Hver á að borga Vatnsdalsbrúna?

Þó Vegagerð ríkisins hafi þær skildur að hafa brýr þar sem þeirra er þörf, getur verið álitamál hver á að bæta þessa brú sem eyðilögð var.

Þar kemur helst til skoðunar hvort bíllinn hafi verið innan settra marka með þyngd sem leyfð er á brúna. Hafi það ekki verið ætti trygging bílsins væntanlega að borga tjónið. Ef engar viðvaranir voru við brúna um öxulþunga hefur ökumaður verið í góðri trú að komast yfir.

Þetta mál getur allt þvælst fyrir mönnum að taka ákvörðun um hvað er best að gera.

Eðlilegra hefði verið að setja vað á ána og nota það til efnisflutninganna fremur en að böðlast á brúnni sem virðist rétt geta dugað fyrir almenna fólks og jeppa umferð.

Samkvæmt Hjálmri Kárdal á facebooksíðunni vörubílar og flutningabílar, var þessi brú sett upp 1953 og 1954 og er því kominn til ára sinna orðin 62 ára, er þar gerð grein fyrir hvernig brúin var sett saman. Áhugaverð er lýsing Hjálmars, hvernig brúrbitarnir voru hnoðaðir saman við uppsetningu brúarinnar.

Vað á ánni getur dugað til bráðabyrgðar sé það haganlega gert, Vatnsdalsá er varla mjög vatnsmikil en gæti orði viðsjárverð að vetri til.

Nokkurt óhagræði er fyrir íbúa að missa þessa samgöngubót og vonandi að málið leysist innan eðlilegra tímamarka.

Innanríkisráðherra Ólöf Nordal hefur væntanlega einhverjar tilfinningar til þessarar sveitar þar sem afi hennar Sigurður Nordal er fæddur að Eyjólfstöðum ú Vatnsdal og gæti hún orði þokkalegur bandamaður Vatnsdælinga í þessu máli.

 


mbl.is Vilja aðra brú sem allra fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ýmislegt í þessu máli. Malarflutningabíllinn er í eigu verktaka, sem var að vinna í vegabótum á vegum Vegagerðarinnar, að því mér er sagt. Vegagerðin byggir á áratuga reynslu og þekkingu í útboði verka og því er komin góð regla á útboðslýsingar þeirra. Væntanlega hefur í útboðslýsingu verið lýst nákvæmlega hvaða efnisnámur ætti að nota og hver flutningsleiðin með efnið sé. Það liggur reyndar fyrir að í brúaskrá Vegagerðarinnar er ekki tiltekinn hámarksþungi á þessari brú, hvorki öxulþungi né heildarþungi. Þarna eru því ýmis álitamál, sem reikna má með að þurfi að greina og leysa úr.

Gamli sorry Gráni (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 13:14

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er eins og ekkert verk sé hægt að vinna af kunnáttu og viti í þessu landi, endalaus mistök og vitlaysa.

Hagsmunirnir þarna eru aðallega skólakeyrsla og póstur þó svo menn geti komist á áfangastað að aka niður dal þá er óhagræði að geta ekki farið hringinn í Vatnsdal. Svo náttúrlega  þjóðaríþrótt Vatnsdælinga að flakka á milli bæja og spila lomber.

En þetta blessast allt saman og vonandi koma dilkar vænir af fjalli og Vatnsdælir haldi gleði sinni í réttum og göngum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.8.2015 kl. 13:28

3 identicon

Vegagerðin þarf væntanlega að blæða í nýja brú sem og punga út fyrir skemmdunum á bílnum.

Eina spurningin er hvort einhverju verður fleygt þarna yfir til bráðabirgða þar til ný brú verður byggð.

ls (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 13:44

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Engu verður "fleygt" þarna, þar verður steypt falleg brú úr alíslenskri steypu sem kostar bara smá smá og ekki þarf að eyða gjaldeyri heldur, semsagt aaaalíslendskt!!

Eyjólfur Jónsson, 20.8.2015 kl. 14:54

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

þarna segi ég að eigi að standa Fremribrúin eða innribrúin en það er önnur saga, Ég fæ ekki fatt í mitt höfuð hvernig stendur á því að árið 2015 sé ekki byrjað á að mæla burðarþol brúarinnar hvort sem hún er Efri eða Fremri áður en farið er af stað með flutning á malarefni yfir hana því ekki eru þessir nýju vörubílar neitt léttefni heldur. Ég spyr eins og þú hver á að borga brúsann. Vonandi ber þeim sem að þessu standa sú gæfa að byggja hana upp sem fyrst "framtíðarbrú"því annars visnar svæðið en meira en komið er. Góðar fréttir færi ég þér samt af þessu svæði :) það er ungt fólk að flytja á Ás í haust. Ég gleðst mjög yfir því.

Sigríður B Svavarsdóttir, 20.8.2015 kl. 16:14

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Alíslensk steypa er ekki til í dag því ekkert sement er framleitt á Íslandi lengur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 20.8.2015 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband