Útför Icesave

ÁramótÞessa dagana er verið að kistuleggja Icesave og eru nú fáir syrgjendur.

Ekki er afráðið hvort útförin verður opinber eða í kyrrþey. Búast má við að líkmenn verði úr hópi sjálfstæðismanna. Óvíst er hvort forseti Íslands fer fyrir líkfylgdinni.

Málið ræðst á Alþingi og hvernig stjórnmálaflokkarnir taka á málinu.

Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir á heimasíðu sinni að skapast hafi Trúnaðarbrestur milli Sjálfstæðisflokks og atvinnurekenda

Formaður Sjálfstæðisflokks telur að aðilar atvinnulífsins eigi að biðjast afsökunar á því að vera að skipta sér af Icesavemálinu. Ekki er getið hvern eigi að biðjast afsökunar eða hvar.

Alls óvíst er hvernig Sjálfstæðisflokkurinn tekur á þessu máli. Það má eiginlega segja um flokkinn, að hann hvorki; geti eða verið í þessu máli, svo tengdur er hann þessum ósköpum.

Nú er sóknarfæri fyrir flugeldamarkaðinn að búa til rakettur sem bera nafnið Icesave svo landsmenn geti skotið máliðnu upp í loftið um áramótin.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband