Vortónleikar Kirkjukórs Laugarneskirkju og Kirkjukórs Grindavíkur

Ég vatt mér á tónleika í Laugarneskirkju í dag. Nokkrar minningar á ég í þeirri kirkju en bróðir minn fermdust þar. Er mér sérsaklega minnistætt þegar Birgir bróðir minn fermdist, en þá leið hann óvænt útaf og hélt ég hann væri dáinn. Svo reyndist ekki verað og var einungis um yfirlið að ræða enda heitt og loftlaust í kirkjunni.

Fyrir nokkrum árum ( 2009 ) var haldin minningarathöfn í Laugarneskirkju um Birgir en hann fórst með vitaskipinu Hermóði 18. febrúar 1959. Minningarathöfnin fór fram 50 árum síðar og hafði presturinn orð á því að hann hefði aldrei haldið ræðu við þannig aðstæður að svo langt væri liðið frá andláti þess sem minnst væri. Athöfnin var skipulögð af fjölskyldu Birgis og var eftirminnileg.

Nú,nú þetta var úturdúr eins og bloggara er háttur að nærri því kjafta frá sér vitið. En mér finnst alltaf ljúft að koma í Laugarneskirkju, hún er einföld og látlaus og lætur ekki mikið yfir  sér og er prýðilegt sönghús og saman eigum við örlitla sögu.

Til sögunar voru nú kallaðir og lögðu saman krafta sína Kirkjukór Laugarneskirkju og Kirkjukór Grindavíkur söngstjórar eru Arngerður María Árnardóttir og Bjartur Logi Guðnason. Undirleikari var Arngerður. Einsöngvari í þessum tónleiku var Gerður Bolladóttir.

Dagskráin var afar fjölbreytt og ætlar kórin að fara og syngja á Ítalíu og verður alveg örugglega mikill sómi að því.

Engin söngskrá var lögð fram þannig að ég hef ekkert til að styðjast við, en söngurinn var aldeilis prýðilegur. Sameiginlega skipar kórin 25 konur og 6 í karlaröddum. Kvennraddirnar voru skínandi bjartar og hreinar og eftirtektarvert hve þær vöru jafnar og gott jafnvægi í röddunum. Karlaraddirnar voru myndarlegar og komu vel í geng um allan þennan kvennafans og styrkleikinn nægur og bassatónnin mjúkur og djúpur. Já það má segja að hvergi var að finna veikan punkt í flutning kórsins en hann hafði æft söngskrána saman og flutti hana sem einn kór. Gerður Bolladóttir söng afar vel og er með hljómþýða og prýðilega rödd. Smá fip mátti heyra í fyrstu innkomu hennar, en tónnin sem hún þurfti að byrja á var ansi erfiður og hún leiðrétti sig á örskotsstundu þannig að það kom ekki að sök. Söngstjórarnir höfðu góða og agaða stjórn á kórnum.

Það verður sómi að þessum kór á erlendri grundu og megi hann syngja sem víðast í Evrópu það yrði þjóðinn til vegsauka.

Kærar þakkir fyir góða tónleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband