRRR gæti orðið honum erfitt. Annars finnst mér svona umræða afskplega leiðinleg, eins og Íslendingar séu í einhverri hönk með frambjóðendur.

Og er þetta mál úr sögunni. En það mætti gefa Lars einn sumarbústað einhversstaðar á fallegum stað, vilji hann yfirleitt dveljast á Íslandi.

Upphafsmaður að þessari umræðu er Össur Skarpéðinsson og á hann litlar þakkir skildar fyrir það, því umræðan er vitaganslaus og hefur engan tilgang.

Þetta er nú mitt sjónarmið á þessum tímapunkti.

 


mbl.is Getur Lars orðið forseti Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gefa honum sumarbústað? Það er aldeilis flottræfilshátturinn! Ef þessi Lars vill vera hér á landi getur hann bara keypt hann sjálfur. Það er ekki eins og þetta sé neinn ölmusumaður. smile

Og það er rétt hjá þér, þessi umræða er virkilega hallærisleg. Af hverju ekki að stíga skrefið til fulls og biðja bara einhvern sem einhverntíma hefur millilent á Keflavíkurflugvelli og þar með öðlazt nafnbótina "Íslandsvinur" að bjóða sig fram til forseta með 50% atkvæða og ríkisborgarabréf í forgjöf?

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 13:51

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta með sumarbústaðinn var nú hugsað til að slá á tilfinningaflóðið hjá fólki og virka ekki mjög neikvæður í garð þessara nýju þjóðhetju Íslendinga.

Var ríkið ekki að neita forkaupsréttar á sumarbústað á Þingvöllum? Hvað á að gera við hann?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.9.2015 kl. 14:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engin spurning að Lars hefur tekist að lyfta Grettistaki með íslenska landsliðið og á hann miklar þakkir fyrir.

En allt tal um að hann fái íslenskan ríkisborgararétt, eða að bjóða hann fram til forseta, er hámark fáráðnleikans.

Fyrir það fyrsta hefur Lars ekki gefið í skyn að hann vilji flytjast hingað til lands og enn síður að hann óski þess að verða forseti okkar. Hann býr í Svíðjóð, sínu föðurlandi, með sinni fjölskyldu. Þar liggja hans rætur og engin ástæða til að ætla að hann vilji slíta þær.

Hitt kemur ekki á óvart, að Össur skuli koma með svona uppástungu. Það passar vel við hans málflutning að öllu leyti. Það er hins vegar umhugsunarvert að fjölmiðlar skuli hlaupa á vagninn með Össur. Er það virkilega svo að þeir séu undir svo miklum áhrifum hins deyjandi stjórnmálaflokks Samfylking, að hvaða rugl sem kemur frá forsvarsmönnum þess flokk teljist "fréttir"?

Er ekki einhver skekkja í fjölmiðlaheiminum hér á Íslandi?

Gunnar Heiðarsson, 11.9.2015 kl. 09:17

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þeir hafa nú verið miklir máta Ólafur og Össur og þess vegna kemur þetta mér í opna skjöldu, nema þetta sé bragð af þeim til að koma einhveri umræðu af stað í framhaldi af ræðu forseta og plata Lars eitthvað áfram, því Ólafur hefur náttúrleg yfirburða stöðu sama á hvorri hliðinni hann liggur.

Ef till vill er Ólafur orðin upp veðraður af þessum fótbolta og langar að skora. Hann er náttúrlega skylmingaþræll og einbirni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.9.2015 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband