Meginlínurnar lagðar í sveitarstjórnarkosningunum af sauðkindinni..

Ætli meginlínur um listana séu nú ekki oft lagðar á WC á þorrablótunum? Það mætti segja mér það.

Auðvita verða bændur að hafa tíma til að sinna þessum málum og ráðslagast eitthvað, sérstaklega eftir að sveitarfélögin hafa stækkað og hingað og þangað geta verið menn sem engin veit hvað gera, gætu jafnvel brotist fram með lista öllum að óvörum. Þá verða bændur náttúrlega að hafa stund til að fylgjast með mannaferðum og hafa á sér andvara. Það þyrfti jafnvel að setja inn ákvæði um þetta í búvörusamninga. Lögboðin hvíldartími og stund milli stríða að sinna kosningum.

 Þetta eru miklir fundir sem menn verða að sækja á útmánuðum, búnaðarfélagsfundir, búnaðarsambandsfundir, deildarfundir samvinnufélaganna og aðalfundir þeirra o.sv. frv.

En hvað um sjómenn, þarf þá ekki að fínstilla þetta í þeirra þágu?


mbl.is Kosningum verði flýtt í sauðburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband