Bakgrunnur Fidels Castro

 

Háskólinn í HavannaCastro fæddist á auðugu heimili á sykurekrunni Mayarí tæpa 100 km frá Santiago de Cuba. Faðir hans Angel var Spánverji að ætt og uppruna en hafði flutts búferlum til Kúbu og stundaði þar skógarhögg of sykurrækt.; varð brátt efnaður maður. Castro og systkini hans skorti þannig ekkert í uppvextinum, en allt umhverfis hann blasti við fátækt. Castro hlaut náin kynni af þessu ástandi.

Almennt viðhorf hans til þjóðmála mótuðust þegar á þessum árum; ,, ég hef aldrei getað unað ranglæti" sagði Castro við franska heimspekinginn Jean-Paul Sartre þegar hann minnist æsku sinnar.

Foreldrar Castro voru rómversk-kaþólskir og hann var sendur í kaþólskan barna skóla og því næst í menntaskóla í Havana. Hann vakti á sér athygli fyrir frábært minni, dirfsku og metnað.

19 ára gamall byrjaði hann laganám við Háskólann í Havana og hóf þegar þátttöku í stjórnmálalífi skólans og þótti frábær ræðumaður.

Minnismerki um José Martí

 

Árið 1950 lauk Castro lögfræðiprófi með doktorsnafnbót og opnaði þegar lögfræðiskrifstofu í Havana.

Hann gerði það að sérgrein sinn að verja verkamenn og bændur sem höfðu verið beittir yfirgangi, negra og pólitíska fanga.

Castro kenndi sögu og heimspeki og hann sökkti sér niður verk José Martí.

Heimild: Byltingin á Kúbu eftir Magnús Kjartansson, ritstjóra


mbl.is Castro heldur upp á byltinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband