Öfugur píramídi, hjá Bjartri framtíð?

Margt af því sem Guðmundur segir er skynsamlegt, nema þetta með öfugan píramída. Held að það sé ekki traustur búnaður.

Fólk er misjafnt til forustu fallið og ekki öllum fært að gegna forustustörfum.

Eitt sinn voru erfiðleikar hjá vélsmiðju  út á landi með verkstjórn og dálítll kurr á gólfinu og margir vildu ráð og hafa vit á hlutunum. Þá var brugðið á það ráð sem Guðmundur bendir á að láta verkstjórastarfið rótera og fengu allir að spreyta sig á því viku í senn. Sumir réðu við það aðrir ekki. Það er nefnileg allt annað að vera á bak við og getað endalaust kjaftað, eins og ég t.d. núna, heldur en að vera sífellt í framlínunni og þurfa að vera í forsvari. Þá dugar ekki alltaf að vera prúðbúinn.

Er sammála Róberti Marshall að fylgi byggist tæplega á einhverjum einum manni. Það eru miklu dýpri rætur sem þarf til að halda varanlegu fylgi. Það þarf að vera inngróið í atvinnulíf, félagsheildir o.s.frv. Hitta fólk fara á þorrablót og jarðarfarir og vera í strætisvögnum, og vera með rétt málefni sem tíðarandinn kallar eftir og sýna sæmilega ábyrgð, þá kemur fylgið.

Aðalatriðið er að ungt fólk nenni að tala saman um stjórnmál og hvernig það vill hafa hlutina og hrynda hugsjónum sínum og málefnum í framkvæmd þegar færi gefst til að bæta lífskilyrði fólks.

Fyrir mér snýr þetta mál þannig að Guðmundur Steingrímsson vildi verða föðurbetrungur og afabetrungur, en sá að tækifærinn lágu ekki í Framsóknarflokknum. Þegar það varð ljóst urðu Framsóknarmenn hræddir og sáu eftir honum að ég held.

Þá var að stofna nýja hreyfingu. Síðan var stokkið í rennibrautina sem var í gangi eftir hrunið, en hún er sífellt á mikilli hreyfingu og menn verða að halda sér mjög fast til að halda fylginu sem nú virðis leka til Pírata.

Ég held að Guðmundur hafi ýmsa burði til að vera álitlegur stjórnmálamaður, þó stundum hafi ég ef til vill verið að gera grín að ýmsu honum lútandi.

En aðalatriðið er náttúrlega að hafa fylgi og það er vont þegar nýjar hreyfingar geta aldrei komið sér saman um hlutina, því þá kemur vonleysi yfir fólk.

Því miður hefur þetta verið hlutskipti minni framboða að lenda út af veginum, í stjórnmálabaráttunni.


mbl.is Vill ekki formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband